Haukar voru alltaf með yfirhöndina en það ekki fyrr en í síðasta leikhluta leiksins þar sem heimamenn stungu endanlega af og unnu leikinn á endanum með 18 stiga mun, 85-67.
Jeremy Herbert Smith var stórkostlegur í liði Hauka en hann skoraði 32 stig og tók sjö fráköst. Shemar Deion Bute skoraði 18 stig og tók 12 fráköst. Þá skoraði Emil Barja átta stig og tók átta fráköst. Hjá Álftanesi var Sinisa Bilic með 27 stig og 10 fráköst.
Haukar eru þar með búnir að tryggja sér deildarmeistaratitil 1. deildar þegar tveir leikir eru eftir. Liðið er með sex stiga forystu á Hött en betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna þar sem þeir hafa unnið tvo fyrstu leiki liðanna í deildinni.
Efsta lið 1. deildar fer beint upp en næstu fjögur lið deildarinnar fara í úrslitakeppni um hitt lausa sætið í Subway-deild karla.