Lögmál leiksins: „Simmons fer örugglega bara grátandi inn í klefa“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2022 07:00 Ekki voru allir sammála um mikilvægi Ben Simmons. Adam Hunger/Getty Images Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál Leiksins en þar er farið yfir NBA-deildina í körfubolta. Heit umræða skapaðist í kringum mögulegt einvígi Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets í úrslitakeppninni. Fyrsta spurning hjá Kjartnai Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, var nokkuð einföld: Philadelphia 76ers vinnur Austurdeildina? Tómas Steindórsson, annar af sérfræðingum þáttarins, var með stutt og laggott svar við þessari spurningu. Tómas er mikill Ben Simmons maður og telur að Brooklyn Nets mundi standa í vegi fyrir 76ers. „Heldur þú að þessi Simmons verði inn á vellinum þegar það skiptir máli að vera inn á vellinum,“ spurði hinn sérfræðingur þáttarins, Leifur Steinn, kíminn í kjölfarið áður en hann gaf til kynna að Simmons myndi eflaust enda á að fara grátandi inn í klefa eftir að lenda í áhorfendum Philadelphia-liðsins. Leifur Steinn hélt í kjölfarið áfram að skjóta á leikmannahóp Nets á meðan Tómas glotti við tönn. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða Já Báðir voru sammála næstu spurningu en hún sneri að því hvort Miami Heat myndi enda í 1. sæti Austurdeildar. „Þeir eru með gott „regular season-lið“ og eru að harka út sigra svo ég held þeir nái efsta sætinu,“ sagði Tómas. „Getur Memphis Grizzlies gert atlögu að titlinum?“ spurði Kjartan Atli og uppskar mikil hlátrasköll. „Djöfull vona ég að þeir vinni núna og við eigum þessa klippu hérna,“ sagði Kjartan Atli eftir viðbrögð þeirra Leifs og Tómasar. Ja Morant er stórstjarna Grizzlies-liðsins.AP Photo/Brandon Dill Síðustu tvær spurningarnar sneru svo að því hvort meistarar Milwaukee Bucks væru slakari en í fyrra og hvort Phoenix Suns myndi halda toppsæti Vesturdeildarinnar þrátt fyrir meiðsli Chris Paul. Þetta stórskemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Körfubolti NBA Lögmál leiksins Tengdar fréttir „Gæinn er búinn að spila allt of fáa leiki til að byrja með þessa stæla“ Lögmál leiksins verða á sínum stað á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og þar ræða sérfræðingarnir meðal annars um stöðu Zion Williamson hjá New Orleans Pelicans. 28. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira
Fyrsta spurning hjá Kjartnai Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, var nokkuð einföld: Philadelphia 76ers vinnur Austurdeildina? Tómas Steindórsson, annar af sérfræðingum þáttarins, var með stutt og laggott svar við þessari spurningu. Tómas er mikill Ben Simmons maður og telur að Brooklyn Nets mundi standa í vegi fyrir 76ers. „Heldur þú að þessi Simmons verði inn á vellinum þegar það skiptir máli að vera inn á vellinum,“ spurði hinn sérfræðingur þáttarins, Leifur Steinn, kíminn í kjölfarið áður en hann gaf til kynna að Simmons myndi eflaust enda á að fara grátandi inn í klefa eftir að lenda í áhorfendum Philadelphia-liðsins. Leifur Steinn hélt í kjölfarið áfram að skjóta á leikmannahóp Nets á meðan Tómas glotti við tönn. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða Já Báðir voru sammála næstu spurningu en hún sneri að því hvort Miami Heat myndi enda í 1. sæti Austurdeildar. „Þeir eru með gott „regular season-lið“ og eru að harka út sigra svo ég held þeir nái efsta sætinu,“ sagði Tómas. „Getur Memphis Grizzlies gert atlögu að titlinum?“ spurði Kjartan Atli og uppskar mikil hlátrasköll. „Djöfull vona ég að þeir vinni núna og við eigum þessa klippu hérna,“ sagði Kjartan Atli eftir viðbrögð þeirra Leifs og Tómasar. Ja Morant er stórstjarna Grizzlies-liðsins.AP Photo/Brandon Dill Síðustu tvær spurningarnar sneru svo að því hvort meistarar Milwaukee Bucks væru slakari en í fyrra og hvort Phoenix Suns myndi halda toppsæti Vesturdeildarinnar þrátt fyrir meiðsli Chris Paul. Þetta stórskemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Tengdar fréttir „Gæinn er búinn að spila allt of fáa leiki til að byrja með þessa stæla“ Lögmál leiksins verða á sínum stað á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og þar ræða sérfræðingarnir meðal annars um stöðu Zion Williamson hjá New Orleans Pelicans. 28. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira
„Gæinn er búinn að spila allt of fáa leiki til að byrja með þessa stæla“ Lögmál leiksins verða á sínum stað á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og þar ræða sérfræðingarnir meðal annars um stöðu Zion Williamson hjá New Orleans Pelicans. 28. febrúar 2022 17:01