Úkraínuforseti segir Rússa reisa múr milli frjálsra og ófrjálsra ríkja Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2022 19:42 Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu var hylltur að lokonu ávarpi sínu til þýska þingsins í dag þótt hann hafi gagnrýnt Þjóðverja töluvert í ávarpi sínu. AP/Markus Schreiber Forseti Úkraínu biðlar til Vesturlanda að auka hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning sinn við landið. Rússar væru að reisa múr á milli frjálsra þjóða og ófrjálsra í Evrópu sem stækkaði með hverjum deginum sem liði í stríðinu. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þýska þingið í dag og minnti þingmenn á að stríðið Úkraínu hefði ekki byrjað fyrir þremur vikum heldur árið 2014 með innlimun Rússa á Krímskaga og þátttöku þeirra í stríði uppreisnarmanna í Dobashéraði í austurhluta landsins. Hann gagnrýndi Þjóðverja fyrir andvaraleysi gagnvart Putin sem hefði gert evrópuríki og þá Þýskaland sérstaklega háð gasi og olíu frá Rússlandi. „Þegar við sögðum ykkur að Nord Stream væri vopn og undirbúningur undir stórt stríð fengum við það svar að þetta væru efnahagsmál. Efnahagsmál. Efnahagsmál. En þetta var sement í nýjan múr," sagði Zelenskyy. Þegar Úkraínumenn hafi spurt hvað þeir þyrftu að gera til að tryggja öryggi sitt með aðild að NATO hafi Þýskaland og önnur NATO ríki sagt að málið væri ekki á dagskrá. Eftir að stríð hófst hafi Þjóðverjar síðan hikað þegar Úkraínumenn óskuðu eftir hörðum refsiaðgerðum Vesturlanda gegn Rússum. „Og nú eru viðskiptaleiðirnar á milli ykkar og landsins sem hefur einu sinni enn hafið hrottalegt stríð í Evrópu gaddavír ofan á múrnum. Ofan á nýja múrnum sem skiptir Evrópu," sagði forsetinn við þýska þingmenn sem ólust upp við Berlínamúrinn. Skoraði hann á Evrópuþjóðir að auka enn við hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning við Úkraínu. Enn væri mikil þörf á loftvarnabúnaði og öðrum vopnum til að verjast innrás Rússa. Þá þyrfti að herða refsiaðgerðir gegn Rússum sem í þetta skiptið væru ekki að reisa múr í gegnum Berlín, heldur þvert í gegnum miðja Evrópu á milli frjálsra þjóða og hertekinna. Í ávörpum sínum til breska þingsins í síðustu viku, Bandaríkjaþings í gær og þýska þingsins í morgun hefur Zelenskyy verið fundvís á sögulegar tilvitnanir í fyrrverandi leiðtoga á krísutímum. Eins og Churchill, Roosevelt og í dag í Ronald Reagan sem snerta sögulegar taugar þessara þjóða. „Fyrrverandi leikari og forseti Bandaríkjanna, Ronald Reagan, sagði einu sinni: Rífið niður þennan múr. Nú vil ég segja við þig, Scholz kanslari: Rífðu niður þennan múr," sagði Zelenskyy. Hvað sem þessu líður á Evrópa erfitt með að skúfa fyrir orkukaup frá Rússlandi á einni nóttu. Stríðið hefur nú þegar valdið gríðarlegum hækkunum á verði jarðgass og olíu. Mathias Cormann framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) segir litlar birgðir til af gasi í Evrópu og aðgangur að birgðum annars staðar en í Rússlandi væri mjög takmarkaður. „Mörg ríki Evrópusambandsins eru mjög háð Rússlandi hvað varðar orkuframboð. 27% innflutrar hráolíu, 41% innflutts jarðgass og 47% innflutts eldsneytis koma frá Rússlandi," sagði Cormann í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Tengdar fréttir OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu næsta árið vegna stríðsins Stríð Rússa í Úkraínu mun trufla alþjóðleg viðskipti verulega og rjúfa aðfangakeðjur, minnka hagvöxt og þrýsta á verðbólgu um allan heim. Þetta kemur fram í nýrri og mjög svartsýnni spá Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 17. mars 2022 15:43 Kósovó biðlar til Bandaríkjanna um inngöngu í NATO Vjosa Osmani forseti Kósovó hefur beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta um að beita sér fyrir því innan Atlantshafsbandalagsins að ríki hennar fái inngöngu í varnarbandalagið. 17. mars 2022 12:56 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þýska þingið í dag og minnti þingmenn á að stríðið Úkraínu hefði ekki byrjað fyrir þremur vikum heldur árið 2014 með innlimun Rússa á Krímskaga og þátttöku þeirra í stríði uppreisnarmanna í Dobashéraði í austurhluta landsins. Hann gagnrýndi Þjóðverja fyrir andvaraleysi gagnvart Putin sem hefði gert evrópuríki og þá Þýskaland sérstaklega háð gasi og olíu frá Rússlandi. „Þegar við sögðum ykkur að Nord Stream væri vopn og undirbúningur undir stórt stríð fengum við það svar að þetta væru efnahagsmál. Efnahagsmál. Efnahagsmál. En þetta var sement í nýjan múr," sagði Zelenskyy. Þegar Úkraínumenn hafi spurt hvað þeir þyrftu að gera til að tryggja öryggi sitt með aðild að NATO hafi Þýskaland og önnur NATO ríki sagt að málið væri ekki á dagskrá. Eftir að stríð hófst hafi Þjóðverjar síðan hikað þegar Úkraínumenn óskuðu eftir hörðum refsiaðgerðum Vesturlanda gegn Rússum. „Og nú eru viðskiptaleiðirnar á milli ykkar og landsins sem hefur einu sinni enn hafið hrottalegt stríð í Evrópu gaddavír ofan á múrnum. Ofan á nýja múrnum sem skiptir Evrópu," sagði forsetinn við þýska þingmenn sem ólust upp við Berlínamúrinn. Skoraði hann á Evrópuþjóðir að auka enn við hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning við Úkraínu. Enn væri mikil þörf á loftvarnabúnaði og öðrum vopnum til að verjast innrás Rússa. Þá þyrfti að herða refsiaðgerðir gegn Rússum sem í þetta skiptið væru ekki að reisa múr í gegnum Berlín, heldur þvert í gegnum miðja Evrópu á milli frjálsra þjóða og hertekinna. Í ávörpum sínum til breska þingsins í síðustu viku, Bandaríkjaþings í gær og þýska þingsins í morgun hefur Zelenskyy verið fundvís á sögulegar tilvitnanir í fyrrverandi leiðtoga á krísutímum. Eins og Churchill, Roosevelt og í dag í Ronald Reagan sem snerta sögulegar taugar þessara þjóða. „Fyrrverandi leikari og forseti Bandaríkjanna, Ronald Reagan, sagði einu sinni: Rífið niður þennan múr. Nú vil ég segja við þig, Scholz kanslari: Rífðu niður þennan múr," sagði Zelenskyy. Hvað sem þessu líður á Evrópa erfitt með að skúfa fyrir orkukaup frá Rússlandi á einni nóttu. Stríðið hefur nú þegar valdið gríðarlegum hækkunum á verði jarðgass og olíu. Mathias Cormann framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) segir litlar birgðir til af gasi í Evrópu og aðgangur að birgðum annars staðar en í Rússlandi væri mjög takmarkaður. „Mörg ríki Evrópusambandsins eru mjög háð Rússlandi hvað varðar orkuframboð. 27% innflutrar hráolíu, 41% innflutts jarðgass og 47% innflutts eldsneytis koma frá Rússlandi," sagði Cormann í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Tengdar fréttir OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu næsta árið vegna stríðsins Stríð Rússa í Úkraínu mun trufla alþjóðleg viðskipti verulega og rjúfa aðfangakeðjur, minnka hagvöxt og þrýsta á verðbólgu um allan heim. Þetta kemur fram í nýrri og mjög svartsýnni spá Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 17. mars 2022 15:43 Kósovó biðlar til Bandaríkjanna um inngöngu í NATO Vjosa Osmani forseti Kósovó hefur beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta um að beita sér fyrir því innan Atlantshafsbandalagsins að ríki hennar fái inngöngu í varnarbandalagið. 17. mars 2022 12:56 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu næsta árið vegna stríðsins Stríð Rússa í Úkraínu mun trufla alþjóðleg viðskipti verulega og rjúfa aðfangakeðjur, minnka hagvöxt og þrýsta á verðbólgu um allan heim. Þetta kemur fram í nýrri og mjög svartsýnni spá Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 17. mars 2022 15:43
Kósovó biðlar til Bandaríkjanna um inngöngu í NATO Vjosa Osmani forseti Kósovó hefur beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta um að beita sér fyrir því innan Atlantshafsbandalagsins að ríki hennar fái inngöngu í varnarbandalagið. 17. mars 2022 12:56