Vísbendingar um undanþágur fyrir of ungar brúðir vegna trúar Sunna Valgerðardóttir skrifar 9. mars 2022 19:01 Andrés Ingi JónssonÞingmanni Pírata hafa borist ábendingar um að undanþágubeiðnir vegna of lágs giftingaraldurs hafi verið settar fram af trúarlegum ástæðum. Vísir/Sigurjón Þingmaður Pírata hefur fengið ábendingar um að beiðnir um undanþágur til dómsmálaráðuneytisins vegna of lágs giftingaraldurs hafi komið til vegna trúarlegra ástæðna. Margir kristnir söfnuðir líta á kynlíf fyrir hjónaband sem synd og því giftast safnaðarmeðlimir oft nokkuð ungir. Von er á skýrslu um undanþágurnar á næstu vikum. Dómsmálaráðuneytið hefur veitt 18 undanþágur frá giftingaraldri síðan 1998, þegar sjálfræðisaldurinn var hækkaður úr 16 árum í 18. Samkvæmt svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar þingmanns árið 2018 höfðu allar undanþágubeiðnir verið samþykktar. 31 árs gamlir menn fá að giftast 17 ára stelpum Allar nema ein snúa að aldri brúðar ein í eitt skipti er var það brúðgumi sem var 17 ára og brúðurin 18. Stúlkurnar sem undanþágurnar snúast um voru ýmist 16 eða 17 ára. Aldur brúðgumanna er frá 18 ára og allt upp í 31 árs, sem gerir þá 14 árum eldri en stúlkurnar sem þeir vildu, og fengu, að giftast. Aldur brúðguma í einu tilviki liggur ekki fyrir. „Eftir að þessi fyrirspurn kom fyrst fram, og ég lagði fram frumvarp um að loka þessari undanþáguglufu, þá höfðu aðstandendur og vinir nokkurra para þarna samband við mig,” segir Andrés. „Og þetta er mjög oft fólk þar sem eru einhverjar trúarlegar ástæður fyrir því að það sé litið svo á að það þurfi að ganga í hjónaband.” „Kannski par sem er byrjað að stunda kynlíf en foreldrarnir líta á það sem synd að stunda kynlíf utan hjónabands og þá þarf að drífa í því að stoppa upp í það.” Andrés vildi fá að vita hvernig ráðherra teldi þessar undanþágur samræmast alþjóðlegum skuldbindingum í baráttunni gegn barnahjónaböndum. Hann segist sjálfur ekkert endilega hafa búist við því að undanþágurnar væru yfir höfuð nýttar hér þegar hann lagði fyrirspurnina fram. „Svo eru þarna dæmi sem ættu að vera rauð flögg í kring um. Þar sem hitt hjónaefnið er 26 eða 27 og alveg upp í 31 árs.” „Hvað hefur 31 árs kall, hvað liggur honum svona mikið á að giftast 17 ára stúlku og getur ekki beðið þar til hún verði 18?” Von er á skýrslu frá ráðuneytinu um málið á allra næstu vikum. Yfirlýsingar frá trúfélögum vegna Kompáss Fjallað var um ofbeldi innan kristilegra sértrúarsöfnuða á Íslandi í nýjasta þætti Kompáss. Kynlíf fyrir hjónaband er mjög oft bannað innan þeirra raða og álitið synd. Algengt er að safnaðarmeðlimir gifti sig nokkuð ungir. Í dag bárust yfirlýsingar frá bæði Smárakirkju, sem hét áður Krossinn, og Hvítasunnusöfnuðinum Fíladelfíu vegna þáttarins. Báðir söfnuðir höfnuðu því að vera sértrúarsöfnuðir og undirstrikuðu að ofbeldi og kúgun viðgangist ekki innan þeirra raða. Leiðtogar sértrúarsafnaðarins Frelsisins hafa bæði verið virk í kristilegu starfi undanfarin ár, en þau hafa ekki orðið við beiðni fréttastofu um viðtöl. Lesa má yfirlýsingu Hvítasunnusafnaðarins Fíladelfíu í heild sinni hér að neðan. Yfirlýsing frá Fíladelfíu vegna umfjöllunar Kompás Það var í senn hryggilegt og alvarlegt að heyra frásagnir þeirra sem stigu nýlega fram í fréttaskýringaþættinum Kompás á Stöð 2 og lýstu ofbeldi sem þau höfðu upplifað innan trúfélaga á árum áður. Slíkar sögur ber að taka alvarlega enda á ofbeldi sér margar myndir og getur birst hvar sem er. Trúfélög eru þar ekki undanskilin. Það ber að virða að reynsla þeirra sem stíga fram og segja sögu sína á að vera aðalatriðið í slíkri umfjöllun. Aftur á móti var framsetning þáttarins þó þess eðlis að við henni er rétt að bregðast. Af augljósum ástæðum er það er hvorki sanngjarnt né á nokkurn hátt málefnalegt að setja trúfélag eins og Fíladelfíu í flokk með Manson fjölskyldunni, Heavens gate eða hryllingnum í Jonestown. Orðið sértrúarsöfnuður er meiðandi orð, enda er ekkert trúfélag sem lýsir sjálfu sér þannig. Orðið er neikvætt og niðrandi og er gjarnan notað til þess að gera trúfélög tortryggileg. Skilgreining ,,sértrúarsafnaðar” samkvæmt kompásþættinum var að það væri söfnuður sem teldi að hann einn hefði sannleikann og yrði hólpinn. Fíladelfía hefur aldrei kennt það, við erum kristin kirkja í samfélagi við kristnar kirkjur. Vegna þess að engin greinarmunur var gerður á trúfélögum í umfjölluninni er ágætt að árétta nokkur atriði sem komu fram þegar fjallað var um þá stjórnun og ofbeldi sem fólk hefur upplifað. Fyrst ber að nefna að í Fíladelfíu kemur söfnuðurinn eða leiðtogar safnaðarins ekki nálægt makavali meðlima. Slík afskipti af frjálsum vilja einstaklinga eru með öllu óeðlileg. Þá er það rangt sem haldið var fram í þættinum að í kirkjunni væri „stranglega bannað að skilja”. Vissulega er það von okkar að sem flestir geti átt heilbrigð og hamingjusöm hjónabönd. Það er þó ekki alltaf raunin eins og meginþorri landsmanna hefur kynnst, hvort sem er af eigin raun eða annarra. Það er ekkert launungarmál að söfnuðurinn er fjármagnaður með gjöfum meðlima að viðbættum sóknargjöldum. Hins vegar er ekki fylgst með því hverjir gefa til kirkjunnar og hverjir ekki. Loks má taka fram að prestar Fíladelfíu eru ekki á nokkurn hátt einráðir um málefni og starfsemi kirkjunnar, boðskap hennar og þaðan af síður um málefni einstaklinga innan kirkjunnar. Þeir eru kjörnir til fjögurra ára í senn og yfir þeim ríkir lýðræðislega kjörin stjórn og öldungaráð, sem í sitja einstaklingar sem kjörnir eru til þriggja ára í senn. Allar kosningar eru leynilegar og fara fram á aðalfundum þar sem allir safnaðarmeðlimir hafa kosningarétt. Leiðtogar kirkjunnar eru þannig ábyrgir gagnvart aðalfundi, sem einnig þarf að samþykkja ársreikninga og velur endurskoðendur og skoðunarmenn. Framsetning Kompáss, að hefja umfjöllun sína á öfgafullum dæmum um samfélög sem sum myrtu fólk eða frömdu hópsjálfsvíg, og í því samhengi fjalla um Fíladelfíu og önnur trúfélög, er í besta falli ámælisverð. Við höfnum öllum samanburði við slíka hópa. Þvert á það sem sagt var í umfjölluninni könnumst við ekki við að nokkur tilraun hafi verið gerð til þess að hafa samband við Fíladelfíu og gefa okkur tækifæri til þess að tjá okkur. Að lokum er rétt að taka fram að Hvítasunnukirkjan á sér yfir 100 ára sögu á Íslandi. Boðskap kirkjunnar má nálgast á heimasíðu hennar, í reglulegum útsendingum yfir netið og með öðrum hætti sem er öllum opin. Kirkjan er jafnframt öllum opin og öll starfsemi hennar fer fram með gegnsæjum hætti. Kompás Trúmál Alþingi Tengdar fréttir Smárakirkja hafnar því að vera sértrúarsöfnuður Stjórn Smárakirkju, áður Krossins, segir að unglingaleiðtogi sem beitti viðmælanda Kompáss kynferðisofbeldi á meðan hún var í kirkjunni hafi aðeins starfað hjá Smárakirkju í um þrjá mánuði. Honum hafi verið vísað úr þjónustu vegna úreltra viðhorfa og óeðlilegra stjórnunarhátta. 9. mars 2022 12:06 Leiðtogar Frelsisins enn virk í kristilegu starfi hér á landi Stofnendur sértrúarsafnaðarins Frelsisins, kristilegrar miðstöðvar, eru enn virk í kristilegu starfi hér á landi. Hvorugt hefur viljað svara fyrir það sem gekk á í söfnuðinum á þeim sex árum sem hann var starfandi. Pastorsfrúin fyrrverandi sat um tíma í fangelsi í Bandaríkjunum en hefur nú stofnað nýtt kristilegt starf á Íslandi. 9. mars 2022 11:50 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 7. mars 2022 17:38 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hefur veitt 18 undanþágur frá giftingaraldri síðan 1998, þegar sjálfræðisaldurinn var hækkaður úr 16 árum í 18. Samkvæmt svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar þingmanns árið 2018 höfðu allar undanþágubeiðnir verið samþykktar. 31 árs gamlir menn fá að giftast 17 ára stelpum Allar nema ein snúa að aldri brúðar ein í eitt skipti er var það brúðgumi sem var 17 ára og brúðurin 18. Stúlkurnar sem undanþágurnar snúast um voru ýmist 16 eða 17 ára. Aldur brúðgumanna er frá 18 ára og allt upp í 31 árs, sem gerir þá 14 árum eldri en stúlkurnar sem þeir vildu, og fengu, að giftast. Aldur brúðguma í einu tilviki liggur ekki fyrir. „Eftir að þessi fyrirspurn kom fyrst fram, og ég lagði fram frumvarp um að loka þessari undanþáguglufu, þá höfðu aðstandendur og vinir nokkurra para þarna samband við mig,” segir Andrés. „Og þetta er mjög oft fólk þar sem eru einhverjar trúarlegar ástæður fyrir því að það sé litið svo á að það þurfi að ganga í hjónaband.” „Kannski par sem er byrjað að stunda kynlíf en foreldrarnir líta á það sem synd að stunda kynlíf utan hjónabands og þá þarf að drífa í því að stoppa upp í það.” Andrés vildi fá að vita hvernig ráðherra teldi þessar undanþágur samræmast alþjóðlegum skuldbindingum í baráttunni gegn barnahjónaböndum. Hann segist sjálfur ekkert endilega hafa búist við því að undanþágurnar væru yfir höfuð nýttar hér þegar hann lagði fyrirspurnina fram. „Svo eru þarna dæmi sem ættu að vera rauð flögg í kring um. Þar sem hitt hjónaefnið er 26 eða 27 og alveg upp í 31 árs.” „Hvað hefur 31 árs kall, hvað liggur honum svona mikið á að giftast 17 ára stúlku og getur ekki beðið þar til hún verði 18?” Von er á skýrslu frá ráðuneytinu um málið á allra næstu vikum. Yfirlýsingar frá trúfélögum vegna Kompáss Fjallað var um ofbeldi innan kristilegra sértrúarsöfnuða á Íslandi í nýjasta þætti Kompáss. Kynlíf fyrir hjónaband er mjög oft bannað innan þeirra raða og álitið synd. Algengt er að safnaðarmeðlimir gifti sig nokkuð ungir. Í dag bárust yfirlýsingar frá bæði Smárakirkju, sem hét áður Krossinn, og Hvítasunnusöfnuðinum Fíladelfíu vegna þáttarins. Báðir söfnuðir höfnuðu því að vera sértrúarsöfnuðir og undirstrikuðu að ofbeldi og kúgun viðgangist ekki innan þeirra raða. Leiðtogar sértrúarsafnaðarins Frelsisins hafa bæði verið virk í kristilegu starfi undanfarin ár, en þau hafa ekki orðið við beiðni fréttastofu um viðtöl. Lesa má yfirlýsingu Hvítasunnusafnaðarins Fíladelfíu í heild sinni hér að neðan. Yfirlýsing frá Fíladelfíu vegna umfjöllunar Kompás Það var í senn hryggilegt og alvarlegt að heyra frásagnir þeirra sem stigu nýlega fram í fréttaskýringaþættinum Kompás á Stöð 2 og lýstu ofbeldi sem þau höfðu upplifað innan trúfélaga á árum áður. Slíkar sögur ber að taka alvarlega enda á ofbeldi sér margar myndir og getur birst hvar sem er. Trúfélög eru þar ekki undanskilin. Það ber að virða að reynsla þeirra sem stíga fram og segja sögu sína á að vera aðalatriðið í slíkri umfjöllun. Aftur á móti var framsetning þáttarins þó þess eðlis að við henni er rétt að bregðast. Af augljósum ástæðum er það er hvorki sanngjarnt né á nokkurn hátt málefnalegt að setja trúfélag eins og Fíladelfíu í flokk með Manson fjölskyldunni, Heavens gate eða hryllingnum í Jonestown. Orðið sértrúarsöfnuður er meiðandi orð, enda er ekkert trúfélag sem lýsir sjálfu sér þannig. Orðið er neikvætt og niðrandi og er gjarnan notað til þess að gera trúfélög tortryggileg. Skilgreining ,,sértrúarsafnaðar” samkvæmt kompásþættinum var að það væri söfnuður sem teldi að hann einn hefði sannleikann og yrði hólpinn. Fíladelfía hefur aldrei kennt það, við erum kristin kirkja í samfélagi við kristnar kirkjur. Vegna þess að engin greinarmunur var gerður á trúfélögum í umfjölluninni er ágætt að árétta nokkur atriði sem komu fram þegar fjallað var um þá stjórnun og ofbeldi sem fólk hefur upplifað. Fyrst ber að nefna að í Fíladelfíu kemur söfnuðurinn eða leiðtogar safnaðarins ekki nálægt makavali meðlima. Slík afskipti af frjálsum vilja einstaklinga eru með öllu óeðlileg. Þá er það rangt sem haldið var fram í þættinum að í kirkjunni væri „stranglega bannað að skilja”. Vissulega er það von okkar að sem flestir geti átt heilbrigð og hamingjusöm hjónabönd. Það er þó ekki alltaf raunin eins og meginþorri landsmanna hefur kynnst, hvort sem er af eigin raun eða annarra. Það er ekkert launungarmál að söfnuðurinn er fjármagnaður með gjöfum meðlima að viðbættum sóknargjöldum. Hins vegar er ekki fylgst með því hverjir gefa til kirkjunnar og hverjir ekki. Loks má taka fram að prestar Fíladelfíu eru ekki á nokkurn hátt einráðir um málefni og starfsemi kirkjunnar, boðskap hennar og þaðan af síður um málefni einstaklinga innan kirkjunnar. Þeir eru kjörnir til fjögurra ára í senn og yfir þeim ríkir lýðræðislega kjörin stjórn og öldungaráð, sem í sitja einstaklingar sem kjörnir eru til þriggja ára í senn. Allar kosningar eru leynilegar og fara fram á aðalfundum þar sem allir safnaðarmeðlimir hafa kosningarétt. Leiðtogar kirkjunnar eru þannig ábyrgir gagnvart aðalfundi, sem einnig þarf að samþykkja ársreikninga og velur endurskoðendur og skoðunarmenn. Framsetning Kompáss, að hefja umfjöllun sína á öfgafullum dæmum um samfélög sem sum myrtu fólk eða frömdu hópsjálfsvíg, og í því samhengi fjalla um Fíladelfíu og önnur trúfélög, er í besta falli ámælisverð. Við höfnum öllum samanburði við slíka hópa. Þvert á það sem sagt var í umfjölluninni könnumst við ekki við að nokkur tilraun hafi verið gerð til þess að hafa samband við Fíladelfíu og gefa okkur tækifæri til þess að tjá okkur. Að lokum er rétt að taka fram að Hvítasunnukirkjan á sér yfir 100 ára sögu á Íslandi. Boðskap kirkjunnar má nálgast á heimasíðu hennar, í reglulegum útsendingum yfir netið og með öðrum hætti sem er öllum opin. Kirkjan er jafnframt öllum opin og öll starfsemi hennar fer fram með gegnsæjum hætti.
Yfirlýsing frá Fíladelfíu vegna umfjöllunar Kompás Það var í senn hryggilegt og alvarlegt að heyra frásagnir þeirra sem stigu nýlega fram í fréttaskýringaþættinum Kompás á Stöð 2 og lýstu ofbeldi sem þau höfðu upplifað innan trúfélaga á árum áður. Slíkar sögur ber að taka alvarlega enda á ofbeldi sér margar myndir og getur birst hvar sem er. Trúfélög eru þar ekki undanskilin. Það ber að virða að reynsla þeirra sem stíga fram og segja sögu sína á að vera aðalatriðið í slíkri umfjöllun. Aftur á móti var framsetning þáttarins þó þess eðlis að við henni er rétt að bregðast. Af augljósum ástæðum er það er hvorki sanngjarnt né á nokkurn hátt málefnalegt að setja trúfélag eins og Fíladelfíu í flokk með Manson fjölskyldunni, Heavens gate eða hryllingnum í Jonestown. Orðið sértrúarsöfnuður er meiðandi orð, enda er ekkert trúfélag sem lýsir sjálfu sér þannig. Orðið er neikvætt og niðrandi og er gjarnan notað til þess að gera trúfélög tortryggileg. Skilgreining ,,sértrúarsafnaðar” samkvæmt kompásþættinum var að það væri söfnuður sem teldi að hann einn hefði sannleikann og yrði hólpinn. Fíladelfía hefur aldrei kennt það, við erum kristin kirkja í samfélagi við kristnar kirkjur. Vegna þess að engin greinarmunur var gerður á trúfélögum í umfjölluninni er ágætt að árétta nokkur atriði sem komu fram þegar fjallað var um þá stjórnun og ofbeldi sem fólk hefur upplifað. Fyrst ber að nefna að í Fíladelfíu kemur söfnuðurinn eða leiðtogar safnaðarins ekki nálægt makavali meðlima. Slík afskipti af frjálsum vilja einstaklinga eru með öllu óeðlileg. Þá er það rangt sem haldið var fram í þættinum að í kirkjunni væri „stranglega bannað að skilja”. Vissulega er það von okkar að sem flestir geti átt heilbrigð og hamingjusöm hjónabönd. Það er þó ekki alltaf raunin eins og meginþorri landsmanna hefur kynnst, hvort sem er af eigin raun eða annarra. Það er ekkert launungarmál að söfnuðurinn er fjármagnaður með gjöfum meðlima að viðbættum sóknargjöldum. Hins vegar er ekki fylgst með því hverjir gefa til kirkjunnar og hverjir ekki. Loks má taka fram að prestar Fíladelfíu eru ekki á nokkurn hátt einráðir um málefni og starfsemi kirkjunnar, boðskap hennar og þaðan af síður um málefni einstaklinga innan kirkjunnar. Þeir eru kjörnir til fjögurra ára í senn og yfir þeim ríkir lýðræðislega kjörin stjórn og öldungaráð, sem í sitja einstaklingar sem kjörnir eru til þriggja ára í senn. Allar kosningar eru leynilegar og fara fram á aðalfundum þar sem allir safnaðarmeðlimir hafa kosningarétt. Leiðtogar kirkjunnar eru þannig ábyrgir gagnvart aðalfundi, sem einnig þarf að samþykkja ársreikninga og velur endurskoðendur og skoðunarmenn. Framsetning Kompáss, að hefja umfjöllun sína á öfgafullum dæmum um samfélög sem sum myrtu fólk eða frömdu hópsjálfsvíg, og í því samhengi fjalla um Fíladelfíu og önnur trúfélög, er í besta falli ámælisverð. Við höfnum öllum samanburði við slíka hópa. Þvert á það sem sagt var í umfjölluninni könnumst við ekki við að nokkur tilraun hafi verið gerð til þess að hafa samband við Fíladelfíu og gefa okkur tækifæri til þess að tjá okkur. Að lokum er rétt að taka fram að Hvítasunnukirkjan á sér yfir 100 ára sögu á Íslandi. Boðskap kirkjunnar má nálgast á heimasíðu hennar, í reglulegum útsendingum yfir netið og með öðrum hætti sem er öllum opin. Kirkjan er jafnframt öllum opin og öll starfsemi hennar fer fram með gegnsæjum hætti.
Kompás Trúmál Alþingi Tengdar fréttir Smárakirkja hafnar því að vera sértrúarsöfnuður Stjórn Smárakirkju, áður Krossins, segir að unglingaleiðtogi sem beitti viðmælanda Kompáss kynferðisofbeldi á meðan hún var í kirkjunni hafi aðeins starfað hjá Smárakirkju í um þrjá mánuði. Honum hafi verið vísað úr þjónustu vegna úreltra viðhorfa og óeðlilegra stjórnunarhátta. 9. mars 2022 12:06 Leiðtogar Frelsisins enn virk í kristilegu starfi hér á landi Stofnendur sértrúarsafnaðarins Frelsisins, kristilegrar miðstöðvar, eru enn virk í kristilegu starfi hér á landi. Hvorugt hefur viljað svara fyrir það sem gekk á í söfnuðinum á þeim sex árum sem hann var starfandi. Pastorsfrúin fyrrverandi sat um tíma í fangelsi í Bandaríkjunum en hefur nú stofnað nýtt kristilegt starf á Íslandi. 9. mars 2022 11:50 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 7. mars 2022 17:38 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Smárakirkja hafnar því að vera sértrúarsöfnuður Stjórn Smárakirkju, áður Krossins, segir að unglingaleiðtogi sem beitti viðmælanda Kompáss kynferðisofbeldi á meðan hún var í kirkjunni hafi aðeins starfað hjá Smárakirkju í um þrjá mánuði. Honum hafi verið vísað úr þjónustu vegna úreltra viðhorfa og óeðlilegra stjórnunarhátta. 9. mars 2022 12:06
Leiðtogar Frelsisins enn virk í kristilegu starfi hér á landi Stofnendur sértrúarsafnaðarins Frelsisins, kristilegrar miðstöðvar, eru enn virk í kristilegu starfi hér á landi. Hvorugt hefur viljað svara fyrir það sem gekk á í söfnuðinum á þeim sex árum sem hann var starfandi. Pastorsfrúin fyrrverandi sat um tíma í fangelsi í Bandaríkjunum en hefur nú stofnað nýtt kristilegt starf á Íslandi. 9. mars 2022 11:50
Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01
Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 7. mars 2022 17:38