Nýtt ráðuneyti – ný vinnubrögð Svandís Svavarsdóttir skrifar 3. mars 2022 19:00 Með gagnsæjum vinnubrögðum munum við auka samfélagslega sátt. Matvælaráðuneyti tók til starfa 1. febrúar. Ráðuneytið byggir á grunni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis auk þess sem málefni landgræðslu og skógræktar hafa bæst við. Ráðuneyti matvæla byggir á grunni málaflokka sem lengi hefur verið deilt um í íslensku samfélagi. Margoft hafa verið gerðar tilraunir til þess að höggva á hnúta og deilumál með skipan nefnda sem koma skuli með stóru lausnina. Sú aðferðarfræði hefur ekki skilað nægilega miklum árangri. Af því hyggst ég draga lærdóm. Ég hef lagt fram drög að áherslum og verklagi við gerð matvælastefnu og liggja þau nú í samráðsgátt. Það hefur ekki tíðkast í íslenskri stjórnsýslu að hafa opið samráð um verklag. Það er mín trú að með því að með lýðræðislegri og gagnsærri vinnubrögðum getum við komið á raunverulegum umbótum í umdeildum málaflokkum; landbúnaði, fiskeldi, sjávarútvegi, skógrækt og landgræðslu - sem auka muni samfélagslega sátt. Matvælastefna fyrir Ísland Í matvælastefnu fyrir Ísland er fjallað um matvæli, sjávarútveg, landbúnað og fiskeldi og hvernig skuli unnið að stefnumótun á næstu árum. Ég hvet til þátttöku í samtalinu inni á samráðsgátt, að fólk kynni sér drögin og hafi á þeim skoðun. Matvælastefnan verður kynnt á matvælaþingi næsta haust og í beinu framhaldi mun ég leggja fram þingsályktunartillögu að matvælastefnu fyrir Alþingi sem verður leiðarstef fyrir matvælaframleiðslu á Íslandi. Með þessari vinnu er lagður heildstæður grunnur fyrir sjálfbæra stefnu Íslands í málaflokknum þar sem markmið og aðgerðir eru skýrt afmarkaðar til lengri tíma. Sjávarútvegsstefna Í málefnum sjávarútvegs ætla ég að stofna til opins og gagnsæs verkefnis fjölmargra aðila sem unnið verður að með skipulegum hætti á kjörtímabilinu. Leiðarstefið er skýrt: hagkvæm og sjálfbær nýting sjávarauðlinda í sátt við umhverfið. Stofnaðir verða fjórir starfshópar um tiltekin verkefni; Samfélag, Aðgengi, Umgengni og Tækifæri. Fjölmenn nefnd, sem ég mun veita forystu mun hafa yfirsýn yfir starf þessara starfshópa. Fyrirhugaðar lokaafurðir þessa starfs eru m.a. ný heildarlög um stjórn fiskveiða eða ný lög um auðlindir hafsins á árinu 2024 og aðrar lagabreytingar, verkefni á sviði orkuskipta, nýsköpunar og hafrannsókna, sem og gagnsæi og kortlagning eignatengsla í sjávarútvegi. Fiskeldisstefna Á kjörtímabilinu verður mótuð heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Þar verður lögð áhersla á tækifæri til atvinnusköpunar og mikilvægi þess að greinin byggist upp á grundvelli sjálfbærni, vísindalegrar þekkingar og verndar villtra laxastofna. Með hliðsjón af þessum atriðum, sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála. Verkefnin eru nokkur. Vinna er farin af stað við stjórnsýsluúttekt á málefnum fiskeldis sem Ríkisendurskoðun hefurumsjón með. Þá verður unnið mat á stöðufiskeldis þar sem greindurverður þjóðhagslegur ávinningur og staðbundinn á vinningur byggðarlaga þar sem fiskeldi er stundað. Gjaldtaka og skipting hennar verður sérstaklega skoðuð ásamt fleiri þáttum. Síðast en ekki síst þarf að móta umhverfi þar sem verðmætasköpun í sátt við samfélag og umhverfi er í forgrunni. Slíkt umhverfi þarf að taka mið af áskorunum og tækifærum og verður greint af innlendum og erlendum sérfræðingum og ráðgjafafyrirtækjum. Stefnt er því að kynning og samráð um langtímastefnumótun í fiskeldiverði á vormánuðum ársins 2023. Landbúnaðarstefna Starfshópi um matvælastefnu verður ætlað að vinna að áframhaldandi þróun á fyrirliggjandi tillögu að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland sem lögð verður fyrir Alþingi samhliða eða sem hluti af matvælastefnunni. Þá kemur stefnumótun í landbúnaðarmálum ekki síst fram í búvörusamningum en síðari endurskoðun samninganna fer fram árið 2023. Í tillögu verkefnisstjórnar er lagt til að áherslum í styrkjakerfi landbúnaðarins verði breytt og dregið verði úr framleiðslutengingu stuðningsins. Horft verði til þess að styðja við búsetu í sveitum óháð því hvaða framleiðslugrein er stunduð og að lögð verði aukin áhersla á jarðrækt, aðra landnýtingu, landvörslu og loftslagsmál. Sjálfbært Ísland Ég hef mikla trú á þessu nýja verklagi. Við þurfum að nýta tímann vel og vonast ég til að fá almenning, sérfræðinga og hagaðila að borðinu. Tækifærin eru ótal mörg en á tímum sem þessum eru sjónarmið sem lúta að fæðuöryggi og hringrásarhagkerfi mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Stjórnsýsla Fiskeldi Matvælaframleiðsla Landbúnaður Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Með gagnsæjum vinnubrögðum munum við auka samfélagslega sátt. Matvælaráðuneyti tók til starfa 1. febrúar. Ráðuneytið byggir á grunni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis auk þess sem málefni landgræðslu og skógræktar hafa bæst við. Ráðuneyti matvæla byggir á grunni málaflokka sem lengi hefur verið deilt um í íslensku samfélagi. Margoft hafa verið gerðar tilraunir til þess að höggva á hnúta og deilumál með skipan nefnda sem koma skuli með stóru lausnina. Sú aðferðarfræði hefur ekki skilað nægilega miklum árangri. Af því hyggst ég draga lærdóm. Ég hef lagt fram drög að áherslum og verklagi við gerð matvælastefnu og liggja þau nú í samráðsgátt. Það hefur ekki tíðkast í íslenskri stjórnsýslu að hafa opið samráð um verklag. Það er mín trú að með því að með lýðræðislegri og gagnsærri vinnubrögðum getum við komið á raunverulegum umbótum í umdeildum málaflokkum; landbúnaði, fiskeldi, sjávarútvegi, skógrækt og landgræðslu - sem auka muni samfélagslega sátt. Matvælastefna fyrir Ísland Í matvælastefnu fyrir Ísland er fjallað um matvæli, sjávarútveg, landbúnað og fiskeldi og hvernig skuli unnið að stefnumótun á næstu árum. Ég hvet til þátttöku í samtalinu inni á samráðsgátt, að fólk kynni sér drögin og hafi á þeim skoðun. Matvælastefnan verður kynnt á matvælaþingi næsta haust og í beinu framhaldi mun ég leggja fram þingsályktunartillögu að matvælastefnu fyrir Alþingi sem verður leiðarstef fyrir matvælaframleiðslu á Íslandi. Með þessari vinnu er lagður heildstæður grunnur fyrir sjálfbæra stefnu Íslands í málaflokknum þar sem markmið og aðgerðir eru skýrt afmarkaðar til lengri tíma. Sjávarútvegsstefna Í málefnum sjávarútvegs ætla ég að stofna til opins og gagnsæs verkefnis fjölmargra aðila sem unnið verður að með skipulegum hætti á kjörtímabilinu. Leiðarstefið er skýrt: hagkvæm og sjálfbær nýting sjávarauðlinda í sátt við umhverfið. Stofnaðir verða fjórir starfshópar um tiltekin verkefni; Samfélag, Aðgengi, Umgengni og Tækifæri. Fjölmenn nefnd, sem ég mun veita forystu mun hafa yfirsýn yfir starf þessara starfshópa. Fyrirhugaðar lokaafurðir þessa starfs eru m.a. ný heildarlög um stjórn fiskveiða eða ný lög um auðlindir hafsins á árinu 2024 og aðrar lagabreytingar, verkefni á sviði orkuskipta, nýsköpunar og hafrannsókna, sem og gagnsæi og kortlagning eignatengsla í sjávarútvegi. Fiskeldisstefna Á kjörtímabilinu verður mótuð heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Þar verður lögð áhersla á tækifæri til atvinnusköpunar og mikilvægi þess að greinin byggist upp á grundvelli sjálfbærni, vísindalegrar þekkingar og verndar villtra laxastofna. Með hliðsjón af þessum atriðum, sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála. Verkefnin eru nokkur. Vinna er farin af stað við stjórnsýsluúttekt á málefnum fiskeldis sem Ríkisendurskoðun hefurumsjón með. Þá verður unnið mat á stöðufiskeldis þar sem greindurverður þjóðhagslegur ávinningur og staðbundinn á vinningur byggðarlaga þar sem fiskeldi er stundað. Gjaldtaka og skipting hennar verður sérstaklega skoðuð ásamt fleiri þáttum. Síðast en ekki síst þarf að móta umhverfi þar sem verðmætasköpun í sátt við samfélag og umhverfi er í forgrunni. Slíkt umhverfi þarf að taka mið af áskorunum og tækifærum og verður greint af innlendum og erlendum sérfræðingum og ráðgjafafyrirtækjum. Stefnt er því að kynning og samráð um langtímastefnumótun í fiskeldiverði á vormánuðum ársins 2023. Landbúnaðarstefna Starfshópi um matvælastefnu verður ætlað að vinna að áframhaldandi þróun á fyrirliggjandi tillögu að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland sem lögð verður fyrir Alþingi samhliða eða sem hluti af matvælastefnunni. Þá kemur stefnumótun í landbúnaðarmálum ekki síst fram í búvörusamningum en síðari endurskoðun samninganna fer fram árið 2023. Í tillögu verkefnisstjórnar er lagt til að áherslum í styrkjakerfi landbúnaðarins verði breytt og dregið verði úr framleiðslutengingu stuðningsins. Horft verði til þess að styðja við búsetu í sveitum óháð því hvaða framleiðslugrein er stunduð og að lögð verði aukin áhersla á jarðrækt, aðra landnýtingu, landvörslu og loftslagsmál. Sjálfbært Ísland Ég hef mikla trú á þessu nýja verklagi. Við þurfum að nýta tímann vel og vonast ég til að fá almenning, sérfræðinga og hagaðila að borðinu. Tækifærin eru ótal mörg en á tímum sem þessum eru sjónarmið sem lúta að fæðuöryggi og hringrásarhagkerfi mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Höfundur er matvælaráðherra.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun