Búast má við suðaustan hvassviðri eða stormi, vindi á bilinu fimmtán til tuttugu og þremur metrum á sekúndu með talsverðri úrkomu, rigningu á láglendi en slyddu og síðan snjókomu til fjalla.
Þá verður takmarkað skyggni og slæmt ferðaveður á fjallvegum. Fólk er varað við því að vera á ferðinni um landshlutann að nauðsynjalausu.