Dómurinn yfir Þormóði staðfestur fyrir hnefahöggið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2022 15:54 Þormóður Árni Jónsson var fánaberi Íslands á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. GETTY/LARS BARON Landsréttur hefur staðfest þrjátíu daga fangelsisdóm yfir Þormóði Árna Jónssyni, þreföldum Ólympíufara og fánabera Íslands á leikunum í Ríó 2016, fyrir líkamsárás. Þormóður var sakfelldur fyrir að slá dyravörð með krepptum hnefa eftir að hafa rifist við eiganda Lebowski bar sem hafði vísað honum út af barnum. Þormóður var handtekinn eftir að lögregla kom á vettvang, en þá héldu fjórir dyraverðir honum niðri og var hann mjög æstur. Hafði hann þá veitt dyraverðinum hnefahögg, en fyrir dómi sagðist dyravörðurinn hafa kannast við Þormóð. Hann hafi vitað að „hann væri stór maður og því væri ástæða til að hemja hann“ þar sem hann hafi verið mjög æstur. Þegar lögregla kom á vettvang veitti Þormóður mikla mótspyrnu við handtöku og fylgdi ekki fyrirmælum. Segir í dómi Héraðsdóms að hann hafi meðal annars rifið í hönd lögreglukonu þegar hún reyndi að losa hægri hönd hans og sýndi hann ógnandi tilburði gagnvart annarri, líkt og hann hafi ætlað að skalla hana. Landsréttur féllst ekki á að háttsemi hans hefði réttlæst af neyðarvörn. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Þormóður hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Á hinn bóginn hefði atlaga hans verið hættuleg þar sem hún hefði beinst að höfði dyravarðarins. Þá væri ekki unnt að líta svo á að líkamsárásin hefði verið unnin í áflogum eða átökum, sem hefði heimilað refsilækkun eða að fella refsingu niður. Enn fremur var vísað til þess að óútskýrðar tafir hefðu orðið á meðferð málsins hjá lögreglu sem Þormóði yrði ekki kennt um. Refsing hans var ákveðin fangelsi í 30 daga en fullnustu refsingarinnar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Dómur Landsréttar. Dómsmál Júdó Næturlíf Tengdar fréttir Ólympíufari dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að slá dyravörð Þormóður Jónsson var í lok síðasta mánaðar dæmdur í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás aðfaranótt Þorláksmessu árið 2018. Þormóður, sem er þrefaldur Ólympíufari og var fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, sló dyravörð með krepptum hnefa eftir að hafa rifist við eiganda Lebowski bar sem honum hafði verið vísað út af. 6. maí 2021 18:15 Fánaberi Íslands í Ríó ákærður fyrir líkamsárás Þormóður Jónsson, þrefaldur Ólympíufari og fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á dyravörð á Lewboski bar aðfaranótt Þorláksmessu 2018. Þormóður segist í stuttu samtali við Vísi ekki hafa ráðist á neinn. Um vitleysu sé að ræða. 9. mars 2021 07:01 Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Þormóður var handtekinn eftir að lögregla kom á vettvang, en þá héldu fjórir dyraverðir honum niðri og var hann mjög æstur. Hafði hann þá veitt dyraverðinum hnefahögg, en fyrir dómi sagðist dyravörðurinn hafa kannast við Þormóð. Hann hafi vitað að „hann væri stór maður og því væri ástæða til að hemja hann“ þar sem hann hafi verið mjög æstur. Þegar lögregla kom á vettvang veitti Þormóður mikla mótspyrnu við handtöku og fylgdi ekki fyrirmælum. Segir í dómi Héraðsdóms að hann hafi meðal annars rifið í hönd lögreglukonu þegar hún reyndi að losa hægri hönd hans og sýndi hann ógnandi tilburði gagnvart annarri, líkt og hann hafi ætlað að skalla hana. Landsréttur féllst ekki á að háttsemi hans hefði réttlæst af neyðarvörn. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Þormóður hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Á hinn bóginn hefði atlaga hans verið hættuleg þar sem hún hefði beinst að höfði dyravarðarins. Þá væri ekki unnt að líta svo á að líkamsárásin hefði verið unnin í áflogum eða átökum, sem hefði heimilað refsilækkun eða að fella refsingu niður. Enn fremur var vísað til þess að óútskýrðar tafir hefðu orðið á meðferð málsins hjá lögreglu sem Þormóði yrði ekki kennt um. Refsing hans var ákveðin fangelsi í 30 daga en fullnustu refsingarinnar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Dómur Landsréttar.
Dómsmál Júdó Næturlíf Tengdar fréttir Ólympíufari dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að slá dyravörð Þormóður Jónsson var í lok síðasta mánaðar dæmdur í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás aðfaranótt Þorláksmessu árið 2018. Þormóður, sem er þrefaldur Ólympíufari og var fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, sló dyravörð með krepptum hnefa eftir að hafa rifist við eiganda Lebowski bar sem honum hafði verið vísað út af. 6. maí 2021 18:15 Fánaberi Íslands í Ríó ákærður fyrir líkamsárás Þormóður Jónsson, þrefaldur Ólympíufari og fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á dyravörð á Lewboski bar aðfaranótt Þorláksmessu 2018. Þormóður segist í stuttu samtali við Vísi ekki hafa ráðist á neinn. Um vitleysu sé að ræða. 9. mars 2021 07:01 Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Ólympíufari dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að slá dyravörð Þormóður Jónsson var í lok síðasta mánaðar dæmdur í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás aðfaranótt Þorláksmessu árið 2018. Þormóður, sem er þrefaldur Ólympíufari og var fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, sló dyravörð með krepptum hnefa eftir að hafa rifist við eiganda Lebowski bar sem honum hafði verið vísað út af. 6. maí 2021 18:15
Fánaberi Íslands í Ríó ákærður fyrir líkamsárás Þormóður Jónsson, þrefaldur Ólympíufari og fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á dyravörð á Lewboski bar aðfaranótt Þorláksmessu 2018. Þormóður segist í stuttu samtali við Vísi ekki hafa ráðist á neinn. Um vitleysu sé að ræða. 9. mars 2021 07:01