Spánverjar áhyggjufullir - öfgahægriflokkur í mikilli sókn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 5. mars 2022 09:26 Santiago Abascal er formaður VOX. Eduardo Parra/Getty Meirihluti Spánverja hefur miklar áhyggjur af því að þjóðernisflokkur yst á hægri væng stjórnmála gæti sest í ríkisstjórn landsins. 30 prósent þjóðarinnar telja flokkinn hreinræktaðan fasistaflokk. Stjórnmálaflokkurinn VOX er innan við 10 ára gamall. Framan af afgreiddi lungi fólks hann sem jaðarflokk sem ekki væri líklegur til stórræðanna. Almenningur á Spáni virtist einfaldlega ekki ekki jafn ginnkeyptur fyrir öfgakenndum þjóðernisboðskap og margar aðrar þjóðir í Evrópu. Aðallega kannski vegna þess að Spánverjar bjuggu á síðustu öld við 40 ára einræði byggt á hugmyndafræði fasisma. Og enn eru of margir sem muna þá tíma. VOX vex hratt En VOX vex, og það hratt. Flokkurinn er nú 3. stærsti flokkurinn á spænska þinginu og í síðustu viku vann hann stórsigur í kosningum í sjálfsstjórnarhéraðinu Kastilía-León á Mið-Spáni, fór úr einum þingmanni í 13 og erfitt að sjá hvernig hægt verður að mynda stjórn þar án hans. Mjög stór hluti spænsku þjóðarinnar hefur miklar áhyggjur af uppgangi VOX. Í stórri könnun sem kynnt var í vikunni kemur fram að 70% þjóðarinnar telja flokkinn vera öfgahægriflokk og 30% telja hann hreinræktaðan fasistaflokk. Tæp 60% kjósenda hafa áhyggjur eða eru beinlínis hrædd við að flokkurinn komist í ríkisstjórn landsins. Vill banna stjórnmálaflokka sem berjast fyrir sjálfstæði Á stefnuskrá VOX er meðal annars að banna með lögum flokka sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu, Baskalands eða annarra sjálfsstjórnarhéraða, flokkurinn er andsnúinn innflytjendum, leiðtogar flokksins fullyrtu meðal annars í fyrra að auknir glæpir gegn samkynhneigðum væru innflytjendum að kenna, flokkurinn vill afnema lög sem ætlað er að sporna við kynbundnu ofbeldi, sem og lög sem heimila þungunarrof og líknardráp. Þá vill flokkurinn auka að nýju miðstýringu ríkisins, hefja kirkjuna til virðingar sem og nautaat sem á verulega í vök að verjast hér á Spáni. Stjórnmálaskýrendur segja að þessi dægrin sé VOX í einstaklega góðu sóknarfæri. Stærsti hægri flokkur landsins, Lýðflokkurinn, logar stafnana á milli vegna spillingarmála, formaður hans er rúinn trausti og á meðan fitnar púkinn á fjósbitanum. Formaður VOX, Santiago Abascal, er því eðlilega fullur sjálftrausts og hann fullyrti á blaðamannafundi í vikunni, að þess yrði ekki langt að bíða að VOX yrði stærsti flokkur Spánar. Til þess hefði flokkurinn alla burði. Spánn Tengdar fréttir Þúsundir mótmæltu samfélagslegum takmörkunum á Spáni Þúsundir mótmæltu í gær viðbrögðum spænskra stjórnvalda við faraldri kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Öfgahægriflokkur í landinu hvatti til mótmælanna. 24. maí 2020 07:53 Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Stjórnmálaflokkurinn VOX er innan við 10 ára gamall. Framan af afgreiddi lungi fólks hann sem jaðarflokk sem ekki væri líklegur til stórræðanna. Almenningur á Spáni virtist einfaldlega ekki ekki jafn ginnkeyptur fyrir öfgakenndum þjóðernisboðskap og margar aðrar þjóðir í Evrópu. Aðallega kannski vegna þess að Spánverjar bjuggu á síðustu öld við 40 ára einræði byggt á hugmyndafræði fasisma. Og enn eru of margir sem muna þá tíma. VOX vex hratt En VOX vex, og það hratt. Flokkurinn er nú 3. stærsti flokkurinn á spænska þinginu og í síðustu viku vann hann stórsigur í kosningum í sjálfsstjórnarhéraðinu Kastilía-León á Mið-Spáni, fór úr einum þingmanni í 13 og erfitt að sjá hvernig hægt verður að mynda stjórn þar án hans. Mjög stór hluti spænsku þjóðarinnar hefur miklar áhyggjur af uppgangi VOX. Í stórri könnun sem kynnt var í vikunni kemur fram að 70% þjóðarinnar telja flokkinn vera öfgahægriflokk og 30% telja hann hreinræktaðan fasistaflokk. Tæp 60% kjósenda hafa áhyggjur eða eru beinlínis hrædd við að flokkurinn komist í ríkisstjórn landsins. Vill banna stjórnmálaflokka sem berjast fyrir sjálfstæði Á stefnuskrá VOX er meðal annars að banna með lögum flokka sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu, Baskalands eða annarra sjálfsstjórnarhéraða, flokkurinn er andsnúinn innflytjendum, leiðtogar flokksins fullyrtu meðal annars í fyrra að auknir glæpir gegn samkynhneigðum væru innflytjendum að kenna, flokkurinn vill afnema lög sem ætlað er að sporna við kynbundnu ofbeldi, sem og lög sem heimila þungunarrof og líknardráp. Þá vill flokkurinn auka að nýju miðstýringu ríkisins, hefja kirkjuna til virðingar sem og nautaat sem á verulega í vök að verjast hér á Spáni. Stjórnmálaskýrendur segja að þessi dægrin sé VOX í einstaklega góðu sóknarfæri. Stærsti hægri flokkur landsins, Lýðflokkurinn, logar stafnana á milli vegna spillingarmála, formaður hans er rúinn trausti og á meðan fitnar púkinn á fjósbitanum. Formaður VOX, Santiago Abascal, er því eðlilega fullur sjálftrausts og hann fullyrti á blaðamannafundi í vikunni, að þess yrði ekki langt að bíða að VOX yrði stærsti flokkur Spánar. Til þess hefði flokkurinn alla burði.
Spánn Tengdar fréttir Þúsundir mótmæltu samfélagslegum takmörkunum á Spáni Þúsundir mótmæltu í gær viðbrögðum spænskra stjórnvalda við faraldri kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Öfgahægriflokkur í landinu hvatti til mótmælanna. 24. maí 2020 07:53 Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Þúsundir mótmæltu samfélagslegum takmörkunum á Spáni Þúsundir mótmæltu í gær viðbrögðum spænskra stjórnvalda við faraldri kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Öfgahægriflokkur í landinu hvatti til mótmælanna. 24. maí 2020 07:53
Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15