Ætla að kynna frekari aðgerðir gegn Rússum í dag Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2022 13:51 Úkraínskir hermenn við æfingar í síðasta mánuði. EPA/SERGEY KOZLOV Sendiherrar Evrópusambandsins hafa komist að niðurstöðu um frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna hernaðaraðgerða þeirra í Úkraínu. Búist er við því að þær verði samþykktar og kynntar síðar í dag. Samkvæmt heimildum Guardian beinast þær meðal annars gegn Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, yfirmönnum flughers Rússlands og svartahafsflota Rússlands. Þær munu einnig beinast að umfangsmiklum áróðursdreifurum og 351 þingmanni sem greiddi atkvæði með samþykkt þess að viðurkenna héruðin Luhansk og Donetsk sem sjálfstæð ríki. Utanríkisráðherrar aðildarríkja eiga eftir að samþykkja refsiaðgerðirnar en búist er við því að það verði gert og að aðgerðirnar verði kynntar seinna í dag. Forsetar Póllands og Litháen sendu á öðrum tímanum í dag frá sér sameiginlega yfirlýsingu með Vólódómí Selenskí, forseta Úkraínu, um að Úkraína eigi að fá stöðu umsóknaraðila hjá Evrópusambandinu. Í yfirlýsingunni segir að umbætur í Úkraínu hafi þegar náð miklum árangri og með þær ógnanir sem Úkraína stendur frammi fyrir í huga, eigi Úkraínumenn það skilið. Þeir Andrzej Duda, forseti Póllands, og Gitanas Nauseda, forseti Litháen, segja að þeir muni styðja Úkraínumenn í þeim málum. Þeir kalla sömuleiðis eftir frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi. 🇱🇹,🇵🇱&🇺🇦Presidents strongly condemn Russia's decision to recognise Donetsk&Luhansk "republics". We reaffirm strong commitment to the sovereignty& territorial integrity of 🇺🇦🇱🇹&🇵🇱fully support #Ukraine European aspirations: it deserves #EU candidate statushttps://t.co/hlmcoX5lFy pic.twitter.com/u6NMp41MNV— Gitanas Nausėda (@GitanasNauseda) February 23, 2022 Úkraína Átök í Úkraínu Rússland Evrópusambandið Pólland Litháen Hernaður Tengdar fréttir Þverpólitísk samstaða um viðbrögð í utanríkismálanefnd Alþingis Þverpólitísk sátt er í utanríkismálanefnd Alþingis um að fordæma aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og að Íslendingar styðji þær refsiaðgerðir sem bandalagsþjóðir hafa samþykkt gegn Rússum. Vladimír Pútin Rússlandsforseti skellir sökinni af stöðunni algerlega á Vesturlönd og segist reiðubúinn til heiðarlegra viðræðna. 23. febrúar 2022 12:11 „Taívan er ekki Úkraína“ Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. 23. febrúar 2022 11:48 Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. 23. febrúar 2022 07:43 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Samkvæmt heimildum Guardian beinast þær meðal annars gegn Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, yfirmönnum flughers Rússlands og svartahafsflota Rússlands. Þær munu einnig beinast að umfangsmiklum áróðursdreifurum og 351 þingmanni sem greiddi atkvæði með samþykkt þess að viðurkenna héruðin Luhansk og Donetsk sem sjálfstæð ríki. Utanríkisráðherrar aðildarríkja eiga eftir að samþykkja refsiaðgerðirnar en búist er við því að það verði gert og að aðgerðirnar verði kynntar seinna í dag. Forsetar Póllands og Litháen sendu á öðrum tímanum í dag frá sér sameiginlega yfirlýsingu með Vólódómí Selenskí, forseta Úkraínu, um að Úkraína eigi að fá stöðu umsóknaraðila hjá Evrópusambandinu. Í yfirlýsingunni segir að umbætur í Úkraínu hafi þegar náð miklum árangri og með þær ógnanir sem Úkraína stendur frammi fyrir í huga, eigi Úkraínumenn það skilið. Þeir Andrzej Duda, forseti Póllands, og Gitanas Nauseda, forseti Litháen, segja að þeir muni styðja Úkraínumenn í þeim málum. Þeir kalla sömuleiðis eftir frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi. 🇱🇹,🇵🇱&🇺🇦Presidents strongly condemn Russia's decision to recognise Donetsk&Luhansk "republics". We reaffirm strong commitment to the sovereignty& territorial integrity of 🇺🇦🇱🇹&🇵🇱fully support #Ukraine European aspirations: it deserves #EU candidate statushttps://t.co/hlmcoX5lFy pic.twitter.com/u6NMp41MNV— Gitanas Nausėda (@GitanasNauseda) February 23, 2022
Úkraína Átök í Úkraínu Rússland Evrópusambandið Pólland Litháen Hernaður Tengdar fréttir Þverpólitísk samstaða um viðbrögð í utanríkismálanefnd Alþingis Þverpólitísk sátt er í utanríkismálanefnd Alþingis um að fordæma aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og að Íslendingar styðji þær refsiaðgerðir sem bandalagsþjóðir hafa samþykkt gegn Rússum. Vladimír Pútin Rússlandsforseti skellir sökinni af stöðunni algerlega á Vesturlönd og segist reiðubúinn til heiðarlegra viðræðna. 23. febrúar 2022 12:11 „Taívan er ekki Úkraína“ Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. 23. febrúar 2022 11:48 Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. 23. febrúar 2022 07:43 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Þverpólitísk samstaða um viðbrögð í utanríkismálanefnd Alþingis Þverpólitísk sátt er í utanríkismálanefnd Alþingis um að fordæma aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og að Íslendingar styðji þær refsiaðgerðir sem bandalagsþjóðir hafa samþykkt gegn Rússum. Vladimír Pútin Rússlandsforseti skellir sökinni af stöðunni algerlega á Vesturlönd og segist reiðubúinn til heiðarlegra viðræðna. 23. febrúar 2022 12:11
„Taívan er ekki Úkraína“ Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. 23. febrúar 2022 11:48
Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. 23. febrúar 2022 07:43