Orra Björnsson til forystu í Hafnarfirði Svavar Halldórsson skrifar 4. mars 2022 12:01 Stundum er sagt að því minni sem samfélögin eru, þeim mun meira máli skipti hver einstaklingur. Að mati undirritaðs er mikill sannleikur fólgin í þessari gömlu speki. Við Hafnfirðingar erum svo heppin að hafa átt fjölmarga einstaklinga sem skarað hafa fram úr á mörgum sviðum; íþróttum, viðskiptum, kvikmyndagerð, tónlist, mótun skólastefnu, gríni og ýmsu fleiru. Þetta fólk hefur auðgað samfélagið okkar með framlögum sínum. Við hin erum stolt af þeim. Öflugur og afkastamikill Einn þessara einstaklinga er Orri Björnsson, forstjóri líftæknifyrirtækisins Algalífs. Hann hefur farsællega leitt uppbyggingu þessa öfluga fyrirtækis sem ratað hefur í fréttir að undanförnu vegna fjögurra milljarða króna stækkunar sem komin er vel á veg og skapar fjölda starfa í miðri Kóvíd kreppu. Atorka og frumkvöðlakraftur Orra hefur drifið verkefnið áfram og nú er svo komið að fyrirtækið er metið á 25 milljarða. Orri býr yfir þeim mikilvæga eiginleika að afkasta meiru eftir því sem álagið vex, en Orri hefur innt með sóma af hendi störf sín ýmsum nefndum, stjórnum og ráðum fyrir Hafnarfjörð, á sama tíma og hann hefur leitt uppbyggingu Algalífs. Alþjóðlegt sjónarhorn Leiðir okkar Orra lágu fyrst saman í gegnum ungliðastarf Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Vinskapur okkar hefur haldist æ síðan þótt hann hafi búið og starfað í Búlgaríu, Kenía og Noregi, þar sem hann leiddi meðal annars ýmis verkefni í lyfja- og líftæknigeirunum. Hann var einnig um tíma sérstakur ráðgjafi á vegum Sameinuðu þjóðanna. Orri er heill og sannur, heiðarlegur, sannsögull og fylginn sér. Svoleiðis fólk er gott að velja til trúnaðarstarfa fyrir samfélagið. Þess vegna hefur hann valist til til forystu alþjóðlegra verkefna sem hafa skilað honum víðsýni sem nýst getur Hafnfirðingum. Þekking úr atvinnulífinu Reynsla Orra Björnssonar úr viðskiptum og víðtæk tengsl við verðmætaskapandi nýsköpunarfyrirtæki hafa verið honum haldgott veganesti í þeim verkefnum sem hann hefur tekið að sér fyrir samfélagið sem einn af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í mörg. Áherslur hans varðandi ráðdeildarsemi og skynsamlega meðferð fjármuna hafa átt sinn þátt í því að tekist hefur að byggja upp góða þjónustu við bæjarbúa um leið og gætt er að fjárhagslegum stoðum sveitarfélagsins. Skilningur á íþróttum og æskulýðsstarfi Bakgrunnur hans sem afreksíþróttamaður veitir honum dýrmæta innsýn og hann hefur sýnt það í verki að hann styður heilshugar uppbyggingu á öflugu íþrótta-, menningar- og skólastarfi í bænum. Í gegnum áralanga vináttu veit ég líka að Orri er maður orð sinna. Orri Björnsson er einn af þessum einstaklingum sem skipta sköpum í samfélaginu. Slíkt fólk er afar mikilvægt fyrir okkur Hafnfirðinga Ég hvet því alla Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði til að setja Orra í 2. sætið í prófkjörinu um helgina. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að því minni sem samfélögin eru, þeim mun meira máli skipti hver einstaklingur. Að mati undirritaðs er mikill sannleikur fólgin í þessari gömlu speki. Við Hafnfirðingar erum svo heppin að hafa átt fjölmarga einstaklinga sem skarað hafa fram úr á mörgum sviðum; íþróttum, viðskiptum, kvikmyndagerð, tónlist, mótun skólastefnu, gríni og ýmsu fleiru. Þetta fólk hefur auðgað samfélagið okkar með framlögum sínum. Við hin erum stolt af þeim. Öflugur og afkastamikill Einn þessara einstaklinga er Orri Björnsson, forstjóri líftæknifyrirtækisins Algalífs. Hann hefur farsællega leitt uppbyggingu þessa öfluga fyrirtækis sem ratað hefur í fréttir að undanförnu vegna fjögurra milljarða króna stækkunar sem komin er vel á veg og skapar fjölda starfa í miðri Kóvíd kreppu. Atorka og frumkvöðlakraftur Orra hefur drifið verkefnið áfram og nú er svo komið að fyrirtækið er metið á 25 milljarða. Orri býr yfir þeim mikilvæga eiginleika að afkasta meiru eftir því sem álagið vex, en Orri hefur innt með sóma af hendi störf sín ýmsum nefndum, stjórnum og ráðum fyrir Hafnarfjörð, á sama tíma og hann hefur leitt uppbyggingu Algalífs. Alþjóðlegt sjónarhorn Leiðir okkar Orra lágu fyrst saman í gegnum ungliðastarf Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Vinskapur okkar hefur haldist æ síðan þótt hann hafi búið og starfað í Búlgaríu, Kenía og Noregi, þar sem hann leiddi meðal annars ýmis verkefni í lyfja- og líftæknigeirunum. Hann var einnig um tíma sérstakur ráðgjafi á vegum Sameinuðu þjóðanna. Orri er heill og sannur, heiðarlegur, sannsögull og fylginn sér. Svoleiðis fólk er gott að velja til trúnaðarstarfa fyrir samfélagið. Þess vegna hefur hann valist til til forystu alþjóðlegra verkefna sem hafa skilað honum víðsýni sem nýst getur Hafnfirðingum. Þekking úr atvinnulífinu Reynsla Orra Björnssonar úr viðskiptum og víðtæk tengsl við verðmætaskapandi nýsköpunarfyrirtæki hafa verið honum haldgott veganesti í þeim verkefnum sem hann hefur tekið að sér fyrir samfélagið sem einn af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í mörg. Áherslur hans varðandi ráðdeildarsemi og skynsamlega meðferð fjármuna hafa átt sinn þátt í því að tekist hefur að byggja upp góða þjónustu við bæjarbúa um leið og gætt er að fjárhagslegum stoðum sveitarfélagsins. Skilningur á íþróttum og æskulýðsstarfi Bakgrunnur hans sem afreksíþróttamaður veitir honum dýrmæta innsýn og hann hefur sýnt það í verki að hann styður heilshugar uppbyggingu á öflugu íþrótta-, menningar- og skólastarfi í bænum. Í gegnum áralanga vináttu veit ég líka að Orri er maður orð sinna. Orri Björnsson er einn af þessum einstaklingum sem skipta sköpum í samfélaginu. Slíkt fólk er afar mikilvægt fyrir okkur Hafnfirðinga Ég hvet því alla Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði til að setja Orra í 2. sætið í prófkjörinu um helgina. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum.
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar