Veður

Hvass­viðri og rigning með til­heyrandi leysingum

Atli Ísleifsson skrifar
Færð hefur víða verið erfið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Myndin er úr safni.
Færð hefur víða verið erfið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Myndin er úr safni. Vísir/Hanna

Djúp lægð suðvestur af landinu veldur suðaustan hvassviðri og rigningu í dag með tilheyrandi leysingum, en á Norðurlandi hangir líklega þurrt fram á kvöld. Gular viðvaranir eru í gildi suðvestantil til um hádegis. Seinnipartinn og í kvöld fer að lægja, fyrst suðvestanlands.

Frá þessu segir á vef Veðurstofunnar. Þar segir að á morgun verði fremur róleg sunnanátt og él á Suður- og Vesturlandi, en rigning eða snjókoma um tíma við austurströndina. Hiti um eða yfir frostmarki.

Gular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa til um hádegis í dag.

  • Höfuðborgarsvæðið, kl. 6:00-12:30
  • Suðurland, kl. 5:00-13:00
  • Faxaflói, 6:00-13:00.

Á föstudag er útlit fyrir vestan og suðvestan strekking með éljum og hita í kringum frostmark, en björtu veðri austanlands.

Greiðfært er að mest á götum höfuðborgarsvæðisins og víða eru varasamar holur. Hálkublettir eru á Hellisheiði og Þrengslum en þæfingur á Mosfellsheiði. Víða á helstu leiðum er greiðfært á suðvesturhorni landsins. Lesa má um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.

Spákortið fyrir klukkan 13.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Suðlæg eða breytileg átt 5-10 m/s. Dálítil él S- og V-lands, en snjókoma eða rigning um tíma A-lands. Hiti um og yfir frostmarki að deginum.

Á föstudag: Suðvestan og vestan 8-15 og él, en þurrt og bjart á A-landi. Hiti í kringum frostmark.

Á laugardag: Suðlæg átt 5-13 og úrkomulítið, en gengur í suðaustan 13-20 með rigningu eða slyddu S- og V-lands. Hlýnandi veður.

Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt og víða rigning eða snjókoma, en síðar él. Kólnar aftur.

Á mánudag: Suðlæg átt og él, en léttskýjað um landið A-vert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×