Kári Stefáns sá þjóðþekkti sem hringdi í Björgvin Pál Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2022 12:14 Kári Stefánsson studdi Björgvin Pál til framboðs sem borgarstjórnarefni í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, skoraði á Björgvin Pál Gústavsson handboltamarkvörð að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni í Reykjavík. Þetta upplýsir Björgvin Páll í Facebook-færslu og segir þá Kára vel til vina. Björgvin Páll greindi frá 3. febrúar að hann væri lagstur undir feld um að bjóða fram eftir fyrrnefnt símtal. Kom fram að símtalið hefði verið frá þjóðþekktum einstaklingi sem hann bæri mikla virðingu fyrir. Í framhaldinu bauð hann fram í fyrsta til annað sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík en dró framboðið til baka í gær. Í færslu á Facebook mátti skilja að hann væri óviss með baklandið sem hann hefði fyrir komandi prófkjör. „Þrátt fyrir að stuðningurinn sé mikill innan úr flokknum, þá er mikilvægt að hafa það í huga að þegar maður er á leiðinni á útivöll þá þarf maður að hafa allt liðið á bakvið sig. Með þessari ákvörðun vil ég hjálpa þeim sem mun leiða flokkinn í sinni vinnu,“ sagði Björgvin Páll. Einar Þorsteinsson, fyrrverandi fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hefur verið sterklega orðaður við framboð fyrir hönd Framsóknarflokksins í borginni. Einar vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag. Uppstillingarnefnd hjá Framsókn kynnir lista flokksins í borginni þann 10. mars. Kári Stefánsson var á meðal þeirra sem styrkti framboð Sósíalistaflokksins til borgarstjórnarkosninganna árið 2018. Styrkti hann flokkinn um 250 þúsund krónur. Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Íslensk erfðagreining Reykjavík Tengdar fréttir Björgvin Páll hættir við framboð sitt Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta er hættur við að gefa kost á sér fyrir hönd Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segir að þegar lagt sé í slíka vegferð þá þurfi maður að hafa allt liðið á bak við sig. 1. mars 2022 14:50 Einar Þorsteinsson líklegastur til að leiða Framsókn í Reykjavík Uppstillingarnefnd Framsóknarflokksins stendur í ströngu um þessar mundir að raða upp á lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 10. febrúar 2022 15:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Björgvin Páll greindi frá 3. febrúar að hann væri lagstur undir feld um að bjóða fram eftir fyrrnefnt símtal. Kom fram að símtalið hefði verið frá þjóðþekktum einstaklingi sem hann bæri mikla virðingu fyrir. Í framhaldinu bauð hann fram í fyrsta til annað sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík en dró framboðið til baka í gær. Í færslu á Facebook mátti skilja að hann væri óviss með baklandið sem hann hefði fyrir komandi prófkjör. „Þrátt fyrir að stuðningurinn sé mikill innan úr flokknum, þá er mikilvægt að hafa það í huga að þegar maður er á leiðinni á útivöll þá þarf maður að hafa allt liðið á bakvið sig. Með þessari ákvörðun vil ég hjálpa þeim sem mun leiða flokkinn í sinni vinnu,“ sagði Björgvin Páll. Einar Þorsteinsson, fyrrverandi fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hefur verið sterklega orðaður við framboð fyrir hönd Framsóknarflokksins í borginni. Einar vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag. Uppstillingarnefnd hjá Framsókn kynnir lista flokksins í borginni þann 10. mars. Kári Stefánsson var á meðal þeirra sem styrkti framboð Sósíalistaflokksins til borgarstjórnarkosninganna árið 2018. Styrkti hann flokkinn um 250 þúsund krónur.
Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Íslensk erfðagreining Reykjavík Tengdar fréttir Björgvin Páll hættir við framboð sitt Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta er hættur við að gefa kost á sér fyrir hönd Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segir að þegar lagt sé í slíka vegferð þá þurfi maður að hafa allt liðið á bak við sig. 1. mars 2022 14:50 Einar Þorsteinsson líklegastur til að leiða Framsókn í Reykjavík Uppstillingarnefnd Framsóknarflokksins stendur í ströngu um þessar mundir að raða upp á lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 10. febrúar 2022 15:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Björgvin Páll hættir við framboð sitt Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta er hættur við að gefa kost á sér fyrir hönd Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segir að þegar lagt sé í slíka vegferð þá þurfi maður að hafa allt liðið á bak við sig. 1. mars 2022 14:50
Einar Þorsteinsson líklegastur til að leiða Framsókn í Reykjavík Uppstillingarnefnd Framsóknarflokksins stendur í ströngu um þessar mundir að raða upp á lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 10. febrúar 2022 15:00