Rúnar Ingi: „Við munum ekki mæta í úrslitakeppnina saddar“ Atli Arason skrifar 3. mars 2022 07:00 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Vilhelm Njarðvík mætti í Dalhús í gær í stórleik umferðarinnar í Subway-deildinni þar sem liðið tapaði með fjórum stigum gegn Fjölni, 80-76. Tapið í gær skiptir litlu máli í stóra samhenginu að mati þjálfara liðsins, Rúnari Inga Erlingssyni. „Við erum enn þá á þessari vegferð að verða betri og læra hvað við þurfum að gera til þess að vinna sem flesta leiki. Núna förum við aftur í æfingasalinn, höldum áfram að gera hlutina af krafi og verðum enn þá meira tilbúnar fyrir svona átök í lok deildarkeppninnar og sérstaklega svo þegar þetta skiptir allt máli, í úrslitakeppninni,“ sagði Rúnar Ingi í viðtali við Vísi, áður en hann bætti við. „Ég sagði við stelpurnar inn í klefa eftir leik að þrátt fyrir að við hefðum unnið eða tapað með tveimur stigum, þá erum við á sama stað sem körfuboltalið og þurfum að horfa inn í framhaldið, bæði inn í undanúrslit í bikar og inn í úrslitakeppnina. Það eru ákveðnir þættir sem við getum gert betur í og að sama skapi höfum við bætt okkur helling í svo mörgu á þessu tímabili.“ Á svipuðum tíma í gær þá tapaði Keflavík gegn Haukum. Með tapi Keflavíkur var endanlega ljóst hvað fjögur lið munu fara inn í úrslitakeppnina. Haukar, Valur, Fjölnir og Njarðvík munu berjast um Íslandsmeistaratitillinn í vor. Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni þá settu Njarðvíkingar sér háleit markmið í upphafi tímabils. „Þegar við setjumst niður í haust sem lið þá var það okkar markmið að enda í efstu fjórum sætunum. Það má segja að við séum búnar að ná því markmiði eftir þessa umferð en auðvitað er það líka markmið hjá okkur að eflast sem körfuboltalið og læra af mistökum og verða betri sem einstaklingar og sem lið. Við erum enn þá á þeirri vegferð þó svo að þessum áfanga að komast í úrslitakeppni er náð.“ „Ég er alveg viss um að ég sé með leikmannahóp sem er langt frá því að vera saddur og þær vilja sýna sig og sanna. Okkur finnst við hafa fullt fram á að færa og við getum keppst við bestu lið landsins. Þannig er hugarfarið hjá okkur, við erum brjálaðar í hvert skipti sem við töpum körfuboltaleik og þannig vil ég að við séum. Við þurfum svo nýta reiðina til að vera fljótar að læra og geta nýtt hana í að bæta þá litlu hluti sem oft skilja á milli í þessari fallegu íþrótt.“ Eftir að hafa verið á toppi deildarinnar hefur Njarðvík tapað tveimur leikjum í röð, fjögurra stiga tap gegn Fjölni í gær og stórt 29 stiga tap gegn Haukum í leiknum þar á undan. Rúnar eru þó áfram jákvæður og getur séð birtuna í dimmum dal. „Ég hef oft séð góð lið taka dýfu fyrir úrslitakeppnina en svo snýst þetta bara um karakter. Hver ætlar að vera tilbúinn þegar þetta skiptir mestu máli. Ég skal frekar taka smá dýfu núna og koma tvíefldur til baka inn í úrslitakeppnina þegar sólin fer að skína.“ Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni þá eru Njarðvíkingar ekki að fara að mæta í úrslitakeppnina til að vera einhverskonar áhorfendur. „Yfirlýst markmið liðsins var að fara í úrslitakeppni. Auðvitað er það samt þannig að þegar þú ert búinn að sýna að þú getur unnið öll þessi bestu lið og við höfum unnið öll þessi lið sem verða í úrslitakeppninni, þá er af sjálfsögðu markmiðið að fara alla leið. Við munum ekki mæta í úrslitakeppnina saddar, að spila á stóra sviðinu bara til þess að horfa á stóru stelpurnar leika sér. Við mætum af sjálfsögðu á móti hvaða mótherja sem er tilbúnar í slaginn,“ svaraði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, aðspurður út í möguleika liðsins á Íslandsmeistaratitli. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Sjá meira
„Við erum enn þá á þessari vegferð að verða betri og læra hvað við þurfum að gera til þess að vinna sem flesta leiki. Núna förum við aftur í æfingasalinn, höldum áfram að gera hlutina af krafi og verðum enn þá meira tilbúnar fyrir svona átök í lok deildarkeppninnar og sérstaklega svo þegar þetta skiptir allt máli, í úrslitakeppninni,“ sagði Rúnar Ingi í viðtali við Vísi, áður en hann bætti við. „Ég sagði við stelpurnar inn í klefa eftir leik að þrátt fyrir að við hefðum unnið eða tapað með tveimur stigum, þá erum við á sama stað sem körfuboltalið og þurfum að horfa inn í framhaldið, bæði inn í undanúrslit í bikar og inn í úrslitakeppnina. Það eru ákveðnir þættir sem við getum gert betur í og að sama skapi höfum við bætt okkur helling í svo mörgu á þessu tímabili.“ Á svipuðum tíma í gær þá tapaði Keflavík gegn Haukum. Með tapi Keflavíkur var endanlega ljóst hvað fjögur lið munu fara inn í úrslitakeppnina. Haukar, Valur, Fjölnir og Njarðvík munu berjast um Íslandsmeistaratitillinn í vor. Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni þá settu Njarðvíkingar sér háleit markmið í upphafi tímabils. „Þegar við setjumst niður í haust sem lið þá var það okkar markmið að enda í efstu fjórum sætunum. Það má segja að við séum búnar að ná því markmiði eftir þessa umferð en auðvitað er það líka markmið hjá okkur að eflast sem körfuboltalið og læra af mistökum og verða betri sem einstaklingar og sem lið. Við erum enn þá á þeirri vegferð þó svo að þessum áfanga að komast í úrslitakeppni er náð.“ „Ég er alveg viss um að ég sé með leikmannahóp sem er langt frá því að vera saddur og þær vilja sýna sig og sanna. Okkur finnst við hafa fullt fram á að færa og við getum keppst við bestu lið landsins. Þannig er hugarfarið hjá okkur, við erum brjálaðar í hvert skipti sem við töpum körfuboltaleik og þannig vil ég að við séum. Við þurfum svo nýta reiðina til að vera fljótar að læra og geta nýtt hana í að bæta þá litlu hluti sem oft skilja á milli í þessari fallegu íþrótt.“ Eftir að hafa verið á toppi deildarinnar hefur Njarðvík tapað tveimur leikjum í röð, fjögurra stiga tap gegn Fjölni í gær og stórt 29 stiga tap gegn Haukum í leiknum þar á undan. Rúnar eru þó áfram jákvæður og getur séð birtuna í dimmum dal. „Ég hef oft séð góð lið taka dýfu fyrir úrslitakeppnina en svo snýst þetta bara um karakter. Hver ætlar að vera tilbúinn þegar þetta skiptir mestu máli. Ég skal frekar taka smá dýfu núna og koma tvíefldur til baka inn í úrslitakeppnina þegar sólin fer að skína.“ Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni þá eru Njarðvíkingar ekki að fara að mæta í úrslitakeppnina til að vera einhverskonar áhorfendur. „Yfirlýst markmið liðsins var að fara í úrslitakeppni. Auðvitað er það samt þannig að þegar þú ert búinn að sýna að þú getur unnið öll þessi bestu lið og við höfum unnið öll þessi lið sem verða í úrslitakeppninni, þá er af sjálfsögðu markmiðið að fara alla leið. Við munum ekki mæta í úrslitakeppnina saddar, að spila á stóra sviðinu bara til þess að horfa á stóru stelpurnar leika sér. Við mætum af sjálfsögðu á móti hvaða mótherja sem er tilbúnar í slaginn,“ svaraði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, aðspurður út í möguleika liðsins á Íslandsmeistaratitli.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Sjá meira