Konan sem storkaði dauðanum með bros á vör Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2022 11:05 Vinkonurnar virtust ekki hafa hina minnstu hugmynd um að þær eru í hættu staddar. Brimið er heillandi, mikilúðlegt og fallegt í senn. vísir/rax Ljósmyndarar Vísis sáu sér til skelfingar þegar brimið náði taki á konu nokkurri, bandarískum ferðamanni, en betur fór en á horfðist. Myndirnar sem þeir náðu af atvikinu eru einhvers staðar mitt á milli þess að geta talist stórfenglegar og skelfilegar. Ljósmyndadeild Vísis, sem samanstendur af þeim Vilhelm Gunnarssyni og Ragnari Axelssyni (Rax), var á ferð um landið. Báðir voru þeir í fríi en þetta er það sem ljósmyndarar gera í sínum frítíma, fara um landið með ljósmyndavélina hangandi um hálsinn. „Þú getur kallað þetta hvataferð ljósmyndadeildarinnar,“ segir Villi og hlær. Honum er þó ekki hlátur í huga en hann er björgunarsveitarmaður og gerir sér fulla grein fyrir alvöru máls. Hann og Rax voru staddir í Reynisfjöru í gær og urðu vitni af því þegar bandarískir ferðamenn vildu leika sér við stórhættulegar öldurnar. Mikið var um ferðamenn á staðnum í gær og svo virðist sem ferðaþjónustan sé komin á fullan snúning þrátt fyrir risjótta tíð. Annað hvort láta ferðamenn það ekki trufla sig og/eða að það er hluti aðdráttaraflsins. Brimið í Reynisfjöru virðist ómótstæðilegt en eins og landsmenn vita er það ekkert lamb að leika sér við. Á undanförnum áratug hafa fimm látist í Reynisfjöru. Ef brimið nær tökum á fólki sleppir það ekki svo auðveldlega. Útsog er mikið og straumar sterkir. Að sögn þeirra Villa og Raxa virðast viðvörunarskilti sem sjá má þar hvarvetna ekki hafa tilætluð áhrif. Þeir sáu þegar þrjár konur vildu leika sér við öldurnar, elta þær út fjöruna og svo hlaupa undan þeim þegar þær koma aftur að landi. En öldurnar eru misstórar og þegar ein stór kom hlupu þær að klettasnös sem þarna er að finna. Aldan náði að hrifsa eina með sér en hún slapp með skrekkinn. Hún og vinkonur hennar hlógu að þessu „ævintýri“ og virtust ekki hafa nokkra hugmynd um það þarna var háski á ferð. Sjón er sögu ríkari. Þessi virðist vera óvenju stór. Best að forða sér upp í klettana.vísir/rax Þetta er nú orðið ágætt.vísir/vilhelm En aldan var ekki hætt heldur færðist í aukana.vísir/vilhelm Og nú kemur brimið að öllu afli og skellur á klettunum, það ætlar sér að ná taki á konunum.vísir/rax Eins og sjá má var þessi alda ekkert lambið að leika sér við.vísir/vilhelm Ljósmyndararnir sá sér til skelfingar að þarna var hætta á ferð. En lítið sem þeir gátu aðhafst, annað en ná þessu á filmu.vísir/rax Útsogið er sterkt og sjórinn kaldur.vísir/rax Aldan náði taki á einni kvennanna, dró hana með sér út í fjöru en missti þá takið.vísir/rax Eins og sjá má af þessari mynd skríður konan að landi aftur.vísir/rax Henni var nóg um og vill komast að klettunum aftur.vísir/rax Jæja, enginn er verri þó hann vökni.vísir/rax Vinkonurnar koma hlaupandi til að huga að þeirri sem slapp við illan leik.vísir/vilhelm Jæja, þetta var nú aldeilis skemmtilegt.vísir/vilhelm Ferðamennirnir rennandi blautir virtust ekki gera sér mikla grein fyrir því að þarna var hætta á ferðum. Og hafa sögu að segja þegar þeir koma heim. En ekki eru allir til frásagnar sem aldan hefur hrifsað með sér í Reynisfjöru.vísir/vilhelm Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Ljósmyndun Reynisfjara Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Ljósmyndadeild Vísis, sem samanstendur af þeim Vilhelm Gunnarssyni og Ragnari Axelssyni (Rax), var á ferð um landið. Báðir voru þeir í fríi en þetta er það sem ljósmyndarar gera í sínum frítíma, fara um landið með ljósmyndavélina hangandi um hálsinn. „Þú getur kallað þetta hvataferð ljósmyndadeildarinnar,“ segir Villi og hlær. Honum er þó ekki hlátur í huga en hann er björgunarsveitarmaður og gerir sér fulla grein fyrir alvöru máls. Hann og Rax voru staddir í Reynisfjöru í gær og urðu vitni af því þegar bandarískir ferðamenn vildu leika sér við stórhættulegar öldurnar. Mikið var um ferðamenn á staðnum í gær og svo virðist sem ferðaþjónustan sé komin á fullan snúning þrátt fyrir risjótta tíð. Annað hvort láta ferðamenn það ekki trufla sig og/eða að það er hluti aðdráttaraflsins. Brimið í Reynisfjöru virðist ómótstæðilegt en eins og landsmenn vita er það ekkert lamb að leika sér við. Á undanförnum áratug hafa fimm látist í Reynisfjöru. Ef brimið nær tökum á fólki sleppir það ekki svo auðveldlega. Útsog er mikið og straumar sterkir. Að sögn þeirra Villa og Raxa virðast viðvörunarskilti sem sjá má þar hvarvetna ekki hafa tilætluð áhrif. Þeir sáu þegar þrjár konur vildu leika sér við öldurnar, elta þær út fjöruna og svo hlaupa undan þeim þegar þær koma aftur að landi. En öldurnar eru misstórar og þegar ein stór kom hlupu þær að klettasnös sem þarna er að finna. Aldan náði að hrifsa eina með sér en hún slapp með skrekkinn. Hún og vinkonur hennar hlógu að þessu „ævintýri“ og virtust ekki hafa nokkra hugmynd um það þarna var háski á ferð. Sjón er sögu ríkari. Þessi virðist vera óvenju stór. Best að forða sér upp í klettana.vísir/rax Þetta er nú orðið ágætt.vísir/vilhelm En aldan var ekki hætt heldur færðist í aukana.vísir/vilhelm Og nú kemur brimið að öllu afli og skellur á klettunum, það ætlar sér að ná taki á konunum.vísir/rax Eins og sjá má var þessi alda ekkert lambið að leika sér við.vísir/vilhelm Ljósmyndararnir sá sér til skelfingar að þarna var hætta á ferð. En lítið sem þeir gátu aðhafst, annað en ná þessu á filmu.vísir/rax Útsogið er sterkt og sjórinn kaldur.vísir/rax Aldan náði taki á einni kvennanna, dró hana með sér út í fjöru en missti þá takið.vísir/rax Eins og sjá má af þessari mynd skríður konan að landi aftur.vísir/rax Henni var nóg um og vill komast að klettunum aftur.vísir/rax Jæja, enginn er verri þó hann vökni.vísir/rax Vinkonurnar koma hlaupandi til að huga að þeirri sem slapp við illan leik.vísir/vilhelm Jæja, þetta var nú aldeilis skemmtilegt.vísir/vilhelm Ferðamennirnir rennandi blautir virtust ekki gera sér mikla grein fyrir því að þarna var hætta á ferðum. Og hafa sögu að segja þegar þeir koma heim. En ekki eru allir til frásagnar sem aldan hefur hrifsað með sér í Reynisfjöru.vísir/vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Ljósmyndun Reynisfjara Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira