Opið bréf til borgarstjóra Eyrún Helga Aradóttir skrifar 1. mars 2022 12:30 Stjórnir foreldrafélaga Langholtsskóla, Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla mælast sameiginlega til þess að borgaryfirvöld bregðist hratt við húsnæðisvanda skólanna með því að byggja við hvern þeirra fyrir sig og vernda þannig skólagerð þeirra, skólahverfin og hverfamenningu. Á síðustu árum hafa stjórnendur skólanna unnið í samstarfi við borgina við að móta framtíðarstefnu um húsnæðismál skólanna. Á þeim tíma hefur nemendum skólanna fjölgað hratt og yfirflæðið verið leyst með færanlegum kennslustofum, sem er skammtímalausn. Ljóst er af þéttingu byggðar að nemendum mun áfram fjölga í skólahverfunum. Húsnæðið ber ekki fjölda nemenda í dag, dugar ekki til að kennsla í list- og verkgreinum sé í samræmi við viðmiðunarstundaskrá og kemur niður á aðstöðu nemenda. Innviðir skólanna eru löngu sprungnir og lengi mætti telja hvernig aðstaða nemenda, kennara og annarra starfsmanna hefur verið útþynnt á undanförnum árum. Íþróttaaðstaða fyrir nemendur er ófullnægjandi, aðgangur að öðrum íþróttahúsum ótraustur og ferðatími barnanna kemur niður á námstíma þeirra. Frístund fyrir yngstu börnin er í lélegu húsnæði á erfiðum stað fyrir mörg börn. Borgarráð samþykkti fimmtudaginn 4. nóvember 2021 að vísa þremur sviðsmyndum um „framtíðarskipan skóla í Laugarnes- og Langholtshverfi“ til skóla- og frístundasviðs sem á aftur að leiða umsagnarferli í skólasamfélaginu. Ein sviðmyndanna verður að lokum gerð að tillögu til borgarstjóra og borgarráðs. Skólarnir haldi sér í núverandi mynd og byggt verði við þá alla. Færa 5-6.bekk úr Laugarnesskóla yfir í Laugalækjarskóla og því byggt við hann. Byggður verði nýr safn-unglingaskóli í Laugardal en þá yrðu núverandi skólarnir þrír fyrir nemendur í 1-7. bekk Við fögnum því að fá loksins að taka samtalið um uppbyggingu skólanna okkar og viljum í því samhengi koma eftirfarandi skoðun okkar á framfæri: Í skýrslunni vantar upplýsingar um kostnaðaráætlun sviðsmyndanna og tímaáætlun fyrir uppbyggingu skólanna. Við viljum vernda og viðhalda skólagerð skólanna okkar sem eiga sér langa og árangursríka sögu. Stofnun safnskóla á unglingastigi myndi leið til þess að skólagerð þriggja skóla yrði brotin upp og stofna þyrfti nýjan unglingaskóla frá grunni. Breytingin yrði einnig líkleg til að valda uppbroti á rótgrónum skólahverfum. Við greiningu á slíkri sviðsmynd þarf að taka sérstakt tillit til samsetningar byggðar í skólahverfunum. Staðsetning safnskólans í sviðsmynd 3 er ekki kynnt en í Laugardalnum eru fáir byggingareitir á lausu. Upplýsingar um þessa sviðsmynd eru talsvert frá því að teljast fullnægjandi. Við viljum sjá framtíðarlausnir sem allra fyrst fyrir skólana okkar sem byggðir eru á sambærilegum grunni og aðrir skólar í borginni byggja á. Uppskipting Laugarnesskóla og tilfærsla 5-6.bekkjar í Laugarlækjarskóla fellur ekki innan þess ramma og myndi færa þá enn fjær því skipulagi sem tíðkast í öðrum skólum borgarinnar. Þrátt fyrir að þessi uppskipting kunni að reynast hlutalausn fyrir hverfið til skamms tíma teljum við langtímaávinninginn afar óljósan og vörum við að ráðast í þá vegferð. Gæta þarf þess að skólarnir hafi allir nægt rými í sínu nærumhverfi til að geta tekist á við frekari fjölgun í skólahverfunum og mögulega breyttar þarfir um húsnæði til framtíðar. Við höfnum því að skólalóðum verði breytt með óafturkræfum hætti án þess að slíkt verði gert sem hluti af heildstæðri lausn hvers skóla og skólanna í heild. Við krefjumst þess að unnið verði hratt að þróun húsnæðismála skólanna okkar enda hefur aðstaða barnanna okkar til náms, frístundar og íþrótta verið þynnt út svo um munar á undanförnum árum og er orðin algjörlega óviðunandi. Við viljum sjá árangur af þessu samtali og við viljum langtímalausnir fyrir börnin í skólahverfunum. Höfundur er formaður foreldrafélags Laugarnesskóla. Bréfið er sent fyrir hönd stjórnar Foreldrafélags Langholtsskóla, stjórnar Foreldrafélags Laugalækjarskóla og stjórnar Foreldrafélags Laugarnesskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnir foreldrafélaga Langholtsskóla, Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla mælast sameiginlega til þess að borgaryfirvöld bregðist hratt við húsnæðisvanda skólanna með því að byggja við hvern þeirra fyrir sig og vernda þannig skólagerð þeirra, skólahverfin og hverfamenningu. Á síðustu árum hafa stjórnendur skólanna unnið í samstarfi við borgina við að móta framtíðarstefnu um húsnæðismál skólanna. Á þeim tíma hefur nemendum skólanna fjölgað hratt og yfirflæðið verið leyst með færanlegum kennslustofum, sem er skammtímalausn. Ljóst er af þéttingu byggðar að nemendum mun áfram fjölga í skólahverfunum. Húsnæðið ber ekki fjölda nemenda í dag, dugar ekki til að kennsla í list- og verkgreinum sé í samræmi við viðmiðunarstundaskrá og kemur niður á aðstöðu nemenda. Innviðir skólanna eru löngu sprungnir og lengi mætti telja hvernig aðstaða nemenda, kennara og annarra starfsmanna hefur verið útþynnt á undanförnum árum. Íþróttaaðstaða fyrir nemendur er ófullnægjandi, aðgangur að öðrum íþróttahúsum ótraustur og ferðatími barnanna kemur niður á námstíma þeirra. Frístund fyrir yngstu börnin er í lélegu húsnæði á erfiðum stað fyrir mörg börn. Borgarráð samþykkti fimmtudaginn 4. nóvember 2021 að vísa þremur sviðsmyndum um „framtíðarskipan skóla í Laugarnes- og Langholtshverfi“ til skóla- og frístundasviðs sem á aftur að leiða umsagnarferli í skólasamfélaginu. Ein sviðmyndanna verður að lokum gerð að tillögu til borgarstjóra og borgarráðs. Skólarnir haldi sér í núverandi mynd og byggt verði við þá alla. Færa 5-6.bekk úr Laugarnesskóla yfir í Laugalækjarskóla og því byggt við hann. Byggður verði nýr safn-unglingaskóli í Laugardal en þá yrðu núverandi skólarnir þrír fyrir nemendur í 1-7. bekk Við fögnum því að fá loksins að taka samtalið um uppbyggingu skólanna okkar og viljum í því samhengi koma eftirfarandi skoðun okkar á framfæri: Í skýrslunni vantar upplýsingar um kostnaðaráætlun sviðsmyndanna og tímaáætlun fyrir uppbyggingu skólanna. Við viljum vernda og viðhalda skólagerð skólanna okkar sem eiga sér langa og árangursríka sögu. Stofnun safnskóla á unglingastigi myndi leið til þess að skólagerð þriggja skóla yrði brotin upp og stofna þyrfti nýjan unglingaskóla frá grunni. Breytingin yrði einnig líkleg til að valda uppbroti á rótgrónum skólahverfum. Við greiningu á slíkri sviðsmynd þarf að taka sérstakt tillit til samsetningar byggðar í skólahverfunum. Staðsetning safnskólans í sviðsmynd 3 er ekki kynnt en í Laugardalnum eru fáir byggingareitir á lausu. Upplýsingar um þessa sviðsmynd eru talsvert frá því að teljast fullnægjandi. Við viljum sjá framtíðarlausnir sem allra fyrst fyrir skólana okkar sem byggðir eru á sambærilegum grunni og aðrir skólar í borginni byggja á. Uppskipting Laugarnesskóla og tilfærsla 5-6.bekkjar í Laugarlækjarskóla fellur ekki innan þess ramma og myndi færa þá enn fjær því skipulagi sem tíðkast í öðrum skólum borgarinnar. Þrátt fyrir að þessi uppskipting kunni að reynast hlutalausn fyrir hverfið til skamms tíma teljum við langtímaávinninginn afar óljósan og vörum við að ráðast í þá vegferð. Gæta þarf þess að skólarnir hafi allir nægt rými í sínu nærumhverfi til að geta tekist á við frekari fjölgun í skólahverfunum og mögulega breyttar þarfir um húsnæði til framtíðar. Við höfnum því að skólalóðum verði breytt með óafturkræfum hætti án þess að slíkt verði gert sem hluti af heildstæðri lausn hvers skóla og skólanna í heild. Við krefjumst þess að unnið verði hratt að þróun húsnæðismála skólanna okkar enda hefur aðstaða barnanna okkar til náms, frístundar og íþrótta verið þynnt út svo um munar á undanförnum árum og er orðin algjörlega óviðunandi. Við viljum sjá árangur af þessu samtali og við viljum langtímalausnir fyrir börnin í skólahverfunum. Höfundur er formaður foreldrafélags Laugarnesskóla. Bréfið er sent fyrir hönd stjórnar Foreldrafélags Langholtsskóla, stjórnar Foreldrafélags Laugalækjarskóla og stjórnar Foreldrafélags Laugarnesskóla.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun