Dregið úr bílaumferð í borgum Spánar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 9. mars 2022 21:00 Miðborg Barcelona. Jorg Greuel/Getty Images Allar borgir Spánar þurfa á næstu mánuðum að ákveða hvar umferð eldri og mengandi bifreiða verður bönnuð í framtíðinni. Þá verður borgaryfirvöldum heimilt að innheimta gjald fyrir bílaumferð í miðborgum. Fyrir tæplega ári voru sett ný umferðarlög þar sem dregið er verulega úr hámarkshraða í öllum stórborgum Spánar. Á öllum helstu götum borga er hámarkshraði nú 30 eða 50 kílómetrar á klukkustund, eftir því hvort þær eru einnar eða tveggja akreina. Fólk í forgang í stað einkabílsins Tilgangur laganna er að fækka dauðaslysum og setja íbúana í forgang í stað einkabílsins. Nú hefur enn verið bætt um betur í þágu gangandi og hjólandi fólks á kostnað einkabílsins. Raquel Sánchez, samgönguráðherra Spánar, segir að lögin gegni margþættu hlutverki, þeim er ætlað að draga úr losun, sporna við hlýnun og bæta loftgæði borga og bæja. En fyrst og fremst eigi lögin þó að setja daglegar þarfir og hreyfanleika íbúa borganna í forgang, sagði Raquel Sáncez. Nýju lögin veita yfirvöldum borga og bæja á Spáni heimild til þess að innheimta gjald af þeim sem vilja vera akandi í miðborginni. Þetta fyrirkomulag er þegar komið á í nokkrum borgum Evrópu, til að mynda í Stokkhólmi, Ósló, Mílanó og Lundúnum. Í fyrravor var enn fremur samþykkt að skikka allar þær 149 borgir á Spáni, með fleiri en 50.000 íbúa, til þess að skilgreina ákveðin miðborgarsvæði sem láglosunarsvæði og þar verður öll umferð bensín- og díselbifreiða sem framleiddar eru fyrir tiltekið ár bönnuð. Einungis tvær borgir á Spáni hafa nú þegar afmarkað þessi láglosunarsvæði, Madrid og Barcelona, en hinar þurfa að hafa gert það fyrir árslok 2023. Á meginlandi Evrópu eru nú þegar meira en 300 afmörkuð svæði þar sem öll umferð eldri bifreiða er bönnuð vegna þess hversu mikið þær menga. Rukkað fyrir akstur í miðborginni Umferðargjaldið sem til stendur að innleiða, gengur í raun skrefinu lengra, það verður lagt á alla bílaumferð á mun stærra svæði og þær tekjur eiga svo að renna til þess að bæta almenningssamgöngur í viðkomandi borg. Íbúar í miðborginni fá yfirleitt verulegan afslátt og hreyfihamlaðir geta ekið þar án þess að greiða fyrir. Í borgum á meginlandinu þar sem komin er reynsla á slíkt gjald hefur bílaumferð minnkað um allt að þriðjung. Spánn Umferð Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Fyrir tæplega ári voru sett ný umferðarlög þar sem dregið er verulega úr hámarkshraða í öllum stórborgum Spánar. Á öllum helstu götum borga er hámarkshraði nú 30 eða 50 kílómetrar á klukkustund, eftir því hvort þær eru einnar eða tveggja akreina. Fólk í forgang í stað einkabílsins Tilgangur laganna er að fækka dauðaslysum og setja íbúana í forgang í stað einkabílsins. Nú hefur enn verið bætt um betur í þágu gangandi og hjólandi fólks á kostnað einkabílsins. Raquel Sánchez, samgönguráðherra Spánar, segir að lögin gegni margþættu hlutverki, þeim er ætlað að draga úr losun, sporna við hlýnun og bæta loftgæði borga og bæja. En fyrst og fremst eigi lögin þó að setja daglegar þarfir og hreyfanleika íbúa borganna í forgang, sagði Raquel Sáncez. Nýju lögin veita yfirvöldum borga og bæja á Spáni heimild til þess að innheimta gjald af þeim sem vilja vera akandi í miðborginni. Þetta fyrirkomulag er þegar komið á í nokkrum borgum Evrópu, til að mynda í Stokkhólmi, Ósló, Mílanó og Lundúnum. Í fyrravor var enn fremur samþykkt að skikka allar þær 149 borgir á Spáni, með fleiri en 50.000 íbúa, til þess að skilgreina ákveðin miðborgarsvæði sem láglosunarsvæði og þar verður öll umferð bensín- og díselbifreiða sem framleiddar eru fyrir tiltekið ár bönnuð. Einungis tvær borgir á Spáni hafa nú þegar afmarkað þessi láglosunarsvæði, Madrid og Barcelona, en hinar þurfa að hafa gert það fyrir árslok 2023. Á meginlandi Evrópu eru nú þegar meira en 300 afmörkuð svæði þar sem öll umferð eldri bifreiða er bönnuð vegna þess hversu mikið þær menga. Rukkað fyrir akstur í miðborginni Umferðargjaldið sem til stendur að innleiða, gengur í raun skrefinu lengra, það verður lagt á alla bílaumferð á mun stærra svæði og þær tekjur eiga svo að renna til þess að bæta almenningssamgöngur í viðkomandi borg. Íbúar í miðborginni fá yfirleitt verulegan afslátt og hreyfihamlaðir geta ekið þar án þess að greiða fyrir. Í borgum á meginlandinu þar sem komin er reynsla á slíkt gjald hefur bílaumferð minnkað um allt að þriðjung.
Spánn Umferð Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira