Skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfestir brotalamir í tollaframkvæmd Erna Bjarnadóttir skrifar 28. febrúar 2022 21:01 Þann 21. febrúar sl. kynnti Ríkisendurskoðun niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar á tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða. Skýrslan dregur fram hvernig tollaframkvæmd og tollaeftirlit fer fram á Íslandi. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) velur að mála niðurstöður skýrslunnar skrautlegum litum í grein hér á visir.is. þann 25. febrúar sl. Hann fullyrðir þar að skýrslan hreki ásakanir um tollasvindl og vísar þar m.a. til viðtals við greinarhöfund á sjónvarpsstöðinni Hringbraut á síðasta ári. Nú er þar skemmst frá að segja að „sínum augum lítur hver á silfrið“ – verður hér vísað í nokkur atriði því til stuðnings. Hvað stendur í skýrslunni? Ástæða þess að Ríkisendurskoðun tók tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða til skoðunar var m.a. sú staðreynd að svo virtist sem að í einhverjum tilvikum væri rangt staðið að tollflokkun erlendra landbúnaðarvara hér á landi. Í niðurstöðukafla úttektarinnar kemur skýrt fram að alvarlegir annmarkar hafi verið á stjórnsýslu tollamála vegna innflutnings landbúnaðarvara. Þá segir að brotalamir séu á tolleftirliti/vöruskoðun landbúnaðarvara, auk þess sem að allnokkurt misræmi sé milli útflutningstalna ESB og innflutningstalna frá Hagstofu Íslands. Framkvæmdastjóri FA sér einhverja allt aðra niðurstöðu. Af grein hans má ráða að skýrslan sýni að ábendingar um ranga tollflokkun við innflutning á pitsaosti hafi ekki átt við nein rök að styðjast og að skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti niðurstöður innanhússrannsóknar FA um innflutning eigin félagsmanna á pitsaosti. Nú hefur greinarhöfundur lesið skýrslu Ríkisendurskoðunar og sér ekki að nokkuð af þessu komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þvert á móti gengur Ríkisendurskoðun langt í sinni umfjöllun um upplýsingagjöf innflutningsfyrirtækja til tollyfirvalda í tengslum við innflutning landbúnaðarafurða. Þar segir m.a. eftirfarandi: „Fullyrða má að möguleg misflokkun eða undanskot við innflutning á landbúnaðarafurðum geti því varðað háar fjárhæðir og mikilvæga hagsmuni um heilbrigði manna, dýra og plantna. Gildir þá einu hvort um er að ræða ranga upplýsingagjöf til tollyfirvalda af ásetningi eða gáleysi.“ Hér er vart skemur gengið en greinarhöfundur gerði í fyrrnefndum sjónvarpsþætti. Ásakanir FA um afskipti yfirstjórnar stjórnsýslunnar Í grein sinni leyfir framkvæmdastjóri FA sér einnig að saka fjármálaráðuneytið og atvinnuvegaráðuneytið um að hafa látið undan þrýstingi hagsmunaaðila, auk þess sem að þessi tvö ráðuneyti hafi beitt Skattinn þrýstingi „...til að þvinga fram endurtollflokkun [pitsuosta]...“. Þessu er enginn staður fundinn í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þvert á móti segir í skýrslunni að: „Ríkisendurskoðun telur gagnrýnivert með hvaða hætti Skatturinn brást við athugasemdum hagsmunaaðila um tollflokkun svokallaðs jurtaosts á fyrri hluta ársins 2020, þá sérstaklega í ljósi þess bindandi álits sem Skatturinn hafði gefið út um tollflokkun [pitsaosts]. Í framhaldinu voru athafnir Skattsins í málinu þversagnakenndar og til þess fallnar að skapa tortryggni gagnvart tollframkvæmd.“ Ég held raunar að framkvæmdastjórinn og hans liðsmenn hafi sjálfir leitast við að hafa áhrif, um það vitna tölvupóstar sem aflað hefur verið afrita af á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Sama má segja um yfirlýsingar fulltrúa FA í garð stjórnvalda og dómstóla vegna innflutnings erlendra landbúnaðarvara. Hér er ekki um neitt nýtt að ræða. Alþekkt er hins vegar þegar fulltrúar FA sökuðu Kristján Þ. Júlíusson, fv. landbúnaðarráðherra, um stjórnarskrárbrot og brot gegn lögum um ráðherraábyrgð vegna úthlutunar hans á tollkvótum Var fullyrt að draga ætti ráðherrann fyrir landsdóm. Höfðað var mál á hendur íslenska ríkinu vegna stjórnsýslu ráðherrans en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að stjórnsýsla ráðherrans stæðist kröfur stjórnarskrárinnar. Dómur Landsréttar um tollflokkun pitsaosts Eitt þeirra mála sem framkvæmdastjórinn gerir að umtalsefni er nýlegur dómur Landsréttar í máli er varðaði tollflokkun pitsaosts. Rétt er að fara nokkrum orðum um þá niðurstöðu. Þann 11. febrúar sl. féll dómur í Landsrétti í máli sem innflutningsfyrirtæki rifins pitsaosts höfðaði gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Skattsins um að greiða ætti toll af ostinum. Hugðist fyrirtækið með málshöfðun sinni hnekkja þeirri niðurstöðu að hinn rifni ostur skyldi tollflokkast sem mjólkurostur – m.ö.o. að engan toll ætti að greiða af ostinum. Skemmst er frá því að segja að Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hinn rifni ostur væri mjólkurostur og skyldi þegar af þeirri ástæðu greiddur tollur við innflutning vörunnar. Þá var innflutningsfyrirtækinu gert að greiða málskostnað á báðum dómsstigum. Nú verður þessum dómi Landsréttar ekki hnekkt með óljósum tilvitnunum í skýrslu Ríkisendurskoðunar, eins og álykta má af umfjöllun FA. Landsréttur er hluti dómsvaldsins en Ríkisendurskoðun er eftirlitsstofnun Alþingis. Ekki er ástæða til að svara umfjöllun framkvæmdastjórans um efnislega niðurstöðu Landsréttar enda hefur allri þeirri gagnrýni nú þegar verið svarað í dómi héraðsdóms svo og dómi Landsréttar. Niðurlag Í niðurlagi greinar sinnar fullyrðir framkvæmdastjórinn að allt sem FA hafi haldið fram sé staðfest í úttekt Ríkisendurskoðunar. Er þetta mjög sérstök niðurstaða þar sem rannsóknarefni úttektar Ríkisendurskoðunar var ekki yfirlýsingar FA heldur tolleftirlit og tollframkvæmd Skattsins. Að fenginni úttekt Ríkisendurskoðunar er það nú verkefni stjórnvalda að bæta og efla þessa stjórnsýslu tollamála. Niðurstöður Ríkisendurskoðunar eru skýrar hvað þetta varðar og koma þar fram mjög gagnlegar ábendingar um það hvernig betur megi standa að málum. Er til mikils að vinna enda getur ólögmætur inn- og útflutningur vöru haft í för með sér „hættu fyrir öryggi, umhverfi og heilsu almennings“, svo vitnað sé til úttektarinnar sjálfrar. Höfundur er verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skattar og tollar Stjórnsýsla Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Skýrsla Ríkisendurskoðunar hrekur ásakanir um tollasvindl Niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða sýna með óyggjandi hætti að ásakanir Bændasamtaka Íslands og Mjólkursamsölunnar á hendur innflutningsfyrirtækjum, um stórfellt svindl við innflutning á pitsuosti, áttu ekki við nein rök að styðjast. 25. febrúar 2022 08:00 Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 21. febrúar sl. kynnti Ríkisendurskoðun niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar á tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða. Skýrslan dregur fram hvernig tollaframkvæmd og tollaeftirlit fer fram á Íslandi. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) velur að mála niðurstöður skýrslunnar skrautlegum litum í grein hér á visir.is. þann 25. febrúar sl. Hann fullyrðir þar að skýrslan hreki ásakanir um tollasvindl og vísar þar m.a. til viðtals við greinarhöfund á sjónvarpsstöðinni Hringbraut á síðasta ári. Nú er þar skemmst frá að segja að „sínum augum lítur hver á silfrið“ – verður hér vísað í nokkur atriði því til stuðnings. Hvað stendur í skýrslunni? Ástæða þess að Ríkisendurskoðun tók tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða til skoðunar var m.a. sú staðreynd að svo virtist sem að í einhverjum tilvikum væri rangt staðið að tollflokkun erlendra landbúnaðarvara hér á landi. Í niðurstöðukafla úttektarinnar kemur skýrt fram að alvarlegir annmarkar hafi verið á stjórnsýslu tollamála vegna innflutnings landbúnaðarvara. Þá segir að brotalamir séu á tolleftirliti/vöruskoðun landbúnaðarvara, auk þess sem að allnokkurt misræmi sé milli útflutningstalna ESB og innflutningstalna frá Hagstofu Íslands. Framkvæmdastjóri FA sér einhverja allt aðra niðurstöðu. Af grein hans má ráða að skýrslan sýni að ábendingar um ranga tollflokkun við innflutning á pitsaosti hafi ekki átt við nein rök að styðjast og að skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti niðurstöður innanhússrannsóknar FA um innflutning eigin félagsmanna á pitsaosti. Nú hefur greinarhöfundur lesið skýrslu Ríkisendurskoðunar og sér ekki að nokkuð af þessu komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þvert á móti gengur Ríkisendurskoðun langt í sinni umfjöllun um upplýsingagjöf innflutningsfyrirtækja til tollyfirvalda í tengslum við innflutning landbúnaðarafurða. Þar segir m.a. eftirfarandi: „Fullyrða má að möguleg misflokkun eða undanskot við innflutning á landbúnaðarafurðum geti því varðað háar fjárhæðir og mikilvæga hagsmuni um heilbrigði manna, dýra og plantna. Gildir þá einu hvort um er að ræða ranga upplýsingagjöf til tollyfirvalda af ásetningi eða gáleysi.“ Hér er vart skemur gengið en greinarhöfundur gerði í fyrrnefndum sjónvarpsþætti. Ásakanir FA um afskipti yfirstjórnar stjórnsýslunnar Í grein sinni leyfir framkvæmdastjóri FA sér einnig að saka fjármálaráðuneytið og atvinnuvegaráðuneytið um að hafa látið undan þrýstingi hagsmunaaðila, auk þess sem að þessi tvö ráðuneyti hafi beitt Skattinn þrýstingi „...til að þvinga fram endurtollflokkun [pitsuosta]...“. Þessu er enginn staður fundinn í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þvert á móti segir í skýrslunni að: „Ríkisendurskoðun telur gagnrýnivert með hvaða hætti Skatturinn brást við athugasemdum hagsmunaaðila um tollflokkun svokallaðs jurtaosts á fyrri hluta ársins 2020, þá sérstaklega í ljósi þess bindandi álits sem Skatturinn hafði gefið út um tollflokkun [pitsaosts]. Í framhaldinu voru athafnir Skattsins í málinu þversagnakenndar og til þess fallnar að skapa tortryggni gagnvart tollframkvæmd.“ Ég held raunar að framkvæmdastjórinn og hans liðsmenn hafi sjálfir leitast við að hafa áhrif, um það vitna tölvupóstar sem aflað hefur verið afrita af á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Sama má segja um yfirlýsingar fulltrúa FA í garð stjórnvalda og dómstóla vegna innflutnings erlendra landbúnaðarvara. Hér er ekki um neitt nýtt að ræða. Alþekkt er hins vegar þegar fulltrúar FA sökuðu Kristján Þ. Júlíusson, fv. landbúnaðarráðherra, um stjórnarskrárbrot og brot gegn lögum um ráðherraábyrgð vegna úthlutunar hans á tollkvótum Var fullyrt að draga ætti ráðherrann fyrir landsdóm. Höfðað var mál á hendur íslenska ríkinu vegna stjórnsýslu ráðherrans en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að stjórnsýsla ráðherrans stæðist kröfur stjórnarskrárinnar. Dómur Landsréttar um tollflokkun pitsaosts Eitt þeirra mála sem framkvæmdastjórinn gerir að umtalsefni er nýlegur dómur Landsréttar í máli er varðaði tollflokkun pitsaosts. Rétt er að fara nokkrum orðum um þá niðurstöðu. Þann 11. febrúar sl. féll dómur í Landsrétti í máli sem innflutningsfyrirtæki rifins pitsaosts höfðaði gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Skattsins um að greiða ætti toll af ostinum. Hugðist fyrirtækið með málshöfðun sinni hnekkja þeirri niðurstöðu að hinn rifni ostur skyldi tollflokkast sem mjólkurostur – m.ö.o. að engan toll ætti að greiða af ostinum. Skemmst er frá því að segja að Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hinn rifni ostur væri mjólkurostur og skyldi þegar af þeirri ástæðu greiddur tollur við innflutning vörunnar. Þá var innflutningsfyrirtækinu gert að greiða málskostnað á báðum dómsstigum. Nú verður þessum dómi Landsréttar ekki hnekkt með óljósum tilvitnunum í skýrslu Ríkisendurskoðunar, eins og álykta má af umfjöllun FA. Landsréttur er hluti dómsvaldsins en Ríkisendurskoðun er eftirlitsstofnun Alþingis. Ekki er ástæða til að svara umfjöllun framkvæmdastjórans um efnislega niðurstöðu Landsréttar enda hefur allri þeirri gagnrýni nú þegar verið svarað í dómi héraðsdóms svo og dómi Landsréttar. Niðurlag Í niðurlagi greinar sinnar fullyrðir framkvæmdastjórinn að allt sem FA hafi haldið fram sé staðfest í úttekt Ríkisendurskoðunar. Er þetta mjög sérstök niðurstaða þar sem rannsóknarefni úttektar Ríkisendurskoðunar var ekki yfirlýsingar FA heldur tolleftirlit og tollframkvæmd Skattsins. Að fenginni úttekt Ríkisendurskoðunar er það nú verkefni stjórnvalda að bæta og efla þessa stjórnsýslu tollamála. Niðurstöður Ríkisendurskoðunar eru skýrar hvað þetta varðar og koma þar fram mjög gagnlegar ábendingar um það hvernig betur megi standa að málum. Er til mikils að vinna enda getur ólögmætur inn- og útflutningur vöru haft í för með sér „hættu fyrir öryggi, umhverfi og heilsu almennings“, svo vitnað sé til úttektarinnar sjálfrar. Höfundur er verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni
Skýrsla Ríkisendurskoðunar hrekur ásakanir um tollasvindl Niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða sýna með óyggjandi hætti að ásakanir Bændasamtaka Íslands og Mjólkursamsölunnar á hendur innflutningsfyrirtækjum, um stórfellt svindl við innflutning á pitsuosti, áttu ekki við nein rök að styðjast. 25. febrúar 2022 08:00
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar