Segir söluna stærsta dæmið um fjármálaafglöp á sveitarstjórnarstigi Atli Ísleifsson skrifar 23. febrúar 2022 07:55 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til að gera söluna á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrar í Landsvirkjun almennilega upp og biðjast afsökunar. Vísir/Egill Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir söluna á eignarhlutum Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun til ríkisins árið 2006 vera mestu fjármálaafglöp sögunnar á sveitarstjórnarstigi. Þetta segir Dagur í samtali við Fréttablaðið í morgun. Hann segir mikill hagnaður Landsvirkjunar sýna fram á að salan hafi verið „algert hneyksli“, söluverðið hafa verið allt of lágt og verði borgin nú af miklum fjárhæðum í formi arðgreiðslna. Reykjavíkurborg fékk á sínum tíma 27 milljarða króna fyrir 44,5 prósenta hlut sinn í Landsvirkjun og Akureyrarbær þrjá milljarða fyrir sinn 5,5 prósenta hlut. Borgarstjóri að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til að gera málið almennilega upp og biðjast afsökunar, en ráðist var í söluna í borgarstjóratíð Sjálfstæðismannanna Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í Reykjavík og bæjarstjóratíð Kristjáns Þórs Júlíussonar á Akureyri. Salan var á sínum tíma rökstudd á þann veg að ekki væri rétt að Reykjavíkurborg ætti hlut í bæði Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur sem væru í samkeppni. Reykjavíkurborg og Akureyrarbær fengu engar fjárhæðir greiddar út vegna sölunnar heldur fór salan fram í formi lífeyrirskuldbindinga. Greint var frá því á dögunum að hagnaður Landsvirkjunar hafi aukist töluvert á milli ára og numið 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hefur lagt til að greiddur verði fimmtán milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Reykjavík Akureyri Landsvirkjun Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag. 18. febrúar 2022 15:31 Stórbætt afkoma gerir Landsvirkjun kleift að greiða 15 milljarða króna arð Stjórn Landsvirkjun mun leggja til að greiddur verði út arður að fjárhæð 15 milljarðar króna eftir umtalsverðan aukningu á bæði tekjum og hagnaði á síðasta ári. Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu Landsvirkjunar fyrir árið 2021. 18. febrúar 2022 15:21 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Þetta segir Dagur í samtali við Fréttablaðið í morgun. Hann segir mikill hagnaður Landsvirkjunar sýna fram á að salan hafi verið „algert hneyksli“, söluverðið hafa verið allt of lágt og verði borgin nú af miklum fjárhæðum í formi arðgreiðslna. Reykjavíkurborg fékk á sínum tíma 27 milljarða króna fyrir 44,5 prósenta hlut sinn í Landsvirkjun og Akureyrarbær þrjá milljarða fyrir sinn 5,5 prósenta hlut. Borgarstjóri að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til að gera málið almennilega upp og biðjast afsökunar, en ráðist var í söluna í borgarstjóratíð Sjálfstæðismannanna Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í Reykjavík og bæjarstjóratíð Kristjáns Þórs Júlíussonar á Akureyri. Salan var á sínum tíma rökstudd á þann veg að ekki væri rétt að Reykjavíkurborg ætti hlut í bæði Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur sem væru í samkeppni. Reykjavíkurborg og Akureyrarbær fengu engar fjárhæðir greiddar út vegna sölunnar heldur fór salan fram í formi lífeyrirskuldbindinga. Greint var frá því á dögunum að hagnaður Landsvirkjunar hafi aukist töluvert á milli ára og numið 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hefur lagt til að greiddur verði fimmtán milljarða króna arður aftur í ríkissjóð.
Reykjavík Akureyri Landsvirkjun Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag. 18. febrúar 2022 15:31 Stórbætt afkoma gerir Landsvirkjun kleift að greiða 15 milljarða króna arð Stjórn Landsvirkjun mun leggja til að greiddur verði út arður að fjárhæð 15 milljarðar króna eftir umtalsverðan aukningu á bæði tekjum og hagnaði á síðasta ári. Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu Landsvirkjunar fyrir árið 2021. 18. febrúar 2022 15:21 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag. 18. febrúar 2022 15:31
Stórbætt afkoma gerir Landsvirkjun kleift að greiða 15 milljarða króna arð Stjórn Landsvirkjun mun leggja til að greiddur verði út arður að fjárhæð 15 milljarðar króna eftir umtalsverðan aukningu á bæði tekjum og hagnaði á síðasta ári. Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu Landsvirkjunar fyrir árið 2021. 18. febrúar 2022 15:21