Vændi - framboð og eftirspurn Eva Dís Þórðardóttir skrifar 9. mars 2022 19:01 Það var frétt á RÚV um helgina þar sem kom fram að glæpasamtök sem stunda mansal sætu um úkraínskar konur á flótta til að ræna þeim og selja þær í vændi. Sú stóra stríðsógn sem nú ógnar Evrópu er orðin að tækifæri fyrir glæpasamtök til að fanga ungar konur á flótta vegna þess að þær hafa ekki einhvern ákveðin samastað sem þær eru á leið til né er nokkur sem bíður þeirra sem mun sakna þeirra ef þær hverfa. Eftirspurn eftir vændi í Evrópu er stór og til mikils að græða enda er hægt að selja hverja konu oft á dag í fleiri ár og velja mörg glæpasamtök það framyfir vopn og fikniefni sem gefa minna af sér til lengri tíma. En hvað knýr fram þessa eftirspurn? Á Íslandi er vændi skilgreint sem ofbeldi og er með réttu svo þar sem meiri hluti þeirra sem það hafa reynt upplifir það sem slíkt. Hér á landi er samt sem áður gríðarleg eftirspurn eftir vændi og það þrífst í skjóli van samþættingar sænsku leiðarinnar þar sem við gefum vændisgerendum nafnleynd og sektir sem eru lægri en fyrir umferðalagabrot á meðan þær sem kæra fá enga nafnleynd og þurfa því að afhjúpa sig og nafn sitt sem þolendur vændis eða vændiskonur sem oft fylgir mikil skömm. Fyrir utan að vændisbrot eru ekki hátt á forgangslista löggæslunnar. Refsingar samræmast sem sagt engan veginn þeim ofbeldisglæp sem vændi er ef miðað er við refsingar við öðrum ofbeldisglæpum. En eitthvað knýr þetta áfram þessa miklu eftirspurn eftir þessari gerð ofbeldis sem fær glæpagengi til að sitja um ungar konur á fkótta. Karlmenn sem kaupa vændi og í þessu samhengi eru vændis gerendur knýja fram þessa þróun. Í hvert einasta skipti sem karlmaður borgar til að fá líkamlega útrás á líkama konu er hann að auka á eftirspurnina og það er kominn tími til að við spyrjum okkur hvers vegna þeir geri það. Þá er ég ekki að meina þessa líkamlegu útrás sem fullnæging er heldur hvað liggur á bak við það að sumir karlmenn stundi þetta ofbeldi að staðaldri. Í dag með þeim upplýsingum sem við höfum um vændi hlýtur það að vera flestum ljóst að flestir sem eru í því ástandi sem það að verða reglulega fyrir vændi veldur er ekki sjálfvalið heldur sprottið úr neyð fátæktar eða þvingunar. Já í mörgum tilfellum er valið að verða fyrir vændi á ábyrgð þolanda ef hægt er að tala um val þegar hinir valkostirnir eru þjófnaður eða fíkniefnasala. Fyrir þær sem eiga börn er vændi oftast eini kosturinn þar sem hugsunin að fara í fangelsi frá barninu sínu er ekki vænleg. Einmitt þessi tálsýn um val veldur mikilli skömm og upplifa margir þolendur sig sem gerendur í eigin ofbeldi vegna þess að þær hafa þegið greiðslu fyrir ofbeldið. Hvar eru gerendurnir í þessu? Velja þeir að trúa að konan sem þeir voru að borga fyrir að svala sínum hvötum á sé að þessu að fúsum og frjálsum vilja vegna þess að hún var ‘næs’ því hún vill ekki vera meidd eða jafnvel að þeir komi aftur svo hún þurfi ekki að berskjalda sig fyrir nýjum og óþekktum geranda? Þess væri óskandi að gerendur leituðu inná við og reyndu að finna aðrar leiðir en stunda vændis ofbeldi. Ég skora á sálfræði samfélagið að vinna að því að koma með úrræði þar sem vændisgerendur geta fengið úrræði til að vinna úr því sem liggur að baki þessara hvata svo að hægt sé að minnka skaðan af vændi. Höfundur er þolandi vændis og leiðbeinandi í hópastarfi hjá Stígamótum og fulltrúi þeirra í CAP (Coalition Abolition Prostitution). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Vændi Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Það var frétt á RÚV um helgina þar sem kom fram að glæpasamtök sem stunda mansal sætu um úkraínskar konur á flótta til að ræna þeim og selja þær í vændi. Sú stóra stríðsógn sem nú ógnar Evrópu er orðin að tækifæri fyrir glæpasamtök til að fanga ungar konur á flótta vegna þess að þær hafa ekki einhvern ákveðin samastað sem þær eru á leið til né er nokkur sem bíður þeirra sem mun sakna þeirra ef þær hverfa. Eftirspurn eftir vændi í Evrópu er stór og til mikils að græða enda er hægt að selja hverja konu oft á dag í fleiri ár og velja mörg glæpasamtök það framyfir vopn og fikniefni sem gefa minna af sér til lengri tíma. En hvað knýr fram þessa eftirspurn? Á Íslandi er vændi skilgreint sem ofbeldi og er með réttu svo þar sem meiri hluti þeirra sem það hafa reynt upplifir það sem slíkt. Hér á landi er samt sem áður gríðarleg eftirspurn eftir vændi og það þrífst í skjóli van samþættingar sænsku leiðarinnar þar sem við gefum vændisgerendum nafnleynd og sektir sem eru lægri en fyrir umferðalagabrot á meðan þær sem kæra fá enga nafnleynd og þurfa því að afhjúpa sig og nafn sitt sem þolendur vændis eða vændiskonur sem oft fylgir mikil skömm. Fyrir utan að vændisbrot eru ekki hátt á forgangslista löggæslunnar. Refsingar samræmast sem sagt engan veginn þeim ofbeldisglæp sem vændi er ef miðað er við refsingar við öðrum ofbeldisglæpum. En eitthvað knýr þetta áfram þessa miklu eftirspurn eftir þessari gerð ofbeldis sem fær glæpagengi til að sitja um ungar konur á fkótta. Karlmenn sem kaupa vændi og í þessu samhengi eru vændis gerendur knýja fram þessa þróun. Í hvert einasta skipti sem karlmaður borgar til að fá líkamlega útrás á líkama konu er hann að auka á eftirspurnina og það er kominn tími til að við spyrjum okkur hvers vegna þeir geri það. Þá er ég ekki að meina þessa líkamlegu útrás sem fullnæging er heldur hvað liggur á bak við það að sumir karlmenn stundi þetta ofbeldi að staðaldri. Í dag með þeim upplýsingum sem við höfum um vændi hlýtur það að vera flestum ljóst að flestir sem eru í því ástandi sem það að verða reglulega fyrir vændi veldur er ekki sjálfvalið heldur sprottið úr neyð fátæktar eða þvingunar. Já í mörgum tilfellum er valið að verða fyrir vændi á ábyrgð þolanda ef hægt er að tala um val þegar hinir valkostirnir eru þjófnaður eða fíkniefnasala. Fyrir þær sem eiga börn er vændi oftast eini kosturinn þar sem hugsunin að fara í fangelsi frá barninu sínu er ekki vænleg. Einmitt þessi tálsýn um val veldur mikilli skömm og upplifa margir þolendur sig sem gerendur í eigin ofbeldi vegna þess að þær hafa þegið greiðslu fyrir ofbeldið. Hvar eru gerendurnir í þessu? Velja þeir að trúa að konan sem þeir voru að borga fyrir að svala sínum hvötum á sé að þessu að fúsum og frjálsum vilja vegna þess að hún var ‘næs’ því hún vill ekki vera meidd eða jafnvel að þeir komi aftur svo hún þurfi ekki að berskjalda sig fyrir nýjum og óþekktum geranda? Þess væri óskandi að gerendur leituðu inná við og reyndu að finna aðrar leiðir en stunda vændis ofbeldi. Ég skora á sálfræði samfélagið að vinna að því að koma með úrræði þar sem vændisgerendur geta fengið úrræði til að vinna úr því sem liggur að baki þessara hvata svo að hægt sé að minnka skaðan af vændi. Höfundur er þolandi vændis og leiðbeinandi í hópastarfi hjá Stígamótum og fulltrúi þeirra í CAP (Coalition Abolition Prostitution).
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun