Kjósum það besta – eins og Vanda! Hópur stuðningsfólks Vöndu Sigurgeirsdóttur skrifar 24. febrúar 2022 09:31 Þessa grein skrifar hópur fólks sem telst víst vera snemmmiðaldra árið 2022. En einu sinni vorum við unglingar í ört stækkandi úthverfi að nafni Árbær. Við áttum það sameiginlegt að elska félagsmiðstöðina okkar, Ársel. Þar var forstöðumaður að nafni Vanda Sigurgeirsdóttir, 24 ára gömul, sem átti eftir að setja mark sitt á okkur á djúpstæðari hátt en við – og kannski hún sjálf – áttuðum okkur á þá. Vanda var eldhugi í félagsmiðstöðvastarfi. Hún treysti okkur svo vel til að tækla alls kyns flókin mál, að við eiginlega skiljum það ekki enn þann dag í dag. Við söfnuðum okkur til dæmis fyrir utanlandsferð til Gautaborgar, til að hitta aðra unglinga og kynnast ungmennahúsum í sænskum stíl. Við söfnuðum okkur fyrir hverri krónu sjálf, með því til dæmis að þýða brandarabækur yfir á íslensku sem gefnar voru út af virðulegu bókaforlagi hér í borg. Við skipulögðum tveggja sólarhringalangt lærdómsmaraþon, sem við söfnuðum áheitum fyrir hjá allri Hraunbæjarblokkinni frá númerum 2-198 flest kvöld á köldum vetrarmánuðum veturinn 1990-1991. Svo seldum við popp og stjórnuðum leikjum á vorhátíðum, unnum í sjoppunni á ungverjaböllum (10-12 ára), sinntum ýmsum hreinsunar- og þjóðþrifastörfum í hverfinu og ýmislegt fleira. Mál sem skipta máli Vanda var talsmaður unglingalýðræðis og frumkvöðull á því sviði í upphafi 10. áratugar síðustu aldar. Hún sendi nokkur okkar sem sátum í Árselsráði út í aðrar félagsmiðstöðvar að kynna unglingalýðræði sem var á þessum tíma frekar ókunnugt, og jafnvel óþægilegt viðfangsefni. Á nú að treysta unglingum til að ráða öllu í sinni félagsmiðstöð? Spurði fullorðið fólk og hristi höfuðið í undran. Já – sagði Vanda, að því gefnu að þau læri að rammar og lög setja þeim mörk. Af því að þau verða að læra að þekkja réttindi sín og skyldur. Við fundum alltaf til öryggis undir hennar verndarvæng, því hjá Vöndu haldast ábyrgð og traust hönd í hönd. Einn veturinn voru allir bekkir í Árbæjarskóla boðaðir í hópum út í Ársel í eineltisfræðslu. Þetta var í byrjun 10. áratugarins og einelti var ekki endilega orð sem öll okkar þekktu. Áður en hóparnir komu hafði Vanda skoðað myndir og nöfn allra krakka í öllum árgöngum skólans og lagt nöfnin á minnið. Því að það skiptir máli, í hópefli og fræðslu um mál sem skipta máli. Þannig var Vanda, hún lagði sig fram um að láta okkur finna að við skiptum öll máli, að góð og vinsamleg samskipti skiptu máli, að traust skipti máli. Unglingar fæddir 1976 í félagsmiðstöðinni Árseli 1990-1992. Vanda kýs traust og heilbrigði samskipti Svo var hún Vanda bara svo hrikalega skemmtileg! Við vorum sum hjá henni í klúbbnum Klúbblegur sem fór í ferðalög, við áttum vikulega fundi, settum mál á dagskrá en vorum líka bara að spila, keppa í einhverri vitleysu, hlæja og mikið óskaplega sem hún Vanda gat hlegið með okkur og að okkur. Það eina sem við áttum ekki sameiginlegt með Vöndu var fótboltinn. Við vorum listaspírur og fjallahjólafólk, nördar og pæjur, ræðumeistarar eða reykjandi töffarar í villingaúlpum. Það duldist okkur þó ekki að í fótboltaþjálfun og spilamennsku var hún í ástríðufullu essinu sínu. Í dag eigum sum okkar börn og ungmenni sem æfa fótbolta og við vitum að það skiptir máli að í KSÍ stjórni fólk sem stendur fyrir traust og heiðarleika. Ef við gætum kosið á ársþingi KSÍ þá myndum við kjósa Vöndu. Því hún kýs alltaf það besta fyrir börn og unglinga, hún kýs traust og heilbrigð samskipti. Alltaf. Áfram Vanda! Unglingar fæddir 1976 í félagsmiðstöðinni Árseli 1990-1992. Aðalheiður Kristinsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Bergþóra Guðmundsdóttir, Birgir Örn Steinarsson, Curver, Eggert Gíslason, Erna Kristín Gylfadóttir, Gauti Sigurgeirsson, Gréta Hergils, Guðmundur Arnar Ástvaldsson, Haukur Tómasson, Kolbrún Ósk Ívarsdóttir, Margrét Júlía Júlíusdóttir, Oddný Sturludóttir, Ólafur Thorarensen, Ólafur Ragnar Helgason, Ólöf Júlíusdóttir og Vignir Jónsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Þessa grein skrifar hópur fólks sem telst víst vera snemmmiðaldra árið 2022. En einu sinni vorum við unglingar í ört stækkandi úthverfi að nafni Árbær. Við áttum það sameiginlegt að elska félagsmiðstöðina okkar, Ársel. Þar var forstöðumaður að nafni Vanda Sigurgeirsdóttir, 24 ára gömul, sem átti eftir að setja mark sitt á okkur á djúpstæðari hátt en við – og kannski hún sjálf – áttuðum okkur á þá. Vanda var eldhugi í félagsmiðstöðvastarfi. Hún treysti okkur svo vel til að tækla alls kyns flókin mál, að við eiginlega skiljum það ekki enn þann dag í dag. Við söfnuðum okkur til dæmis fyrir utanlandsferð til Gautaborgar, til að hitta aðra unglinga og kynnast ungmennahúsum í sænskum stíl. Við söfnuðum okkur fyrir hverri krónu sjálf, með því til dæmis að þýða brandarabækur yfir á íslensku sem gefnar voru út af virðulegu bókaforlagi hér í borg. Við skipulögðum tveggja sólarhringalangt lærdómsmaraþon, sem við söfnuðum áheitum fyrir hjá allri Hraunbæjarblokkinni frá númerum 2-198 flest kvöld á köldum vetrarmánuðum veturinn 1990-1991. Svo seldum við popp og stjórnuðum leikjum á vorhátíðum, unnum í sjoppunni á ungverjaböllum (10-12 ára), sinntum ýmsum hreinsunar- og þjóðþrifastörfum í hverfinu og ýmislegt fleira. Mál sem skipta máli Vanda var talsmaður unglingalýðræðis og frumkvöðull á því sviði í upphafi 10. áratugar síðustu aldar. Hún sendi nokkur okkar sem sátum í Árselsráði út í aðrar félagsmiðstöðvar að kynna unglingalýðræði sem var á þessum tíma frekar ókunnugt, og jafnvel óþægilegt viðfangsefni. Á nú að treysta unglingum til að ráða öllu í sinni félagsmiðstöð? Spurði fullorðið fólk og hristi höfuðið í undran. Já – sagði Vanda, að því gefnu að þau læri að rammar og lög setja þeim mörk. Af því að þau verða að læra að þekkja réttindi sín og skyldur. Við fundum alltaf til öryggis undir hennar verndarvæng, því hjá Vöndu haldast ábyrgð og traust hönd í hönd. Einn veturinn voru allir bekkir í Árbæjarskóla boðaðir í hópum út í Ársel í eineltisfræðslu. Þetta var í byrjun 10. áratugarins og einelti var ekki endilega orð sem öll okkar þekktu. Áður en hóparnir komu hafði Vanda skoðað myndir og nöfn allra krakka í öllum árgöngum skólans og lagt nöfnin á minnið. Því að það skiptir máli, í hópefli og fræðslu um mál sem skipta máli. Þannig var Vanda, hún lagði sig fram um að láta okkur finna að við skiptum öll máli, að góð og vinsamleg samskipti skiptu máli, að traust skipti máli. Unglingar fæddir 1976 í félagsmiðstöðinni Árseli 1990-1992. Vanda kýs traust og heilbrigði samskipti Svo var hún Vanda bara svo hrikalega skemmtileg! Við vorum sum hjá henni í klúbbnum Klúbblegur sem fór í ferðalög, við áttum vikulega fundi, settum mál á dagskrá en vorum líka bara að spila, keppa í einhverri vitleysu, hlæja og mikið óskaplega sem hún Vanda gat hlegið með okkur og að okkur. Það eina sem við áttum ekki sameiginlegt með Vöndu var fótboltinn. Við vorum listaspírur og fjallahjólafólk, nördar og pæjur, ræðumeistarar eða reykjandi töffarar í villingaúlpum. Það duldist okkur þó ekki að í fótboltaþjálfun og spilamennsku var hún í ástríðufullu essinu sínu. Í dag eigum sum okkar börn og ungmenni sem æfa fótbolta og við vitum að það skiptir máli að í KSÍ stjórni fólk sem stendur fyrir traust og heiðarleika. Ef við gætum kosið á ársþingi KSÍ þá myndum við kjósa Vöndu. Því hún kýs alltaf það besta fyrir börn og unglinga, hún kýs traust og heilbrigð samskipti. Alltaf. Áfram Vanda! Unglingar fæddir 1976 í félagsmiðstöðinni Árseli 1990-1992. Aðalheiður Kristinsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Bergþóra Guðmundsdóttir, Birgir Örn Steinarsson, Curver, Eggert Gíslason, Erna Kristín Gylfadóttir, Gauti Sigurgeirsson, Gréta Hergils, Guðmundur Arnar Ástvaldsson, Haukur Tómasson, Kolbrún Ósk Ívarsdóttir, Margrét Júlía Júlíusdóttir, Oddný Sturludóttir, Ólafur Thorarensen, Ólafur Ragnar Helgason, Ólöf Júlíusdóttir og Vignir Jónsson.
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar