Dropinn holar steininn Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 9. mars 2022 08:01 Mikil kulda- og vætutíð hefur herjað á landann undanfarið og virðist ekkert lát vera á. Við erum flest vön því að fá fréttir af litríkum lægðum á þessum árstíma við mismikinn ef nokkurn fögnuð. Búast má við slabbi og skvettum fram á vorið en þó hefur þetta tímabil reynt talsvert á. Ekki síst í kjölfarið á heimsfaraldri sem enn setur mark sitt á samfélagið. En vorið kemur og sumarið skömmu síðar með birtu og blóm í haga. Þangað til þurfum við að hjálpast að, fara varlega og sýna ávallt tillitssemi í umferðinni. Vakandi í vetrarfærð Aksturslag og aðstæður skipta miklu máli þegar kemur að vetrarakstri. Þegar kólnar í veðri geta vegir skyndilega orðið hálir og þegar snjóþungt er þrengjast götur og færðin spillist. Mikilvægt er þá að ökumenn séu á varðbergi og með augun á veginum. Í sögulegu samhengi var febrúarmánuður þetta árið í raun ekki óhefðbundinn vetrarmánuður. Lykilatriði er að flýta sér hægt og sýna tillitssemi, við höfum öll heyrt þessi varnaðarorð áður. Oft var þörf en nú er nauðsyn í þeim aðstæðum sem verið hafa á vegum landsins undanfarið. Nauðsynlegt er að vera á góðum dekkjum, velja hraða við hæfi og vera létt á inngjöfinni. Það sem skiptir þó fyrst og fremst máli við akstur í snjó og hálku er að sýna þolinmæði við aksturinn og fara varlega. Stundum er fólk að troðast en það kann ekki góðri lukku að stýra. Umferðin er samvinnuverkefni sem krefst þess að allir leggi sitt af mörkum til að hún gangi smurt fyrir sig. Vatnselgur á götum úti Þegar ekið er í polla eða vatnselg þurfum við að vera meðvituð um að óljóst er hvað leynist þar undir. Þar geta verið holur, grjót, pollurinn getur verið dýpri en við höldum og svo framvegis. Þá er vert að hafa nokkur atriði í huga og fæ ég að láni góðar ábendingar af heimasíðu Brimborgar. Gott er að miða akstur í vatni við gönguhraða og hafa skal í huga að öldur sem myndast af umferð á móti geta farið upp fyrir gólf bílsins. Ef hægt er að kanna dýptina á dýpsta stað áður en ekið er í gegnum vatnið þá væri það vissulega ákjósanlegt, en sjaldnast gefst færi til þess í innanbæjarumferð. Mismunandi er eftir bílgerðum hver vaðdýpt bílsins er en yfirleitt er miðað við að vatn fari ekki upp fyrir sílsa bílsins, það er listana neðst við bílhurðar. Mikilvægt er að stöðva ekki bíl í vatni, frekar skal keyra varlega áfram eða bakka bílnum strax upp úr vatninu. Forðast ætti að aka í gegnum saltvatn þar sem það getur valdið tæringu í ýmsum hlutum bílsins. Eftir að ekið er í gegnum vatn skal stíga létt á bremsuna til að athuga hvort full bremsuvirkni sé til staðar. Bremsubúnaðurinn hreinsar sig við hemlun en vatn og leðja geta sest á bremsubúnað og haft áhrif á virkni hans. Er hola í veginum? Í miklu fannfergi er óhjákvæmilegt að malbik losni upp og holur myndist. Djúp hola getur myndast á örfáum klukkutímum. Margir hafa orðið fyrir tjóni á bílum undanfarið vegna slæms ástands gatna. Þegar klakinn bráðnar koma í ljós holur og skarpar brúnir sem geta sprengt dekk, skemmt felgur og valdið öðrum skaða undir bílnum. Undirvagnar bíla eru viðkvæmir fyrir þungum höggum. Sú ábyrgð hvílir á veghaldara að grípa sem fyrst til aðgerða til að koma í veg fyrir tjón og mikilvægt er að tilkynna holur. Inni á heimasíðu Vegagerðarinnar er farið yfir hvernig tilkynna má um tjón á ökutæki og þá fer sú tilkynning strax í ákveðið afgreiðsluferli. Einnig er hægt að tilkynna holur með FÍB forritinu Vegbót á vegbot.is þar sem skrá má holu eða hvarf í vegi. Ef það er gert með snjalltæki á staðnum á staðsetning að fylgja með tilkynningunni. Verum viðbúin hinu óvænta Dropinn holar steininn er yfirskrift þessa pistils og má skilja máltækið bókstaflega þar sem dropinn hefur sannarlega holað steininn á götum borgarinnar. En hins vegar vísar máltækið líka til þess að endurtekin skilaboð skila árangri. Nú hafa tryggingafélögin tekið undirvagnstjón inn í sínar kaskótryggingar. Kaskóverndin er því orðin mun víðtækari en hún var og er það viðbragð við ákalli markaðarins. Mikil verðmæti eru fólgin í undirvagninum, ekki síst með tilkomu rafbíla, og taka þarf tillit til þess. Mikilvægt er því að mæta þörfum viðskiptavina á hverjum tíma. En best er auðvitað fyrir alla hlutaðeigandi að forða tjónum og þar kemur aðgæsla ökumanna til sögunnar. Með því að huga að forvörnum og vera sem best undirbúin fyrir akstur í mismunandi aðstæðum getum við komist hjá leiðindum og miska. Þetta felur meðal annars í sér að sinna vel viðhaldi ökutækisins, aka um á góðum dekkjum, hafa rúðusköfu og framrúðuplástur til taks í bílnum, láta símann eiga sig á meðan á akstri stendur, bakka í stæði og virða hámarkshraða. Góð athygli, þolinmæði og tillitssemi eru besta veganestið. Förum varlega í umferðinni og góða ferð. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Umferðaröryggi Tryggingar Slysavarnir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Mikil kulda- og vætutíð hefur herjað á landann undanfarið og virðist ekkert lát vera á. Við erum flest vön því að fá fréttir af litríkum lægðum á þessum árstíma við mismikinn ef nokkurn fögnuð. Búast má við slabbi og skvettum fram á vorið en þó hefur þetta tímabil reynt talsvert á. Ekki síst í kjölfarið á heimsfaraldri sem enn setur mark sitt á samfélagið. En vorið kemur og sumarið skömmu síðar með birtu og blóm í haga. Þangað til þurfum við að hjálpast að, fara varlega og sýna ávallt tillitssemi í umferðinni. Vakandi í vetrarfærð Aksturslag og aðstæður skipta miklu máli þegar kemur að vetrarakstri. Þegar kólnar í veðri geta vegir skyndilega orðið hálir og þegar snjóþungt er þrengjast götur og færðin spillist. Mikilvægt er þá að ökumenn séu á varðbergi og með augun á veginum. Í sögulegu samhengi var febrúarmánuður þetta árið í raun ekki óhefðbundinn vetrarmánuður. Lykilatriði er að flýta sér hægt og sýna tillitssemi, við höfum öll heyrt þessi varnaðarorð áður. Oft var þörf en nú er nauðsyn í þeim aðstæðum sem verið hafa á vegum landsins undanfarið. Nauðsynlegt er að vera á góðum dekkjum, velja hraða við hæfi og vera létt á inngjöfinni. Það sem skiptir þó fyrst og fremst máli við akstur í snjó og hálku er að sýna þolinmæði við aksturinn og fara varlega. Stundum er fólk að troðast en það kann ekki góðri lukku að stýra. Umferðin er samvinnuverkefni sem krefst þess að allir leggi sitt af mörkum til að hún gangi smurt fyrir sig. Vatnselgur á götum úti Þegar ekið er í polla eða vatnselg þurfum við að vera meðvituð um að óljóst er hvað leynist þar undir. Þar geta verið holur, grjót, pollurinn getur verið dýpri en við höldum og svo framvegis. Þá er vert að hafa nokkur atriði í huga og fæ ég að láni góðar ábendingar af heimasíðu Brimborgar. Gott er að miða akstur í vatni við gönguhraða og hafa skal í huga að öldur sem myndast af umferð á móti geta farið upp fyrir gólf bílsins. Ef hægt er að kanna dýptina á dýpsta stað áður en ekið er í gegnum vatnið þá væri það vissulega ákjósanlegt, en sjaldnast gefst færi til þess í innanbæjarumferð. Mismunandi er eftir bílgerðum hver vaðdýpt bílsins er en yfirleitt er miðað við að vatn fari ekki upp fyrir sílsa bílsins, það er listana neðst við bílhurðar. Mikilvægt er að stöðva ekki bíl í vatni, frekar skal keyra varlega áfram eða bakka bílnum strax upp úr vatninu. Forðast ætti að aka í gegnum saltvatn þar sem það getur valdið tæringu í ýmsum hlutum bílsins. Eftir að ekið er í gegnum vatn skal stíga létt á bremsuna til að athuga hvort full bremsuvirkni sé til staðar. Bremsubúnaðurinn hreinsar sig við hemlun en vatn og leðja geta sest á bremsubúnað og haft áhrif á virkni hans. Er hola í veginum? Í miklu fannfergi er óhjákvæmilegt að malbik losni upp og holur myndist. Djúp hola getur myndast á örfáum klukkutímum. Margir hafa orðið fyrir tjóni á bílum undanfarið vegna slæms ástands gatna. Þegar klakinn bráðnar koma í ljós holur og skarpar brúnir sem geta sprengt dekk, skemmt felgur og valdið öðrum skaða undir bílnum. Undirvagnar bíla eru viðkvæmir fyrir þungum höggum. Sú ábyrgð hvílir á veghaldara að grípa sem fyrst til aðgerða til að koma í veg fyrir tjón og mikilvægt er að tilkynna holur. Inni á heimasíðu Vegagerðarinnar er farið yfir hvernig tilkynna má um tjón á ökutæki og þá fer sú tilkynning strax í ákveðið afgreiðsluferli. Einnig er hægt að tilkynna holur með FÍB forritinu Vegbót á vegbot.is þar sem skrá má holu eða hvarf í vegi. Ef það er gert með snjalltæki á staðnum á staðsetning að fylgja með tilkynningunni. Verum viðbúin hinu óvænta Dropinn holar steininn er yfirskrift þessa pistils og má skilja máltækið bókstaflega þar sem dropinn hefur sannarlega holað steininn á götum borgarinnar. En hins vegar vísar máltækið líka til þess að endurtekin skilaboð skila árangri. Nú hafa tryggingafélögin tekið undirvagnstjón inn í sínar kaskótryggingar. Kaskóverndin er því orðin mun víðtækari en hún var og er það viðbragð við ákalli markaðarins. Mikil verðmæti eru fólgin í undirvagninum, ekki síst með tilkomu rafbíla, og taka þarf tillit til þess. Mikilvægt er því að mæta þörfum viðskiptavina á hverjum tíma. En best er auðvitað fyrir alla hlutaðeigandi að forða tjónum og þar kemur aðgæsla ökumanna til sögunnar. Með því að huga að forvörnum og vera sem best undirbúin fyrir akstur í mismunandi aðstæðum getum við komist hjá leiðindum og miska. Þetta felur meðal annars í sér að sinna vel viðhaldi ökutækisins, aka um á góðum dekkjum, hafa rúðusköfu og framrúðuplástur til taks í bílnum, láta símann eiga sig á meðan á akstri stendur, bakka í stæði og virða hámarkshraða. Góð athygli, þolinmæði og tillitssemi eru besta veganestið. Förum varlega í umferðinni og góða ferð. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun