Gagnrýna ummæli formannsins: „Að afsaka kennara sem beita börn ofbeldi er óásættanlegt“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. febrúar 2022 20:03 Samtökin segja það ódýra lausn að benda ásakandi á foreldra. Vísir/Vilhelm Landssamtök foreldra lýsa yfir vonbrigðum með málflutning formanns Félags grunnskólakennara í máli kennara í Dalvík sem hlaut nýverið bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Samtökin segja formanninn hafa tekið afstöðu með einhliða frásögn kennarans og varpa ábyrgðinni á foreldra barnsins. Greint var frá því í síðustu viku að Héraðsdómur Norðurlands eystra hefði dæmt Dalvíkurbæ til að greiða kennaranum átta milljónir króna í bætur en kennaranum hafði verið vikið úr starfi eftir að hann svaraði nemenda í sömu mynt og sló til hans. Var það mat dómsins að kinnhestur kennarans hafi ekki verið gróft brot í starfi sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í viðtali við fréttastofu degi síðar að hún væri sammála dómnum þar sem kennarinn hefði átt að fá áminningu og vísaði til starfsaðstæðna kennara. „Kennarar eru að lenda í átökum við nemendur vegna þess að nemendur eru að veitast að kennurum og öðrum nemendum og oft og tíðum þurfa kennarar að bregðast við og fara í atburð sem má segja að sé óhugsandi þegar fólk veit ekkert um starfsaðstæður dagsdaglega,“ sagði Þorgerður og bætti við að það væri ástæða fyrir foreldra að grípa í taumana. Heimili og skóli, landssamtök foreldra, lýsa yfir vonbrigðum með þessi ummæli Þorgerðar. „Tekin er afstaða með einhliða frásögn kennarans um atburðarásina og athyglinni síðan beint að hegðunarvanda barna og ábyrgðinni varpað á foreldra. Því miður er þetta ekki í fyrsta sinn sem þetta viðhorf heyrist úr þessum ranni og er það engum til hagsbóta,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Þá segir að það sé skylda foreldra og kennara að hafa hafsmuni barna að leiðarljósi og það sé ekki vænlegt til árangurs að etja saman foreldrum og kennurum. „Að benda ásakandi á foreldra þegar börn sýna hegðunarfrávik, í stað þess að komast að rót vandans og íhuga hvernig skólinn getur bætt úr, er ódýr lausn. Að afsaka kennara sem beita börn ofbeldi er óásættanlegt,“ segir í yfirlýsingunni. Samtökin fordæma sömuleiðis ákvörðun Kennarasambandsins um að upplýsa um hvaða sveitarfélga var að ræða. „Þessar upplýsingar komu hvergi fram í dómnum en hafa valdið hlutaðeigandi óþarfa óþægindum og beint kastljósinu að ósekju að barni sem var ekki umfjöllunarefni dómsins.“ Foreldrar nemandans, fjórtán ára stúlku, stigu fram í viðtali um helgina en að þeirra sögn höfðu þau neyðst til að segja sögu dóttur sinnar vegna óvæginnar umræðu. Skóla - og menntamál Dalvíkurbyggð Börn og uppeldi Tengdar fréttir Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12 Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira
Greint var frá því í síðustu viku að Héraðsdómur Norðurlands eystra hefði dæmt Dalvíkurbæ til að greiða kennaranum átta milljónir króna í bætur en kennaranum hafði verið vikið úr starfi eftir að hann svaraði nemenda í sömu mynt og sló til hans. Var það mat dómsins að kinnhestur kennarans hafi ekki verið gróft brot í starfi sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í viðtali við fréttastofu degi síðar að hún væri sammála dómnum þar sem kennarinn hefði átt að fá áminningu og vísaði til starfsaðstæðna kennara. „Kennarar eru að lenda í átökum við nemendur vegna þess að nemendur eru að veitast að kennurum og öðrum nemendum og oft og tíðum þurfa kennarar að bregðast við og fara í atburð sem má segja að sé óhugsandi þegar fólk veit ekkert um starfsaðstæður dagsdaglega,“ sagði Þorgerður og bætti við að það væri ástæða fyrir foreldra að grípa í taumana. Heimili og skóli, landssamtök foreldra, lýsa yfir vonbrigðum með þessi ummæli Þorgerðar. „Tekin er afstaða með einhliða frásögn kennarans um atburðarásina og athyglinni síðan beint að hegðunarvanda barna og ábyrgðinni varpað á foreldra. Því miður er þetta ekki í fyrsta sinn sem þetta viðhorf heyrist úr þessum ranni og er það engum til hagsbóta,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Þá segir að það sé skylda foreldra og kennara að hafa hafsmuni barna að leiðarljósi og það sé ekki vænlegt til árangurs að etja saman foreldrum og kennurum. „Að benda ásakandi á foreldra þegar börn sýna hegðunarfrávik, í stað þess að komast að rót vandans og íhuga hvernig skólinn getur bætt úr, er ódýr lausn. Að afsaka kennara sem beita börn ofbeldi er óásættanlegt,“ segir í yfirlýsingunni. Samtökin fordæma sömuleiðis ákvörðun Kennarasambandsins um að upplýsa um hvaða sveitarfélga var að ræða. „Þessar upplýsingar komu hvergi fram í dómnum en hafa valdið hlutaðeigandi óþarfa óþægindum og beint kastljósinu að ósekju að barni sem var ekki umfjöllunarefni dómsins.“ Foreldrar nemandans, fjórtán ára stúlku, stigu fram í viðtali um helgina en að þeirra sögn höfðu þau neyðst til að segja sögu dóttur sinnar vegna óvæginnar umræðu.
Skóla - og menntamál Dalvíkurbyggð Börn og uppeldi Tengdar fréttir Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12 Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira
Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12
Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10