Akkurat núna Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar 14. mars 2022 08:00 Það er góður tími fyrir okkur Reykvíkinga AKKÚRAT NÚNA að staldra við og velta fyrir okkur hvernig borgarsamfélagi við viljum búa í og hvað það er sem skiptir okkur máli. Eru það hjólastígar, göngugötur, umferðarmannvirki, leikskólar, grunnskólar, hjúkrunarheimili eða flugvöllur svo dæmi séu tekin. Eða er það allt þetta og meira til? Svarið fer sjálfsagt eftir því hvar við erum stödd í lífskúrfunni, eðli máli samkvæmt leggjum við áherslu á það sem blasir við okkur í dag. Þegar við hugsum heildrænt um þetta ferli er gaman að sjá hve margir geta lagt málefnunum lið. Hve fjölbreyttur hópur getur áorkað miklu fyrir heildina. Heildræn nálgun Ef við nýtum heildræna nálgun á málefni borgarinnar með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í farteskinu, þá tekur slík nálgun tillit til fólks, fjármagns og umhverfis og gefur engan afslátt þvi þetta þrennt þarf allt að ganga upp til að vel megi vera. Þetta er sú nálgun sem mér hugnast best í rekstri borgarinnar; að fólkið sjálft sé jafnsett öðrum gildum i rekstrarjöfnunni. Ef þétting byggðar leiðir til að mynda til lakari lífsgæða fólks en krefst engu að síður lítils fjármagns, þá er hún ekki samfélagslega hagkvæm og ber að falla frá. Sem dæmi má taka hugmyndina um að þétta byggð við Bústaðaveg. Slök hugmynd sem búið er að ýta útaf borðinu í bili, en hjálpi mér allir heilagir þegar farið verður af stað með hana aftur eftir kosningar. Þess vegna er líka góður tími AKKURAT NÚNA, til að hugsa um hvernig við viljum hafa samfélagið okkar, hvernig við viljum hafa umhverfið okkar og hvernig við viljum sjá kjörna fulltrúa verja fjármunum, tíma og umhverfi borgarinnar, okkur öllum til hagsbóta. Samningar við íþróttafélögin Heildræn nálgun á málefni íþróttasvæða borgarinnar er annað dæmi sem gott væri að nýta í ákvarðanatökum. Aðkallandi er að klára samninga við íþróttafélögin en alltof lengi er búið að draga lappirnar í þeim efnum og alltaf kemur það okkur notendunum jafn mikið í opna skjöldu. Það er samfélagslega hagkvæmt að íþróttastarf fyrir alla aldurshópa sé í boði, að aðstaða sé fyrir hendi svo starfsfólk og iðkendur njóti sín. Ef við skoðum samninga sem þessa út frá fólki, fjármagni og umhverfi þá sjáum við að fjármagnið er ekki ýkja mikið, umhverfisspjöll lítil sem engin og fólkið blómstrar. Er það ekki þannig samfélag sem við viljum búa í? Skoða mætti allar ákvarðanir borgarinnar undanfarin ár með heildrænu nálgunargleraugun á nefinu. Ég er viss um að þar kæmi okkur margt spánskt fyrir sjónir. Bókhald snýst um tekjur og gjöld, að hafa þekkingu á rekstri og þar af leiðandi fjárhagslegt frelsi til framkvæmda fremur en safna skuldum fyrir þátttöku í áhrifavaldaskólanum. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Við sem þekkjum til heimilisbókhalds vitum hvernig þetta virkar. Sú staðreynd að við borgarbúar skuldum meira vegna ákvarðana sem ekki voru teknar með heildræna nálgun í huga finnst mér fráleit og hugnast alls ekki að svo verði áfram. AKKURAT NÚNA Það er AKKURAT NÚNA sem tækifæri er til að skipta um fólk og fulltrúa í borginni. Ég vil leggja mitt af mörkum til að heildræn ákvarðanataka verði ofan á með því að setja fólk, fjármuni og umhverfi í jöfnuna og víkja ekki frá þeirri aðferðarfræði öllum borgarbúum til velsældar. Höfundur býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það er góður tími fyrir okkur Reykvíkinga AKKÚRAT NÚNA að staldra við og velta fyrir okkur hvernig borgarsamfélagi við viljum búa í og hvað það er sem skiptir okkur máli. Eru það hjólastígar, göngugötur, umferðarmannvirki, leikskólar, grunnskólar, hjúkrunarheimili eða flugvöllur svo dæmi séu tekin. Eða er það allt þetta og meira til? Svarið fer sjálfsagt eftir því hvar við erum stödd í lífskúrfunni, eðli máli samkvæmt leggjum við áherslu á það sem blasir við okkur í dag. Þegar við hugsum heildrænt um þetta ferli er gaman að sjá hve margir geta lagt málefnunum lið. Hve fjölbreyttur hópur getur áorkað miklu fyrir heildina. Heildræn nálgun Ef við nýtum heildræna nálgun á málefni borgarinnar með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í farteskinu, þá tekur slík nálgun tillit til fólks, fjármagns og umhverfis og gefur engan afslátt þvi þetta þrennt þarf allt að ganga upp til að vel megi vera. Þetta er sú nálgun sem mér hugnast best í rekstri borgarinnar; að fólkið sjálft sé jafnsett öðrum gildum i rekstrarjöfnunni. Ef þétting byggðar leiðir til að mynda til lakari lífsgæða fólks en krefst engu að síður lítils fjármagns, þá er hún ekki samfélagslega hagkvæm og ber að falla frá. Sem dæmi má taka hugmyndina um að þétta byggð við Bústaðaveg. Slök hugmynd sem búið er að ýta útaf borðinu í bili, en hjálpi mér allir heilagir þegar farið verður af stað með hana aftur eftir kosningar. Þess vegna er líka góður tími AKKURAT NÚNA, til að hugsa um hvernig við viljum hafa samfélagið okkar, hvernig við viljum hafa umhverfið okkar og hvernig við viljum sjá kjörna fulltrúa verja fjármunum, tíma og umhverfi borgarinnar, okkur öllum til hagsbóta. Samningar við íþróttafélögin Heildræn nálgun á málefni íþróttasvæða borgarinnar er annað dæmi sem gott væri að nýta í ákvarðanatökum. Aðkallandi er að klára samninga við íþróttafélögin en alltof lengi er búið að draga lappirnar í þeim efnum og alltaf kemur það okkur notendunum jafn mikið í opna skjöldu. Það er samfélagslega hagkvæmt að íþróttastarf fyrir alla aldurshópa sé í boði, að aðstaða sé fyrir hendi svo starfsfólk og iðkendur njóti sín. Ef við skoðum samninga sem þessa út frá fólki, fjármagni og umhverfi þá sjáum við að fjármagnið er ekki ýkja mikið, umhverfisspjöll lítil sem engin og fólkið blómstrar. Er það ekki þannig samfélag sem við viljum búa í? Skoða mætti allar ákvarðanir borgarinnar undanfarin ár með heildrænu nálgunargleraugun á nefinu. Ég er viss um að þar kæmi okkur margt spánskt fyrir sjónir. Bókhald snýst um tekjur og gjöld, að hafa þekkingu á rekstri og þar af leiðandi fjárhagslegt frelsi til framkvæmda fremur en safna skuldum fyrir þátttöku í áhrifavaldaskólanum. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Við sem þekkjum til heimilisbókhalds vitum hvernig þetta virkar. Sú staðreynd að við borgarbúar skuldum meira vegna ákvarðana sem ekki voru teknar með heildræna nálgun í huga finnst mér fráleit og hugnast alls ekki að svo verði áfram. AKKURAT NÚNA Það er AKKURAT NÚNA sem tækifæri er til að skipta um fólk og fulltrúa í borginni. Ég vil leggja mitt af mörkum til að heildræn ákvarðanataka verði ofan á með því að setja fólk, fjármuni og umhverfi í jöfnuna og víkja ekki frá þeirri aðferðarfræði öllum borgarbúum til velsældar. Höfundur býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun