„Við þurftum að horfa á hana í öndunarvél og kælingu í þrjá daga“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. febrúar 2022 13:01 Arnar Gauti og Berglind eignuðust stúlku árið 2020, þeirra eina barn saman. vísir/vilhelm Arnar Gauti Sverrisson hefur verið tísku og hönnunarbransanum í yfir þrjá áratugi. Hann starfar í dag sem upplifunarhönnuður og heldur úti sjónvarpsþættinum Sir Arnar Gauti á Hringbraut. Arnar er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum ræðir hann fallega um samband sitt við unnustu sína Berglindi Sif Valdemarsdóttur en þau kynntust fyrir nokkrum árum. Saman eiga þau eina stúlku, Viktoríu Ivy, sem kom í heiminn 13. ágúst 2020. Þau eiga bæði börn úr fyrri samböndum og mynda saman fallega fjölskyldu. Í þættinum fer Arnar Gauti yfir fæðingu Ivy sem var erfið í meira lagi. „Að fá þetta tækifæri að eignast dóttur mína með konunni sem ég elska og ætla deyja með var guðsgjöf,“ segir Arnar og heldur áfram. „Við áttum erfitt með Ivy þótt fáir viti þessa sögu, en þetta er nú Einkalífið. Við misstum Ivy í fæðingu. Ef við hefðum komið korteri seinna hefðum við ekki átt hana. Hún var komin aðeins fram yfir og búin að missa einhver millibelg. Svo gerðist ekkert. Það sem gerist hjá ungabörnum þegar þau taka þessar fyrstu dökku hægðir þá eru þau yfirleitt fædd. Það gerist hjá Ivy í maganum,“ segir Arnar og bætir við að dóttir þeirra hafi því fengið hægðir í gegnum öndunarveginn. Klippa: Einkalífið - Arnar Gauti Sverrisson „Hún fer að anda að sér þessu slími sem síðan fer að þrengja að henni. Við vissum ekkert að það væri eitthvað að gerast en við förum upp á spítala með einhverja tilfinningu að hún væri komin af stað í fæðingu. Þá er tekið eitthvað sýni af legvatninu og þá er sagt við okkur að við þurfum að fara strax í keisara,“ segir Arnar. Á þessum tímapunkti fyllist fæðingarstofan af heilbrigðisstarfsfólki. „Læknarnir koma til mín og segja, þetta er komið og hún er fædd en hún er rosalega lasin og við þurftum að blása hana til lífs. Berglind kemur síðan inn eftir svæfingu og við horfðum í augun á hvort öðru og sögðum, það verður allt betra. Við þurftum að horfa á hana í öndunarvél og kælingu í þrjá daga sem var rosalega erfiður tími,“ segir Arnar en Ivy jafnaði sig með tímanum og lýsir hann því fallega þegar hann heyrði dóttur sína gráta í fyrsta sinn nokkrum dögum eftir fæðingu. Hún er í dag alveg heyrnarlaus á öðru eyra en að öðru leyti fullkomin eins og Arnar segir sjálfur. Í þættinum hér að ofan fer Arnar Gauti einnig yfir árin í tískubransanum, æskuárin á Suðurnesjunum, frægt innslag sem hann gerði með Ásgeiri Kolbeins á sínum tíma á Skjá Einum, samband sitt við Berglindi og komandi brúðkaup og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Í þættinum ræðir hann fallega um samband sitt við unnustu sína Berglindi Sif Valdemarsdóttur en þau kynntust fyrir nokkrum árum. Saman eiga þau eina stúlku, Viktoríu Ivy, sem kom í heiminn 13. ágúst 2020. Þau eiga bæði börn úr fyrri samböndum og mynda saman fallega fjölskyldu. Í þættinum fer Arnar Gauti yfir fæðingu Ivy sem var erfið í meira lagi. „Að fá þetta tækifæri að eignast dóttur mína með konunni sem ég elska og ætla deyja með var guðsgjöf,“ segir Arnar og heldur áfram. „Við áttum erfitt með Ivy þótt fáir viti þessa sögu, en þetta er nú Einkalífið. Við misstum Ivy í fæðingu. Ef við hefðum komið korteri seinna hefðum við ekki átt hana. Hún var komin aðeins fram yfir og búin að missa einhver millibelg. Svo gerðist ekkert. Það sem gerist hjá ungabörnum þegar þau taka þessar fyrstu dökku hægðir þá eru þau yfirleitt fædd. Það gerist hjá Ivy í maganum,“ segir Arnar og bætir við að dóttir þeirra hafi því fengið hægðir í gegnum öndunarveginn. Klippa: Einkalífið - Arnar Gauti Sverrisson „Hún fer að anda að sér þessu slími sem síðan fer að þrengja að henni. Við vissum ekkert að það væri eitthvað að gerast en við förum upp á spítala með einhverja tilfinningu að hún væri komin af stað í fæðingu. Þá er tekið eitthvað sýni af legvatninu og þá er sagt við okkur að við þurfum að fara strax í keisara,“ segir Arnar. Á þessum tímapunkti fyllist fæðingarstofan af heilbrigðisstarfsfólki. „Læknarnir koma til mín og segja, þetta er komið og hún er fædd en hún er rosalega lasin og við þurftum að blása hana til lífs. Berglind kemur síðan inn eftir svæfingu og við horfðum í augun á hvort öðru og sögðum, það verður allt betra. Við þurftum að horfa á hana í öndunarvél og kælingu í þrjá daga sem var rosalega erfiður tími,“ segir Arnar en Ivy jafnaði sig með tímanum og lýsir hann því fallega þegar hann heyrði dóttur sína gráta í fyrsta sinn nokkrum dögum eftir fæðingu. Hún er í dag alveg heyrnarlaus á öðru eyra en að öðru leyti fullkomin eins og Arnar segir sjálfur. Í þættinum hér að ofan fer Arnar Gauti einnig yfir árin í tískubransanum, æskuárin á Suðurnesjunum, frægt innslag sem hann gerði með Ásgeiri Kolbeins á sínum tíma á Skjá Einum, samband sitt við Berglindi og komandi brúðkaup og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira