Bareigendur til í slaginn um helgina og taka afléttingum fagnandi Fanndís Birna Logadóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 22. febrúar 2022 21:00 Geoffrey Huntingdon-Williams, eigandi Priksins, segir hverja klukkustund skipta máli í veitingabransanum. Vísir/Egill Að óbreyttu verður tilkynnt um afléttingar á öllum takmörkunum innanlands og á landamærunum í síðasta lagi á föstudag. Bareigendur eru farnir að búa sig undir mikil skemmtanahöld um helgina. Miklar takmarkanir hafa verið á starfsemi skemmti- og veitingastaða í gegnum faraldurinn. Skemmtistöðum hefur ýmist verið gert að loka eða opnunartími þeirra skertur allverulega. Geoffrey Huntington-Williams, eigandi Priksins, segir marga veitingamenn fagna þeim afléttingum sem eru væntanlegar. „Hver klukkutími í þessum bransa er frekar veigamikill þegar þú ert veitingamaður og við erum mjög ánægðir að fá heila þrjá og hálfan tíma strax,“ segir Geoffrey en eins og staðan er núna er þessum stöðum gert að loka á miðnætti og þurfa allir gestir að vera farnir út fyrir klukkan eitt. Ánægðir með að fá tíma til að undirbúa sig Auk þess sem veitingamenn fagna þeim afléttingum sem væntanlega verða kynntar fyrir helgi segir Geoffrey þá þakkláta fyrir að fá tíma til að undirbúa sig. „Við erum mjög ánægð með það að fá tíma til þess að undirbúa, við höfum tekið mörgum breytingum undanfarin tvö ár á hlaupum svolítið, við höfum fengið að vita í hádeginu á föstudegi hvernig staðan verði þá á föstudagskvöldið eða föstudagsnóttunni,“ segir Geoffrey. „Það að fá þetta inn á þriðjudegi jafnvel miðvikudegi fyrir helgi er náttúrulega bara æðislegt,“ segir hann enn fremur og bætir við að þá sé hægt að manna vaktir og birgja staðinn vel upp. Sjálfur á Geoffrey von á að stemningin um helgina verði mjög góð. „Við byrjum kvöldið á tónleikum og endum á plötusnúðasetti eins og vaninn er hérna á Prikinu. Ljósin sveiflast og fjörið verður mikið að vanda,“ segir Geoffrey. Ætlun stjórnvalda ætti að ganga eftir Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagðist heilbrigðisráðherra bíða minnisblaðs frá sóttvarnalækni um stöðu faraldursins, sem sé viðráðanleg á heilbrigðisstofnunum, og því ætti áætlun stjórnvalda að ganga eftir. Um tvö þúsund og fjögur hundruð greindust með kórónuveiruna í gær og 52 eru á spítala, þar af tveir á gjörgæslu. Sýnatökur við landamærin verða lagðar niður við afléttingu. „Það er svona kannski í samræmi við þróunina hjá öðrum þjóðum og einfalda þetta bara og þegar útbreiðsla smita er jafn mikil og raun ber vitni innanlands þá er ekki ástæða til að vera með aðrar ráðstafanir á landamærunum,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Miklar takmarkanir hafa verið á starfsemi skemmti- og veitingastaða í gegnum faraldurinn. Skemmtistöðum hefur ýmist verið gert að loka eða opnunartími þeirra skertur allverulega. Geoffrey Huntington-Williams, eigandi Priksins, segir marga veitingamenn fagna þeim afléttingum sem eru væntanlegar. „Hver klukkutími í þessum bransa er frekar veigamikill þegar þú ert veitingamaður og við erum mjög ánægðir að fá heila þrjá og hálfan tíma strax,“ segir Geoffrey en eins og staðan er núna er þessum stöðum gert að loka á miðnætti og þurfa allir gestir að vera farnir út fyrir klukkan eitt. Ánægðir með að fá tíma til að undirbúa sig Auk þess sem veitingamenn fagna þeim afléttingum sem væntanlega verða kynntar fyrir helgi segir Geoffrey þá þakkláta fyrir að fá tíma til að undirbúa sig. „Við erum mjög ánægð með það að fá tíma til þess að undirbúa, við höfum tekið mörgum breytingum undanfarin tvö ár á hlaupum svolítið, við höfum fengið að vita í hádeginu á föstudegi hvernig staðan verði þá á föstudagskvöldið eða föstudagsnóttunni,“ segir Geoffrey. „Það að fá þetta inn á þriðjudegi jafnvel miðvikudegi fyrir helgi er náttúrulega bara æðislegt,“ segir hann enn fremur og bætir við að þá sé hægt að manna vaktir og birgja staðinn vel upp. Sjálfur á Geoffrey von á að stemningin um helgina verði mjög góð. „Við byrjum kvöldið á tónleikum og endum á plötusnúðasetti eins og vaninn er hérna á Prikinu. Ljósin sveiflast og fjörið verður mikið að vanda,“ segir Geoffrey. Ætlun stjórnvalda ætti að ganga eftir Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagðist heilbrigðisráðherra bíða minnisblaðs frá sóttvarnalækni um stöðu faraldursins, sem sé viðráðanleg á heilbrigðisstofnunum, og því ætti áætlun stjórnvalda að ganga eftir. Um tvö þúsund og fjögur hundruð greindust með kórónuveiruna í gær og 52 eru á spítala, þar af tveir á gjörgæslu. Sýnatökur við landamærin verða lagðar niður við afléttingu. „Það er svona kannski í samræmi við þróunina hjá öðrum þjóðum og einfalda þetta bara og þegar útbreiðsla smita er jafn mikil og raun ber vitni innanlands þá er ekki ástæða til að vera með aðrar ráðstafanir á landamærunum,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels