Kjósum það besta – eins og Vanda! Hópur stuðningsfólks Vöndu Sigurgeirsdóttur skrifar 24. febrúar 2022 09:31 Þessa grein skrifar hópur fólks sem telst víst vera snemmmiðaldra árið 2022. En einu sinni vorum við unglingar í ört stækkandi úthverfi að nafni Árbær. Við áttum það sameiginlegt að elska félagsmiðstöðina okkar, Ársel. Þar var forstöðumaður að nafni Vanda Sigurgeirsdóttir, 24 ára gömul, sem átti eftir að setja mark sitt á okkur á djúpstæðari hátt en við – og kannski hún sjálf – áttuðum okkur á þá. Vanda var eldhugi í félagsmiðstöðvastarfi. Hún treysti okkur svo vel til að tækla alls kyns flókin mál, að við eiginlega skiljum það ekki enn þann dag í dag. Við söfnuðum okkur til dæmis fyrir utanlandsferð til Gautaborgar, til að hitta aðra unglinga og kynnast ungmennahúsum í sænskum stíl. Við söfnuðum okkur fyrir hverri krónu sjálf, með því til dæmis að þýða brandarabækur yfir á íslensku sem gefnar voru út af virðulegu bókaforlagi hér í borg. Við skipulögðum tveggja sólarhringalangt lærdómsmaraþon, sem við söfnuðum áheitum fyrir hjá allri Hraunbæjarblokkinni frá númerum 2-198 flest kvöld á köldum vetrarmánuðum veturinn 1990-1991. Svo seldum við popp og stjórnuðum leikjum á vorhátíðum, unnum í sjoppunni á ungverjaböllum (10-12 ára), sinntum ýmsum hreinsunar- og þjóðþrifastörfum í hverfinu og ýmislegt fleira. Mál sem skipta máli Vanda var talsmaður unglingalýðræðis og frumkvöðull á því sviði í upphafi 10. áratugar síðustu aldar. Hún sendi nokkur okkar sem sátum í Árselsráði út í aðrar félagsmiðstöðvar að kynna unglingalýðræði sem var á þessum tíma frekar ókunnugt, og jafnvel óþægilegt viðfangsefni. Á nú að treysta unglingum til að ráða öllu í sinni félagsmiðstöð? Spurði fullorðið fólk og hristi höfuðið í undran. Já – sagði Vanda, að því gefnu að þau læri að rammar og lög setja þeim mörk. Af því að þau verða að læra að þekkja réttindi sín og skyldur. Við fundum alltaf til öryggis undir hennar verndarvæng, því hjá Vöndu haldast ábyrgð og traust hönd í hönd. Einn veturinn voru allir bekkir í Árbæjarskóla boðaðir í hópum út í Ársel í eineltisfræðslu. Þetta var í byrjun 10. áratugarins og einelti var ekki endilega orð sem öll okkar þekktu. Áður en hóparnir komu hafði Vanda skoðað myndir og nöfn allra krakka í öllum árgöngum skólans og lagt nöfnin á minnið. Því að það skiptir máli, í hópefli og fræðslu um mál sem skipta máli. Þannig var Vanda, hún lagði sig fram um að láta okkur finna að við skiptum öll máli, að góð og vinsamleg samskipti skiptu máli, að traust skipti máli. Unglingar fæddir 1976 í félagsmiðstöðinni Árseli 1990-1992. Vanda kýs traust og heilbrigði samskipti Svo var hún Vanda bara svo hrikalega skemmtileg! Við vorum sum hjá henni í klúbbnum Klúbblegur sem fór í ferðalög, við áttum vikulega fundi, settum mál á dagskrá en vorum líka bara að spila, keppa í einhverri vitleysu, hlæja og mikið óskaplega sem hún Vanda gat hlegið með okkur og að okkur. Það eina sem við áttum ekki sameiginlegt með Vöndu var fótboltinn. Við vorum listaspírur og fjallahjólafólk, nördar og pæjur, ræðumeistarar eða reykjandi töffarar í villingaúlpum. Það duldist okkur þó ekki að í fótboltaþjálfun og spilamennsku var hún í ástríðufullu essinu sínu. Í dag eigum sum okkar börn og ungmenni sem æfa fótbolta og við vitum að það skiptir máli að í KSÍ stjórni fólk sem stendur fyrir traust og heiðarleika. Ef við gætum kosið á ársþingi KSÍ þá myndum við kjósa Vöndu. Því hún kýs alltaf það besta fyrir börn og unglinga, hún kýs traust og heilbrigð samskipti. Alltaf. Áfram Vanda! Unglingar fæddir 1976 í félagsmiðstöðinni Árseli 1990-1992. Aðalheiður Kristinsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Bergþóra Guðmundsdóttir, Birgir Örn Steinarsson, Curver, Eggert Gíslason, Erna Kristín Gylfadóttir, Gauti Sigurgeirsson, Gréta Hergils, Guðmundur Arnar Ástvaldsson, Haukur Tómasson, Kolbrún Ósk Ívarsdóttir, Margrét Júlía Júlíusdóttir, Oddný Sturludóttir, Ólafur Thorarensen, Ólafur Ragnar Helgason, Ólöf Júlíusdóttir og Vignir Jónsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Þessa grein skrifar hópur fólks sem telst víst vera snemmmiðaldra árið 2022. En einu sinni vorum við unglingar í ört stækkandi úthverfi að nafni Árbær. Við áttum það sameiginlegt að elska félagsmiðstöðina okkar, Ársel. Þar var forstöðumaður að nafni Vanda Sigurgeirsdóttir, 24 ára gömul, sem átti eftir að setja mark sitt á okkur á djúpstæðari hátt en við – og kannski hún sjálf – áttuðum okkur á þá. Vanda var eldhugi í félagsmiðstöðvastarfi. Hún treysti okkur svo vel til að tækla alls kyns flókin mál, að við eiginlega skiljum það ekki enn þann dag í dag. Við söfnuðum okkur til dæmis fyrir utanlandsferð til Gautaborgar, til að hitta aðra unglinga og kynnast ungmennahúsum í sænskum stíl. Við söfnuðum okkur fyrir hverri krónu sjálf, með því til dæmis að þýða brandarabækur yfir á íslensku sem gefnar voru út af virðulegu bókaforlagi hér í borg. Við skipulögðum tveggja sólarhringalangt lærdómsmaraþon, sem við söfnuðum áheitum fyrir hjá allri Hraunbæjarblokkinni frá númerum 2-198 flest kvöld á köldum vetrarmánuðum veturinn 1990-1991. Svo seldum við popp og stjórnuðum leikjum á vorhátíðum, unnum í sjoppunni á ungverjaböllum (10-12 ára), sinntum ýmsum hreinsunar- og þjóðþrifastörfum í hverfinu og ýmislegt fleira. Mál sem skipta máli Vanda var talsmaður unglingalýðræðis og frumkvöðull á því sviði í upphafi 10. áratugar síðustu aldar. Hún sendi nokkur okkar sem sátum í Árselsráði út í aðrar félagsmiðstöðvar að kynna unglingalýðræði sem var á þessum tíma frekar ókunnugt, og jafnvel óþægilegt viðfangsefni. Á nú að treysta unglingum til að ráða öllu í sinni félagsmiðstöð? Spurði fullorðið fólk og hristi höfuðið í undran. Já – sagði Vanda, að því gefnu að þau læri að rammar og lög setja þeim mörk. Af því að þau verða að læra að þekkja réttindi sín og skyldur. Við fundum alltaf til öryggis undir hennar verndarvæng, því hjá Vöndu haldast ábyrgð og traust hönd í hönd. Einn veturinn voru allir bekkir í Árbæjarskóla boðaðir í hópum út í Ársel í eineltisfræðslu. Þetta var í byrjun 10. áratugarins og einelti var ekki endilega orð sem öll okkar þekktu. Áður en hóparnir komu hafði Vanda skoðað myndir og nöfn allra krakka í öllum árgöngum skólans og lagt nöfnin á minnið. Því að það skiptir máli, í hópefli og fræðslu um mál sem skipta máli. Þannig var Vanda, hún lagði sig fram um að láta okkur finna að við skiptum öll máli, að góð og vinsamleg samskipti skiptu máli, að traust skipti máli. Unglingar fæddir 1976 í félagsmiðstöðinni Árseli 1990-1992. Vanda kýs traust og heilbrigði samskipti Svo var hún Vanda bara svo hrikalega skemmtileg! Við vorum sum hjá henni í klúbbnum Klúbblegur sem fór í ferðalög, við áttum vikulega fundi, settum mál á dagskrá en vorum líka bara að spila, keppa í einhverri vitleysu, hlæja og mikið óskaplega sem hún Vanda gat hlegið með okkur og að okkur. Það eina sem við áttum ekki sameiginlegt með Vöndu var fótboltinn. Við vorum listaspírur og fjallahjólafólk, nördar og pæjur, ræðumeistarar eða reykjandi töffarar í villingaúlpum. Það duldist okkur þó ekki að í fótboltaþjálfun og spilamennsku var hún í ástríðufullu essinu sínu. Í dag eigum sum okkar börn og ungmenni sem æfa fótbolta og við vitum að það skiptir máli að í KSÍ stjórni fólk sem stendur fyrir traust og heiðarleika. Ef við gætum kosið á ársþingi KSÍ þá myndum við kjósa Vöndu. Því hún kýs alltaf það besta fyrir börn og unglinga, hún kýs traust og heilbrigð samskipti. Alltaf. Áfram Vanda! Unglingar fæddir 1976 í félagsmiðstöðinni Árseli 1990-1992. Aðalheiður Kristinsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Bergþóra Guðmundsdóttir, Birgir Örn Steinarsson, Curver, Eggert Gíslason, Erna Kristín Gylfadóttir, Gauti Sigurgeirsson, Gréta Hergils, Guðmundur Arnar Ástvaldsson, Haukur Tómasson, Kolbrún Ósk Ívarsdóttir, Margrét Júlía Júlíusdóttir, Oddný Sturludóttir, Ólafur Thorarensen, Ólafur Ragnar Helgason, Ólöf Júlíusdóttir og Vignir Jónsson.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun