Hvernig nesti fær þitt barn? Íris Róbertsdóttir skrifar 9. mars 2022 13:32 Í nýliðinni viku var haldin ráðstefnan „Læsi er lykill að menntun” og einnig málstofa á vegum nýstofnaðs Rannsóknarseturs Háskóla Íslands um menntun og hugarfar. Læsi kemur okkur öllum við og er á ábyrgð okkar allra. Læsi er lykill að öllu námi. Það að geta lesið sér til gagns er undirstaða þess að geta tekið virkan þátt í lýðræðissamfélagi. Leik- og grunnskólinn er það jöfnunartæki sem við höfum til að nesta alla nemendur út í lífið með jöfn tækifæri. Ég veit að það er keppikefli allra að börnin okkar nýti skólaárin sem best og fái bestu mögulegu menntun. En það er einhversstaðar pottur brotinn og við erum ekki að nesta alla nemendur jafn vel út í lifið eftir sína skólagöngu. Þar hallar sérstaklega á drengi. Við getum gert betur sem samfélag og læsi og lestur er ekki bara á ábyrgð foreldra og kennara. Þetta kemur okkur öllum við. Það er frábært að finna þann mikla áhuga á læsi og skólamálum almennt sem er í samfélaginu. Ánægjulegt er að finna líka áhuga ráðamanna; tveir ráðherrar og forseti Íslands tóku þátt í ráðstefnunni. Staða menntunar í víðu samhengi er svo sannarlega á dagskrá, enda ein mikilvægasta undirstaðan í velmegun samfélagsins og velgengni einstaklinganna. Nú í aðdraganda sveitastjórnakosninga er mikilvægt að setja skólamálin raunverulega á dagskrá. Á Íslandi höfum við einstakt tækfæri. Við erum með leikskóla sem gegna lykilhlutverki í grunnmenntun og svo tekur við 10 ára grunnskólaganga. Nánast öll börn eru í leikskóla frá eins til tveggja ára aldri þannig að við höfum a.m.k 14 ár til að jafna tækfærin og nesta öll börnin út í lífið með góða færni. Þetta tækifæri verðum við að nota vel. Hlúa að mannauðnum í skólasamfélaginu, leita leiða að nýrri nálgun í samvinnu og sátt, nemendum og okkur öllum til heilla. Við þurfum að þora að fara nýjar leiðir og, já, það þarf að fylgja fjármagn. „Kveikjum neistann“ í Vestmannaeyjum Fyrsta þróunar- og rannsóknarverkefnið, sem nýtt Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar fer í, er verkefnið ''Kveikjum neistann'' og fer fram í Grunnskóla Vestmannaeyja. Þetta er verkefni um að bæta árangur og líðan nemenda og er undir stjórn Hermundar Sigurmundssonar. Vestmannaeyjabær er þátttakandi í verkefninu bæði fjárhagslega og faglega. Skólasamfélagið okkar, starfsfólk á bæjarbókasafninu og fleira fagfólk er að vinna af áhuga og dugnaði að þessu verkefni. ''Kveikjum neistann'' er að vekja verðskuldaða athygli enda gríðarlega spennandi fyrir margra hluta sakir. Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu og ég efast ekki um að það mun hafa áhrif til góðs fyrir nemendur og skólasamfélagið allt. Við viljum gera enn betur! Í Vestmannaeyjum höfum við undanfarin 3 ár lagt mikla áherslu á snemmtæka íhutun og fá leikskólar bæjarins fjármagn í því skyni sem er ekki tengt greiningum heldur hugsað til að grípa og aðstoða nemendur strax byggt á skimunum eða mati kennara. Það er mikilvægt því tíminn vinnur ekki með ungum nemendum í leikskóla sem þurfa að bíða eftir sérhæfðri aðstoð. Þetta er að skila sér í betri árangri og glaðari börnum! Í Vestmannaeyjum tókum við líka ákvörðun um að tækjavæða grunnskólann og hefur það verkefni verið í gangi í tæp 3 ár og mun ljúka á næsta ári. Sérstakur verkefnastjóri er yfir spjaldtölvuinnleiðingu Grunnskóla Vestmannaeyja sem skiptir miklu máli því það þarf að fylgja eftir slíkri innleiðingu. Markmiðið um eitt tæki á hvern nemanda náðist núna í febrúar. Framundan er skemmtilegt lærdómsferli í tækninni með sköpunargleði að leiðarljósi. Nemendur eru sammála því og sýnir könnun sem gerð var meðal nemenda að þeim gengur vel að tileinka sér tæknina í námi og verkefnin eru fjölbreyttari. Verið er að undirbúa nemendur fyrir „heim“ tækninnar. Í Vestmannaeyjum er mikill kraftur og metnaður í öllu skólasamfélaginu. Stefnt er að því að verða í fremstu röð og vera óhrædd við að fara nýjar leiðir að því markmiði. Við viljum gera enn betur! En þetta er ekki hægt án alls þess mannauðs og áhuga sem er í skólunum; og hjá foreldrum og samfélaginu öllu sem hafa tekið höndum saman og sett öflugt skólastarf í forgang! Höfundur er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íris Róbertsdóttir Vestmannaeyjar Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Í nýliðinni viku var haldin ráðstefnan „Læsi er lykill að menntun” og einnig málstofa á vegum nýstofnaðs Rannsóknarseturs Háskóla Íslands um menntun og hugarfar. Læsi kemur okkur öllum við og er á ábyrgð okkar allra. Læsi er lykill að öllu námi. Það að geta lesið sér til gagns er undirstaða þess að geta tekið virkan þátt í lýðræðissamfélagi. Leik- og grunnskólinn er það jöfnunartæki sem við höfum til að nesta alla nemendur út í lífið með jöfn tækifæri. Ég veit að það er keppikefli allra að börnin okkar nýti skólaárin sem best og fái bestu mögulegu menntun. En það er einhversstaðar pottur brotinn og við erum ekki að nesta alla nemendur jafn vel út í lifið eftir sína skólagöngu. Þar hallar sérstaklega á drengi. Við getum gert betur sem samfélag og læsi og lestur er ekki bara á ábyrgð foreldra og kennara. Þetta kemur okkur öllum við. Það er frábært að finna þann mikla áhuga á læsi og skólamálum almennt sem er í samfélaginu. Ánægjulegt er að finna líka áhuga ráðamanna; tveir ráðherrar og forseti Íslands tóku þátt í ráðstefnunni. Staða menntunar í víðu samhengi er svo sannarlega á dagskrá, enda ein mikilvægasta undirstaðan í velmegun samfélagsins og velgengni einstaklinganna. Nú í aðdraganda sveitastjórnakosninga er mikilvægt að setja skólamálin raunverulega á dagskrá. Á Íslandi höfum við einstakt tækfæri. Við erum með leikskóla sem gegna lykilhlutverki í grunnmenntun og svo tekur við 10 ára grunnskólaganga. Nánast öll börn eru í leikskóla frá eins til tveggja ára aldri þannig að við höfum a.m.k 14 ár til að jafna tækfærin og nesta öll börnin út í lífið með góða færni. Þetta tækifæri verðum við að nota vel. Hlúa að mannauðnum í skólasamfélaginu, leita leiða að nýrri nálgun í samvinnu og sátt, nemendum og okkur öllum til heilla. Við þurfum að þora að fara nýjar leiðir og, já, það þarf að fylgja fjármagn. „Kveikjum neistann“ í Vestmannaeyjum Fyrsta þróunar- og rannsóknarverkefnið, sem nýtt Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar fer í, er verkefnið ''Kveikjum neistann'' og fer fram í Grunnskóla Vestmannaeyja. Þetta er verkefni um að bæta árangur og líðan nemenda og er undir stjórn Hermundar Sigurmundssonar. Vestmannaeyjabær er þátttakandi í verkefninu bæði fjárhagslega og faglega. Skólasamfélagið okkar, starfsfólk á bæjarbókasafninu og fleira fagfólk er að vinna af áhuga og dugnaði að þessu verkefni. ''Kveikjum neistann'' er að vekja verðskuldaða athygli enda gríðarlega spennandi fyrir margra hluta sakir. Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu og ég efast ekki um að það mun hafa áhrif til góðs fyrir nemendur og skólasamfélagið allt. Við viljum gera enn betur! Í Vestmannaeyjum höfum við undanfarin 3 ár lagt mikla áherslu á snemmtæka íhutun og fá leikskólar bæjarins fjármagn í því skyni sem er ekki tengt greiningum heldur hugsað til að grípa og aðstoða nemendur strax byggt á skimunum eða mati kennara. Það er mikilvægt því tíminn vinnur ekki með ungum nemendum í leikskóla sem þurfa að bíða eftir sérhæfðri aðstoð. Þetta er að skila sér í betri árangri og glaðari börnum! Í Vestmannaeyjum tókum við líka ákvörðun um að tækjavæða grunnskólann og hefur það verkefni verið í gangi í tæp 3 ár og mun ljúka á næsta ári. Sérstakur verkefnastjóri er yfir spjaldtölvuinnleiðingu Grunnskóla Vestmannaeyja sem skiptir miklu máli því það þarf að fylgja eftir slíkri innleiðingu. Markmiðið um eitt tæki á hvern nemanda náðist núna í febrúar. Framundan er skemmtilegt lærdómsferli í tækninni með sköpunargleði að leiðarljósi. Nemendur eru sammála því og sýnir könnun sem gerð var meðal nemenda að þeim gengur vel að tileinka sér tæknina í námi og verkefnin eru fjölbreyttari. Verið er að undirbúa nemendur fyrir „heim“ tækninnar. Í Vestmannaeyjum er mikill kraftur og metnaður í öllu skólasamfélaginu. Stefnt er að því að verða í fremstu röð og vera óhrædd við að fara nýjar leiðir að því markmiði. Við viljum gera enn betur! En þetta er ekki hægt án alls þess mannauðs og áhuga sem er í skólunum; og hjá foreldrum og samfélaginu öllu sem hafa tekið höndum saman og sett öflugt skólastarf í forgang! Höfundur er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun