Störfum stolið og stjórnvöld ráðþrota Baldur Sigmundsson og Gunnar Valur Sveinsson skrifa 3. mars 2022 16:00 Samtök ferðaþjónustunnar hafa í tæpan áratug barist fyrir því að gestaflutningar (e. cabotage) verði vel skilyrtir hér á landi og að öll erlend ferðaþjónustustarfsemi og starfsmenn henni tengdir undirgangist sömu skilyrði og gilda fyrir innlendan vinnumarkað. Samtökin hafa t.d. farið fram á að allir erlendir starfsmenn njóti sömu starfskjara og innlendir starsfsmenn og að erlend fyrirtæki í hópbifreiðarekstri hafi takmarkaðar heimildir til aksturs hér á landi. Á síðasta ári samþykkti Alþingi breytingu á lögum um farþegaflutninga sem vöktu von í brjósti innlendra rekstraraðila hópbifreiða um að hér gætu ríkt eðlileg samkeppnisskilyrði. Breytingin felst í því að erlendum rekstraraðilum hópbifreiða er heimilt að stunda gestaflutninga, þ.e. starfemi hér á landi í 10 daga samfleytt innan hvers almannaksmánaðar, svokölluð 10 daga regla. Sambærileg ákvæði í Danmörku miða akstur við 7 daga og staðfestingu á að bílstjórar fái að minnsta kosti sömu laun og dönskum bílstjórum stendur til boða. Skortir á regluverk Eftir að 10 daga reglan var samþykkt síðasta sumar var tekið eftir því að erlent ökutæki fékk að vera í starfsemi hér á landi óáreitt þrátt fyrir lagabreytingu. Félagsmenn samtakanna vöktu athygli á þessu við eftirlitsaðila sem að sögn höfðu afskipti af rútunni en afleiðingar voru engar þar sem eftirlitsferli og viðurlög eru ekki til staðar. Einnig áttu fulltrúar samtakanna samtal við tollverði sem eiga að fylgjast með innflutningi erlendra hópbifreiða og kom í ljós að þeir eru ekki með ferli sem þarf að fylgja þegar erlend hópbifreið á vegum erlendra rekstraraðila er flutt til landis. Reglugerð samgönguráðherra sem tryggir þetta ferli hefur ekki verið gerð nú 9 mánuðum eftir lögin voru samþykkt og ferðþjónustan að fara í gang eftir faraldurshremmingar. Staðan er því þannig að lögum hefur verið breytt en reglugerð hefur ekki verið sett. Eftirlitsferli og viðurlög eru ekki til staðar hjá lykileftirlitsaðilum. Eftirlit með því að lögum sé framfylgt er því í molum. Það er algerlega óásættanlegt og verður að breyta strax. Erlend hópbfreiðafyrirtæki eru ekki eina ólöglega samkeppnishindrunin sem grefur undan íslenskum vinnumarkaði. Það hefur einnig tíðkast að erlendir ökumenn starfi hér réttindalausir í atvinnuakstri og séu hvorki með aukin ökuréttindi til að aka hópbifreiðum eða leigubílum. Þetta hafa SAF og félagsmenn samtakanna ítrekað tilkynnt til umferðareftirlits lögreglu sem hefur gert athuganir og beint svo til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra án niðurstöðu. Hér er staðan því einnig sú að eftirlitið er óskilvirkt enda fást ekki svör við því hjá ríkislögreglustjóra hvaða réttindi skuli tekin gild og hver ekki. Þetta er einnig algerlega óásættanlegt og verður að laga strax. Á sama tíma skortir hins vegar ekkert á að eftirliti með innlendri ferðaþjónustustarfemi sé sinnt þar sem eftirlitsaðilar rýna í afrit af leyfum og aksturtíma bílstjóra. Á meðan starfa erlend hópbifreiðafyrirtæki og ökumenn hér á landi í sjóræningjastarfemi án athugasemda. Aðgerða er þörf Nú í mars ætluðu SAF að boða til málþings um eftirlit með erlendum aðilum í gestaflutningum og atvinnuakstri. Þar var áætlað að lögregla og tollur töluðu um það eftirlitsferli sem nauðsynlegt er til að 10 daga reglan gangi upp. Einnig átti að fara yfir hvaða aukin ökuréttindi erlendir ökumenn þurfa að hafa til að aka í atvinnuakstri hér á landi. Það er skemmst frá því að segja að hvorki lögregla né tollur treystu sér til að fara yfir þessi mál þar sem þessi embætti sögðust hafa litlar sem engar upplýsingar um 10 daga regluna og að nauðsynleg réttindi til að aka með allt að níu farþega í atvinnuskyni hafi ekki verið skýrð. Samtök ferðaþjónustunnar minnast þess ekki að hafa í annan tíma fengið jafn sláandi og afdráttarlausa sönnun þess að eftirlit með erlendum ferðaþjónustuaðilum sé í fullkomnu uppnámi. Það eru mikil vonbrigði að þessi mál séu enn í lamasessi og ljóst að nú þurfa stjórnvöld að girða sig í brók. Þessu þarf að kippa í liðinn áður en háönn í ferðaþjónustu skellur á og erlend hópbifreiðafyrirtæki og bílstjórar fara að stela hér störfum með tilheyrandi áhrifum á vinnumarkað og skatttekjur. Áðurnefndu málþingi hefur verið frestað til loka apríl mánaðar og SAF krefjast þess að stjórnvöld tryggi að nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir þegar málþingið fer fram. Baldur Sigmundsson, lögfræðingur SAF Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri SAF Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar hafa í tæpan áratug barist fyrir því að gestaflutningar (e. cabotage) verði vel skilyrtir hér á landi og að öll erlend ferðaþjónustustarfsemi og starfsmenn henni tengdir undirgangist sömu skilyrði og gilda fyrir innlendan vinnumarkað. Samtökin hafa t.d. farið fram á að allir erlendir starfsmenn njóti sömu starfskjara og innlendir starsfsmenn og að erlend fyrirtæki í hópbifreiðarekstri hafi takmarkaðar heimildir til aksturs hér á landi. Á síðasta ári samþykkti Alþingi breytingu á lögum um farþegaflutninga sem vöktu von í brjósti innlendra rekstraraðila hópbifreiða um að hér gætu ríkt eðlileg samkeppnisskilyrði. Breytingin felst í því að erlendum rekstraraðilum hópbifreiða er heimilt að stunda gestaflutninga, þ.e. starfemi hér á landi í 10 daga samfleytt innan hvers almannaksmánaðar, svokölluð 10 daga regla. Sambærileg ákvæði í Danmörku miða akstur við 7 daga og staðfestingu á að bílstjórar fái að minnsta kosti sömu laun og dönskum bílstjórum stendur til boða. Skortir á regluverk Eftir að 10 daga reglan var samþykkt síðasta sumar var tekið eftir því að erlent ökutæki fékk að vera í starfsemi hér á landi óáreitt þrátt fyrir lagabreytingu. Félagsmenn samtakanna vöktu athygli á þessu við eftirlitsaðila sem að sögn höfðu afskipti af rútunni en afleiðingar voru engar þar sem eftirlitsferli og viðurlög eru ekki til staðar. Einnig áttu fulltrúar samtakanna samtal við tollverði sem eiga að fylgjast með innflutningi erlendra hópbifreiða og kom í ljós að þeir eru ekki með ferli sem þarf að fylgja þegar erlend hópbifreið á vegum erlendra rekstraraðila er flutt til landis. Reglugerð samgönguráðherra sem tryggir þetta ferli hefur ekki verið gerð nú 9 mánuðum eftir lögin voru samþykkt og ferðþjónustan að fara í gang eftir faraldurshremmingar. Staðan er því þannig að lögum hefur verið breytt en reglugerð hefur ekki verið sett. Eftirlitsferli og viðurlög eru ekki til staðar hjá lykileftirlitsaðilum. Eftirlit með því að lögum sé framfylgt er því í molum. Það er algerlega óásættanlegt og verður að breyta strax. Erlend hópbfreiðafyrirtæki eru ekki eina ólöglega samkeppnishindrunin sem grefur undan íslenskum vinnumarkaði. Það hefur einnig tíðkast að erlendir ökumenn starfi hér réttindalausir í atvinnuakstri og séu hvorki með aukin ökuréttindi til að aka hópbifreiðum eða leigubílum. Þetta hafa SAF og félagsmenn samtakanna ítrekað tilkynnt til umferðareftirlits lögreglu sem hefur gert athuganir og beint svo til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra án niðurstöðu. Hér er staðan því einnig sú að eftirlitið er óskilvirkt enda fást ekki svör við því hjá ríkislögreglustjóra hvaða réttindi skuli tekin gild og hver ekki. Þetta er einnig algerlega óásættanlegt og verður að laga strax. Á sama tíma skortir hins vegar ekkert á að eftirliti með innlendri ferðaþjónustustarfemi sé sinnt þar sem eftirlitsaðilar rýna í afrit af leyfum og aksturtíma bílstjóra. Á meðan starfa erlend hópbifreiðafyrirtæki og ökumenn hér á landi í sjóræningjastarfemi án athugasemda. Aðgerða er þörf Nú í mars ætluðu SAF að boða til málþings um eftirlit með erlendum aðilum í gestaflutningum og atvinnuakstri. Þar var áætlað að lögregla og tollur töluðu um það eftirlitsferli sem nauðsynlegt er til að 10 daga reglan gangi upp. Einnig átti að fara yfir hvaða aukin ökuréttindi erlendir ökumenn þurfa að hafa til að aka í atvinnuakstri hér á landi. Það er skemmst frá því að segja að hvorki lögregla né tollur treystu sér til að fara yfir þessi mál þar sem þessi embætti sögðust hafa litlar sem engar upplýsingar um 10 daga regluna og að nauðsynleg réttindi til að aka með allt að níu farþega í atvinnuskyni hafi ekki verið skýrð. Samtök ferðaþjónustunnar minnast þess ekki að hafa í annan tíma fengið jafn sláandi og afdráttarlausa sönnun þess að eftirlit með erlendum ferðaþjónustuaðilum sé í fullkomnu uppnámi. Það eru mikil vonbrigði að þessi mál séu enn í lamasessi og ljóst að nú þurfa stjórnvöld að girða sig í brók. Þessu þarf að kippa í liðinn áður en háönn í ferðaþjónustu skellur á og erlend hópbifreiðafyrirtæki og bílstjórar fara að stela hér störfum með tilheyrandi áhrifum á vinnumarkað og skatttekjur. Áðurnefndu málþingi hefur verið frestað til loka apríl mánaðar og SAF krefjast þess að stjórnvöld tryggi að nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir þegar málþingið fer fram. Baldur Sigmundsson, lögfræðingur SAF Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri SAF
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun