Er læsi lykill að menntun? Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 3. mars 2022 07:00 Læsi er ekki eingöngu grundvöllur menntunar heldur einnig lýðræðis og félagslegs réttlætis. Læsi má skilja víðum skilningi, s.s. textalæsi, miðlalæsi og tilfinningalæsi. Rannsóknir sýna að kunnátta og færni til að skilja prentaðan texta og tjá sig í rituðu máli skipti miklu og stuðli að farsælli skólagöngu og samfélagsþátttöku. Þó sum börn læri hratt og, að því er virðist áreynslulaust, að lesa og breyta þannig táknum á blaði yfir í hljóð og hugtök, þá er um að ræða margþætt vitrænt og félagslegt ferli sem getur reynst örðugt. Því skiptir miklu að leita sífellt leiða til að öll börn fái stuðning við hæfi, að öllum sé tryggt aðgengi að tungumáli og fjölbreyttum texta samfélags til þess að taka virkan þátt og hafa áhrif á umhverfi sitt. Staðan á Íslandi Alþjóðlegar samanburðarrannsóknir sýna að staða íslenskra ungmenna þegar kemur að læsi hefur farið hnignandi frá árinu 2000. Gögn sýna að félags- og menningarbakgrunnur hefur veruleg áhrif á gengi nemenda, s.s. menntun og stuðningur foreldra, uppruni og efnahagsleg staða. Drengir standa hallari fæti en stúlkur en PISA niðurstöður 2018 sýndu að 19% stúlkna og 34% drengja teljast ekki búa yfir grunnfærni í lesskilningi, en hér skiptir máli að hafa í huga að könnunin felst í því að leggja mat á hæfni nemenda til að skilja, túlka texta og greina aðalatriði frá aukaatriðum. Ísland á meðal þeirra landa þar sem meiri munur er á stöðu nemenda af erlendum uppruna og jafnöldrum þeirra þegar kemur að læsi. Nemendum af erlendu bergi hefur fjölgað jafnt og þétt frá aldamótum, frá um 3% yfir í 15% allra nemenda hér á landi. Kennarar kalla eftir víðtækari skólaþjónustu og sértækum námsgögnum til að geta stutt nægilega við þennan hóp nemenda. Samstarf um að kveikja neistann Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins stofnuðu saman árið 2021 Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Háskóla Íslands og við NTNU háskóla í Noregi, leiðir rannsóknir á vegum setursins ásamt teymi innlendra og erlendra fræðimanna. Starfsemi setursins mun einkum beinast að grunnfærni í læsi og lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Fyrsta verkefnið á vegum setursins ber heitið Kveikjum neistann og er unnið í samstarfi við skólasamfélagið í Vestmannaeyjum. Markmið verkefnisins er að kveikja neistann, að hver nemandi tendri áhugann og nái sínum markmiðum með markvissri þjálfun. Í því skyni er lögð áhersla á hreyfingu, ástríðu og samveru og skipulag skóladagsins tekið til endurskoðunar. Sprotar og kveikjur um allt land Styrkleikar íslensks menntakerfis er miklir en sótt er að íslenskunni úr öllum áttum. Nýleg rannsókn á íslenskukennslu í grunn- og framhaldsskólum sýndi að verulega þarf að efla skólasöfn og endurnýja þurfi námsgögn til íslenskukennslu. Rannsóknir sýna að mikilvægt er að nota fjölbreytta kennsluhætti sem kveiki áhuga barna og ungmenna á bókalestri og virki nemendur til þátttöku. Víða um land má finna spennandi og áhugaverð þróunarverkefni sem þarf að lyfta upp og draga lærdóm af og í því skyni er brýnt að efla samtal fræðasamfélagsins og fagvettvangs um nýsköpun á sviði menntunar. Læsisráðstefna fimmtudaginn 3. mars Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnu um læsi fimmtudaginn 3. mars kl. 15.00 þar sem sjónum verður beint að læsi og lestrarkennslu. Á ráðstefnunni fjalla Dr. Snowling og Dr. Nation, helstu læsissérfræðingar á heimsvísu, um hvernig við verðum læs og þann galdur sem felst í að öðlast hæfni til að túlka, skilja og greina margvíslegan texta. Læsi opnar dyr að merkingu, þroska og þátttöku í samfélaginu. Öll eru velkomin á ráðstefnuna í Stakkahlíð í dag kl. 15. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Íslensk fræði Íslenska á tækniöld Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Læsi er ekki eingöngu grundvöllur menntunar heldur einnig lýðræðis og félagslegs réttlætis. Læsi má skilja víðum skilningi, s.s. textalæsi, miðlalæsi og tilfinningalæsi. Rannsóknir sýna að kunnátta og færni til að skilja prentaðan texta og tjá sig í rituðu máli skipti miklu og stuðli að farsælli skólagöngu og samfélagsþátttöku. Þó sum börn læri hratt og, að því er virðist áreynslulaust, að lesa og breyta þannig táknum á blaði yfir í hljóð og hugtök, þá er um að ræða margþætt vitrænt og félagslegt ferli sem getur reynst örðugt. Því skiptir miklu að leita sífellt leiða til að öll börn fái stuðning við hæfi, að öllum sé tryggt aðgengi að tungumáli og fjölbreyttum texta samfélags til þess að taka virkan þátt og hafa áhrif á umhverfi sitt. Staðan á Íslandi Alþjóðlegar samanburðarrannsóknir sýna að staða íslenskra ungmenna þegar kemur að læsi hefur farið hnignandi frá árinu 2000. Gögn sýna að félags- og menningarbakgrunnur hefur veruleg áhrif á gengi nemenda, s.s. menntun og stuðningur foreldra, uppruni og efnahagsleg staða. Drengir standa hallari fæti en stúlkur en PISA niðurstöður 2018 sýndu að 19% stúlkna og 34% drengja teljast ekki búa yfir grunnfærni í lesskilningi, en hér skiptir máli að hafa í huga að könnunin felst í því að leggja mat á hæfni nemenda til að skilja, túlka texta og greina aðalatriði frá aukaatriðum. Ísland á meðal þeirra landa þar sem meiri munur er á stöðu nemenda af erlendum uppruna og jafnöldrum þeirra þegar kemur að læsi. Nemendum af erlendu bergi hefur fjölgað jafnt og þétt frá aldamótum, frá um 3% yfir í 15% allra nemenda hér á landi. Kennarar kalla eftir víðtækari skólaþjónustu og sértækum námsgögnum til að geta stutt nægilega við þennan hóp nemenda. Samstarf um að kveikja neistann Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins stofnuðu saman árið 2021 Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Háskóla Íslands og við NTNU háskóla í Noregi, leiðir rannsóknir á vegum setursins ásamt teymi innlendra og erlendra fræðimanna. Starfsemi setursins mun einkum beinast að grunnfærni í læsi og lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Fyrsta verkefnið á vegum setursins ber heitið Kveikjum neistann og er unnið í samstarfi við skólasamfélagið í Vestmannaeyjum. Markmið verkefnisins er að kveikja neistann, að hver nemandi tendri áhugann og nái sínum markmiðum með markvissri þjálfun. Í því skyni er lögð áhersla á hreyfingu, ástríðu og samveru og skipulag skóladagsins tekið til endurskoðunar. Sprotar og kveikjur um allt land Styrkleikar íslensks menntakerfis er miklir en sótt er að íslenskunni úr öllum áttum. Nýleg rannsókn á íslenskukennslu í grunn- og framhaldsskólum sýndi að verulega þarf að efla skólasöfn og endurnýja þurfi námsgögn til íslenskukennslu. Rannsóknir sýna að mikilvægt er að nota fjölbreytta kennsluhætti sem kveiki áhuga barna og ungmenna á bókalestri og virki nemendur til þátttöku. Víða um land má finna spennandi og áhugaverð þróunarverkefni sem þarf að lyfta upp og draga lærdóm af og í því skyni er brýnt að efla samtal fræðasamfélagsins og fagvettvangs um nýsköpun á sviði menntunar. Læsisráðstefna fimmtudaginn 3. mars Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnu um læsi fimmtudaginn 3. mars kl. 15.00 þar sem sjónum verður beint að læsi og lestrarkennslu. Á ráðstefnunni fjalla Dr. Snowling og Dr. Nation, helstu læsissérfræðingar á heimsvísu, um hvernig við verðum læs og þann galdur sem felst í að öðlast hæfni til að túlka, skilja og greina margvíslegan texta. Læsi opnar dyr að merkingu, þroska og þátttöku í samfélaginu. Öll eru velkomin á ráðstefnuna í Stakkahlíð í dag kl. 15. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun