Hvað er framundan í ljósi hörmunga sem steðja að og er einhver von? Gylfi Ingvarsson skrifar 9. mars 2022 08:30 Það er ljóst að takast verður á við vanda sem skapast m.a. vegna fjölgunar flóttamanna, loftslagsvárinnar og vandamála í heilbrigðis- og hollustumálum. Allt eru þetta málefni sem snúa að fólki frá vöggu til grafar. Það kostar mikla fjármuni að takast á við þennan vanda en þeir eru til. Hins vegar verður samfélagið að hugsa upp á nýtt hvernig við náum í þessa fjármuni svo hægt verði að fjármagna fyrirliggjandi verkefni. Við búum í ríku landi með mikil verðmæti en þar er verðmætum vægast sagt mjög misskipt. Það er grundvallaratriði í góðum búskap að slátra ekki mjólkurkúnum með því að selja það sem ríkið á (ríkið það erum við). Miklum fremur ættum við að huga að því að tryggja þjóðareign á bönkum og auðlindunum til lands og sjávar. Sóknarfæri til að fjármagna stoðir samfélagsins er að finna í eftirfarandi atriðum: Í veiðiheimildum (fiskistofnarnir eru sameign þjóðarinnar), skattlagningum á fiskeldi með sanngjörnum hætti en hægt er að sækja viðmið annars staðar í heiminum, stóreignafólk verður að skila til samfélagsins stórauknu framlagi, íslensk fyrirtæki t.d. skipafélög útgerðin verði skráð hér á landi, raforkuna og hitann á að nýta hér á landi eins og til matvælaframleiðslu á hagstæðan hátt og nýsköpunar og tryggja verður næga raforku til allra landshluta, það þarf að gera úttekt á húsnæðismálum og greina allt brask sem átt hefur sér stað í kaupum og sölum á íbúðum sem ýtt hefur upp verði á íbúðum á óeðlilegan hátt, Það á ekki að eiga sér stað að fjársterkir aðilar kaupi upp íbúðir í fjármálabraski svo ekki sé talað um peningaþvætti. Það þarf að stöðva sértökuhópa eins og dæmin sanna m.a. hjá ICELANDAIR og víðar. Það þarf að sjá til þess að jaðarhópar í okkar samfélagi eins og eldri borgarar og öryrkjar geti lifað innihaldsríku lífi. Það á að aðstoða fólk í sárri fátækt, þessu má ekki gleyma. Vilji er allt sem þarf en það þarf dug og kjark til þess að framkvæma. Stóra spurningin er hvort hann sé til staðar eða hafa þau öfl sem vilja verja sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni áfram vinninginn? Það er ákall í samfélaginu um úrbætur. Höfundur er vélvirki og eldri borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Það er ljóst að takast verður á við vanda sem skapast m.a. vegna fjölgunar flóttamanna, loftslagsvárinnar og vandamála í heilbrigðis- og hollustumálum. Allt eru þetta málefni sem snúa að fólki frá vöggu til grafar. Það kostar mikla fjármuni að takast á við þennan vanda en þeir eru til. Hins vegar verður samfélagið að hugsa upp á nýtt hvernig við náum í þessa fjármuni svo hægt verði að fjármagna fyrirliggjandi verkefni. Við búum í ríku landi með mikil verðmæti en þar er verðmætum vægast sagt mjög misskipt. Það er grundvallaratriði í góðum búskap að slátra ekki mjólkurkúnum með því að selja það sem ríkið á (ríkið það erum við). Miklum fremur ættum við að huga að því að tryggja þjóðareign á bönkum og auðlindunum til lands og sjávar. Sóknarfæri til að fjármagna stoðir samfélagsins er að finna í eftirfarandi atriðum: Í veiðiheimildum (fiskistofnarnir eru sameign þjóðarinnar), skattlagningum á fiskeldi með sanngjörnum hætti en hægt er að sækja viðmið annars staðar í heiminum, stóreignafólk verður að skila til samfélagsins stórauknu framlagi, íslensk fyrirtæki t.d. skipafélög útgerðin verði skráð hér á landi, raforkuna og hitann á að nýta hér á landi eins og til matvælaframleiðslu á hagstæðan hátt og nýsköpunar og tryggja verður næga raforku til allra landshluta, það þarf að gera úttekt á húsnæðismálum og greina allt brask sem átt hefur sér stað í kaupum og sölum á íbúðum sem ýtt hefur upp verði á íbúðum á óeðlilegan hátt, Það á ekki að eiga sér stað að fjársterkir aðilar kaupi upp íbúðir í fjármálabraski svo ekki sé talað um peningaþvætti. Það þarf að stöðva sértökuhópa eins og dæmin sanna m.a. hjá ICELANDAIR og víðar. Það þarf að sjá til þess að jaðarhópar í okkar samfélagi eins og eldri borgarar og öryrkjar geti lifað innihaldsríku lífi. Það á að aðstoða fólk í sárri fátækt, þessu má ekki gleyma. Vilji er allt sem þarf en það þarf dug og kjark til þess að framkvæma. Stóra spurningin er hvort hann sé til staðar eða hafa þau öfl sem vilja verja sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni áfram vinninginn? Það er ákall í samfélaginu um úrbætur. Höfundur er vélvirki og eldri borgari.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar