Getur siðlaus maður orðið mannréttindadómari? Skúli Gunnar Sigfússon skrifar 23. febrúar 2022 15:01 Árið 2017 skrifaði ung kona blaðagrein þar sem hún lýsti ógnandi hegðun og frelsissviptingu á vinnustað. Konan lýsir aðstæðum og málavöxtum í smáatriðum, þar sem tveir menn héldu henni nauðugri í fundarherbergi og þvinguðu til að undirrita skjal til staðfestingar á brottrekstri hennar úr starfi. Hún var þá gengin fjóra mánuði með ófætt barn. Hún lýsir því hvernig henni var ýtt ofan í stól og meinað að yfirgefa herbergið, hvernig mennirnir sem sátu yfir henni lokuðu fyrir símann hennar og sýndu af sér hegðun sem hún upplifði sem kynbundið ofbeldi. Hún var þá ekki orðin þrítug en mennirnir tveir báðir umtalsvert eldri. Annar þessara manna – Stefán Geir Þórisson – sækist nú eftir því að verða dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og þar með fulltrúi Íslands. Stefán Geir verður sextugur á árinu og sækist ítrekað eftir þægilegu starfi hjá skattgreiðendum á lokametrum starfsævinnar. Auk skyndilegs áhuga á mannréttindamálum sótti hann nýlega um að verða landsréttardómari og fékk á liðnu ári starf við Endurupptökudóm, að skipan Dómstólasýslunnar. Formaður Dómstólasýslunnar er Sigurður Tómas Magnússon, sem fékk embættið frá vini sínum Benedikt Bogasyni þegar sá nældi sér í embætti forseta Hæstaréttar. Félagarnir þrír – Stefán Geir, Sigurður Tómas og Benedikt – þekkjast vel innbyrðis og tilheyra klíku miðaldra karla, svarta genginu, sem útskrifuðust úr lagadeild Háskóla Íslands um og upp úr 1990. Svarta gengið hefur að miklu leyti tekið yfir íslenska dómsýslu og félagarnir gæta vel hagsmuna hver annars. Stefán Geir á að baki skrautlegan feril sem lögmaður og í viðskiptum. Hann var t.d. um árabil varaformaður erlends knattspyrnufélags í eigu Íslendinga. Sú fjárfesting reyndist ævintýri sem fjölmargir fjárfestar brenndu sig illa á. Hann hefur um áratugaskeið verið skósveinn einnar auðugustu fjölskyldu Íslands, sem hefur komið milljörðum úr landi með stofnun eignarhaldsfélags í evrópskri skattaparadís. Með útgáfu skuldabréfa erlendis er íslensku fyrirtæki fjölskyldunnar gert að greiða vexti til aflandsfélags, sem gerir þeim kleift að koma sér undan skattgreiðslum hérlendis upp á hundruð milljóna og fá vextina skattfrjálst upp í hendurnar erlendis. Slíkir gjörningar eru tæpast gerðir án aðkomu einkalögmanns fjölskyldunnar – manns sem nú telur sig hæfan til að dæma í samfélagslega mikilvægum málum. Auk Stefáns Geirs sækjast tveir aðrir Íslendingar eftir dómarastarfinu hjá Mannréttindadómstóli Evrópu. Forsætisráðherra fól fimm manna sérfæðinganefnd að meta hæfi þeirra, og komst þannig undan ábyrgð á hæfnismatinu eins og nú tíðkast hjá ráðamönnum. Nefndin komst svo að þeirri fyrirsjáanlegu niðurstöðu að allir umsækjendur væru jafnhæfir og raðaði þeim ekki í hæfnisröð. Stjórnsýslan hefur því séð til þess að maður með vafasama fortíð gæti fengið dómarastarf og orðið fulltrúi Íslands hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Sú niðurstaða er sorgleg en kannski fyrirsjáanleg, enda tilnefndi Hæstiréttur (Benedikt) og Dómstólasýslan (Sigurður Tómas) tvo fulltrúa í sérfræðinganefndina sem vottaði mannkosti og hæfni lögmannsins, sem eitt sitt lokaði inni ófríska konu og þvingaði til að undirrita skjal um brottrekstur úr starfi. Höfundur er athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Gunnar Sigfússon Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Árið 2017 skrifaði ung kona blaðagrein þar sem hún lýsti ógnandi hegðun og frelsissviptingu á vinnustað. Konan lýsir aðstæðum og málavöxtum í smáatriðum, þar sem tveir menn héldu henni nauðugri í fundarherbergi og þvinguðu til að undirrita skjal til staðfestingar á brottrekstri hennar úr starfi. Hún var þá gengin fjóra mánuði með ófætt barn. Hún lýsir því hvernig henni var ýtt ofan í stól og meinað að yfirgefa herbergið, hvernig mennirnir sem sátu yfir henni lokuðu fyrir símann hennar og sýndu af sér hegðun sem hún upplifði sem kynbundið ofbeldi. Hún var þá ekki orðin þrítug en mennirnir tveir báðir umtalsvert eldri. Annar þessara manna – Stefán Geir Þórisson – sækist nú eftir því að verða dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og þar með fulltrúi Íslands. Stefán Geir verður sextugur á árinu og sækist ítrekað eftir þægilegu starfi hjá skattgreiðendum á lokametrum starfsævinnar. Auk skyndilegs áhuga á mannréttindamálum sótti hann nýlega um að verða landsréttardómari og fékk á liðnu ári starf við Endurupptökudóm, að skipan Dómstólasýslunnar. Formaður Dómstólasýslunnar er Sigurður Tómas Magnússon, sem fékk embættið frá vini sínum Benedikt Bogasyni þegar sá nældi sér í embætti forseta Hæstaréttar. Félagarnir þrír – Stefán Geir, Sigurður Tómas og Benedikt – þekkjast vel innbyrðis og tilheyra klíku miðaldra karla, svarta genginu, sem útskrifuðust úr lagadeild Háskóla Íslands um og upp úr 1990. Svarta gengið hefur að miklu leyti tekið yfir íslenska dómsýslu og félagarnir gæta vel hagsmuna hver annars. Stefán Geir á að baki skrautlegan feril sem lögmaður og í viðskiptum. Hann var t.d. um árabil varaformaður erlends knattspyrnufélags í eigu Íslendinga. Sú fjárfesting reyndist ævintýri sem fjölmargir fjárfestar brenndu sig illa á. Hann hefur um áratugaskeið verið skósveinn einnar auðugustu fjölskyldu Íslands, sem hefur komið milljörðum úr landi með stofnun eignarhaldsfélags í evrópskri skattaparadís. Með útgáfu skuldabréfa erlendis er íslensku fyrirtæki fjölskyldunnar gert að greiða vexti til aflandsfélags, sem gerir þeim kleift að koma sér undan skattgreiðslum hérlendis upp á hundruð milljóna og fá vextina skattfrjálst upp í hendurnar erlendis. Slíkir gjörningar eru tæpast gerðir án aðkomu einkalögmanns fjölskyldunnar – manns sem nú telur sig hæfan til að dæma í samfélagslega mikilvægum málum. Auk Stefáns Geirs sækjast tveir aðrir Íslendingar eftir dómarastarfinu hjá Mannréttindadómstóli Evrópu. Forsætisráðherra fól fimm manna sérfæðinganefnd að meta hæfi þeirra, og komst þannig undan ábyrgð á hæfnismatinu eins og nú tíðkast hjá ráðamönnum. Nefndin komst svo að þeirri fyrirsjáanlegu niðurstöðu að allir umsækjendur væru jafnhæfir og raðaði þeim ekki í hæfnisröð. Stjórnsýslan hefur því séð til þess að maður með vafasama fortíð gæti fengið dómarastarf og orðið fulltrúi Íslands hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Sú niðurstaða er sorgleg en kannski fyrirsjáanleg, enda tilnefndi Hæstiréttur (Benedikt) og Dómstólasýslan (Sigurður Tómas) tvo fulltrúa í sérfræðinganefndina sem vottaði mannkosti og hæfni lögmannsins, sem eitt sitt lokaði inni ófríska konu og þvingaði til að undirrita skjal um brottrekstur úr starfi. Höfundur er athafnamaður.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun