Verkin tala Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 12. mars 2022 17:01 Nú með hækkandi sól sjáum við afrakstur mikillar vinnu í skipulagsmálum þessa kjörtímabils hér í Hafnarfirði. Kraftmikil uppbygging er hafin um allan bæ, bæði á þéttingarreitum og á nýbyggingarsvæðum. Þetta sjá auðvitað allir nema þeir sem kjósa að vera með bundið fyrir augun eða hreinlega eru vísvitandi að segja ósatt. Ég held reyndar, og því miður, að hið síðara eigi hér við; að vísvitandi sé verið að slá ryki í augu fólks með það að markmiði að slíkt muni bera ávöxt í kosningunum 14. maí næstkomandi. Ég hef enga trú á því og legg hér á borð nokkrar staðreyndir varðandi skipulagsmál í Hafnarfirði. Hafin er uppbygging sem mun skila um 7.000 íbúðum með um 17.000 íbúum Hér þarf að horfa bæði til nýrra hverfa og þéttingu byggðar. Það er bæði nauðsynlegt og skynsamlegt í uppbyggingaráætlunum sveitarfélaga. Hafnfirðingum mun fjölga á næstu árum um 17.000 í 7.000 nýjum íbúðum víðsvegar um bæinn í þeim verkefnum sem hafin eru. Íbúum hefur fjölgað um 133 frá 1. desember. Nýbyggingarsvæði með um 2.700 íbúðum og 6.750 íbúum Kraftmikil uppbygging er hafin í Hamranesi fyrir alls um 1.600 íbúðir. Þar eru nú byggingarkranar um allt hverfi. Síðustu sérbýlishúsalóðunum í Skarðshlíð, undir alls 285 íbúðir, var úthlutað í febrúar 2021. Í Skarðshlíðinni rísa einnig 26 fjölbýlishús með 231 íbúð. Lóðum í Áslandi 4 verður úthlutað á vormánuðum. Þessi þrjú nýju hverfi í Hafnarfirði munu til framtíðar litið hýsa um 2.700 íbúðir og 6.750 íbúa. Þétting byggðar með um 4.000 íbúðum og 10.000 íbúum Þétting byggðar er nauðsynlegt og slíkum verkefnum hefur verið vel sinnt. Við þurfum að nýta innviði betur og með þéttingu byggðar náum við því markmiði á sama tíma og við brjótum ný lönd til uppbyggingar. Stærstu þéttingarsvæðin eru Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði og Hraun vestur. Á Hraunum vestur, Gjótum liggur fyrir samþykkt deiliskipulag fyrir 490 íbúðir, auk þjónustu. Þessu skipulagi, þessari þéttingu byggðar, hefur Samfylkingin í Hafnarfirði lagst gegn í samfloti við Viðreisn, systurflokk sinn á vinstri vængnum. Þar er gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu. Á þessum svæðum er gert ráð fyrir að uppbygging og þétting byggðar gerist í áföngum á næstu 10-15 árum. Að taka upp svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins? Hvað þýðir það í reynd? Samhliða þessari uppbyggingu og þeirri miklu vinnu sem hefur átt sér stað á kjörtímabilinu, horfumst við í augu við það að við eigum ekki meira svæði til nýbyggingar til ársins 2040. Hafa ber í huga að Vatnshlíðin og hluti Áslands 4 er enn undir línum. Því höfum við í meirihlutanum flutt tillögu þess efnis í bæjarstjórn að nauðsynlegt sé að sveitarfélögin öll á höfuðborgarsvæðinu taki svæðisskipulagið til endurskoðunar. Það er eina leiðin, og einungis þannig, munum við tryggja uppbyggingu til framtíðar, brjóta nýtt land samhliða þéttingu byggðar. Það er eitt að segjast ætla að láta verkin tala, en það er alltaf betra að hafa látið verkin tala líkt og meirihlutinn hefur gert á kjörtímabilinu og sést á yfirferðinni hér að ofan. Framtíðin er björt í Hafnarfirði. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Húsnæðismál Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú með hækkandi sól sjáum við afrakstur mikillar vinnu í skipulagsmálum þessa kjörtímabils hér í Hafnarfirði. Kraftmikil uppbygging er hafin um allan bæ, bæði á þéttingarreitum og á nýbyggingarsvæðum. Þetta sjá auðvitað allir nema þeir sem kjósa að vera með bundið fyrir augun eða hreinlega eru vísvitandi að segja ósatt. Ég held reyndar, og því miður, að hið síðara eigi hér við; að vísvitandi sé verið að slá ryki í augu fólks með það að markmiði að slíkt muni bera ávöxt í kosningunum 14. maí næstkomandi. Ég hef enga trú á því og legg hér á borð nokkrar staðreyndir varðandi skipulagsmál í Hafnarfirði. Hafin er uppbygging sem mun skila um 7.000 íbúðum með um 17.000 íbúum Hér þarf að horfa bæði til nýrra hverfa og þéttingu byggðar. Það er bæði nauðsynlegt og skynsamlegt í uppbyggingaráætlunum sveitarfélaga. Hafnfirðingum mun fjölga á næstu árum um 17.000 í 7.000 nýjum íbúðum víðsvegar um bæinn í þeim verkefnum sem hafin eru. Íbúum hefur fjölgað um 133 frá 1. desember. Nýbyggingarsvæði með um 2.700 íbúðum og 6.750 íbúum Kraftmikil uppbygging er hafin í Hamranesi fyrir alls um 1.600 íbúðir. Þar eru nú byggingarkranar um allt hverfi. Síðustu sérbýlishúsalóðunum í Skarðshlíð, undir alls 285 íbúðir, var úthlutað í febrúar 2021. Í Skarðshlíðinni rísa einnig 26 fjölbýlishús með 231 íbúð. Lóðum í Áslandi 4 verður úthlutað á vormánuðum. Þessi þrjú nýju hverfi í Hafnarfirði munu til framtíðar litið hýsa um 2.700 íbúðir og 6.750 íbúa. Þétting byggðar með um 4.000 íbúðum og 10.000 íbúum Þétting byggðar er nauðsynlegt og slíkum verkefnum hefur verið vel sinnt. Við þurfum að nýta innviði betur og með þéttingu byggðar náum við því markmiði á sama tíma og við brjótum ný lönd til uppbyggingar. Stærstu þéttingarsvæðin eru Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði og Hraun vestur. Á Hraunum vestur, Gjótum liggur fyrir samþykkt deiliskipulag fyrir 490 íbúðir, auk þjónustu. Þessu skipulagi, þessari þéttingu byggðar, hefur Samfylkingin í Hafnarfirði lagst gegn í samfloti við Viðreisn, systurflokk sinn á vinstri vængnum. Þar er gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu. Á þessum svæðum er gert ráð fyrir að uppbygging og þétting byggðar gerist í áföngum á næstu 10-15 árum. Að taka upp svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins? Hvað þýðir það í reynd? Samhliða þessari uppbyggingu og þeirri miklu vinnu sem hefur átt sér stað á kjörtímabilinu, horfumst við í augu við það að við eigum ekki meira svæði til nýbyggingar til ársins 2040. Hafa ber í huga að Vatnshlíðin og hluti Áslands 4 er enn undir línum. Því höfum við í meirihlutanum flutt tillögu þess efnis í bæjarstjórn að nauðsynlegt sé að sveitarfélögin öll á höfuðborgarsvæðinu taki svæðisskipulagið til endurskoðunar. Það er eina leiðin, og einungis þannig, munum við tryggja uppbyggingu til framtíðar, brjóta nýtt land samhliða þéttingu byggðar. Það er eitt að segjast ætla að láta verkin tala, en það er alltaf betra að hafa látið verkin tala líkt og meirihlutinn hefur gert á kjörtímabilinu og sést á yfirferðinni hér að ofan. Framtíðin er björt í Hafnarfirði. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun