Fær rétt á bílastæði í Þingholtunum eftir baráttu fyrir dómstólum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. mars 2022 20:48 Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi eignarrétt mannsins yfir bílastæðinu umdeilda. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi í dag eignarrétt eiganda íbúðar að bílastæði við íbúðarhús hans í Þingholtunum í Reykjavík. Ágreiningur í málinu sneri að því hvort umrætt bílastæði væri sameign allra eigenda íbúða í húsinu eða hvort hún fylgdi íbúð mannsins. Í dómi héraðsdóms kemur fram að húsið hafi verið byggt árið 1983 og í því séu þrjár íbúðir, ein á hverri hæð. Maðurinn, sem er eigandi íbúðarinnar á þriðju hæð, stefndi eigendum hinna íbúðanna til viðurkenningar á eignarrétti sínum yfir umræddu bílastæði. Þá kemur fram að í afsali fyrir íbúðinni á þriðju hæð, sem fylgir risíbúð á fjórðu hæð, hafi komið fram að íbúðinni fylgdi ýmislegt, þar á meðal bílastæði við norðvesturgafl hússins. Kaupsaga íbúðarinnar er rakin í dóminum en í söluyfirliti hennar árið 2019 kemur fram að eigninni fylgi sér bílastæði. Maðurinn byggði málatilbúnað sinn meðal annars á því að upphaflegir eigendur alls hússins hefði ákveðið að umrætt bílastæði skyldi fylgja íbúð hans, og að fyrstu samningar um sölu íbúðanna bæru það með sér. Þá hafi enginn ágreiningur ríkt um bílastæðið frá sölu íbúðanna 1984 þar til í ársbyrjun 2019. Eins kæmi fram í söluyfirliti íbúðarinnar að bílastæðið fylgdi íbúðinni. Í dóminum kemur einnig fram að stefndu, eigendur hinna íbúðanna, hafi boðið manninum að kaupa hlut þeirra í bílastæðinu, eftir að ágreiningur um það reis upp. Því hafnaði maðurinn hins vegar og taldi sig ekki þurfa að kaupa það sem hann ætti. Til vara byggði maðurinn kröfu sína um viðurkenningu á eignarrétti á meira en 20 ára óslitnu og óumdeildu eignarhaldi eigenda íbúðarinnar á bílastæðinu, og því hefði eignarréttur eiganda íbúðarinnar stofnast fyrir hefð. Sögðu manninn þurfa að sanna eignarréttinn Eigendur íbúðanna á annarri og fyrstu töldu hins vegar að bílastæðið væri sameign allra eigenda í húsinu og mótmæltu því að maðurinn ætti beinan eignarrétt að því, eða sérafnotarétt, sem varakrafa mannsins var byggð á. Byggði það meðal annars á því að í eignaskiptayfirlýsingu hússins frá 1984 kæmi ekki fram að bílastæðið, eða aðrir hlutar lóðarinnar, væru í séreign ákveðinna íbúða. Þá byggðu stefndu á ákvæðum laga um fjöleignarhús um að bílastæði á lóð fjöleignarhúss séu sameiginleg og óskipt, nema ákveðið sé í þinglýstum heimildum að tiltekin bílastæði fylgi ákveðnum séreignarhlutum. Því væri sönnunarbyrði fyrir eignarrétti mannsins yfir bílastæðinu á hans eigin herðum. Þá töldu stefndu meðal annars að ef samkomulag um bílastæðið hefði verið gert á sínum tíma hefði ekki verið staðið að því með formlegum eða réttum hætti og það því ekki gilt. Eins væru eigendur annarra íbúða í húsinu óbundnir af samningum tengdum sölu íbúðarinnar á þriðju hæð, og afsöl milli kaupenda og seljenda gætu ekki skapað afsalshafa betri rétt en seljandi átti fyrir. Taldi manninn hafa sannað eignarréttinn Í niðurstöðu héraðsdóms er rakinn framburður vitna í málinu, meðal annars fyrri eigenda íbúðarinnar á þriðju hæð. Sagði eitt vitnið að það hefði haft áhrif við kaupin á íbúðinni að bílastæði fylgdi með íbúðinni og enginn ágreiningur hafi verið uppi um að bílastæðið fylgdi íbúðinni. Annað vitni, sem seldi íbúðina árið 2019, bar svo við að bílastæðið hefði fylgt með íbúðinni. Þegar hann hafi látið eiganda íbúðarinnar á annarri hæð vita af fyrirhugaðri sölu hafi viðkomandi haft orð á því að bílastæðið væri sameign, en vitnið neitað því. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem eignarhald bílastæðisins hefði borið á góma. Eigandi íbúðarinnar á annarri hæð sagði hins vegar að meint sameign íbúa í húsinu á stæðinu hefði verið rædd áður, án árangurs. Að lokum taldi Héraðsdómur Reykjavíkur að sýnt hefði verið fram á að bílastæðið hefði fylgt íbúð þriðju hæðar hússins frá byggingu þess. Eignarhald stæðisins hefði ekki færst annað og stæðið aldrei verið undanskilið íbúðinni við eigendaskipti. Taldi dómurinn því nægilega sýnt fram á að stæðið fylgdi íbúðinni, og beinn eignarréttur mannsins á þriðju hæð yfir stæðinu því viðurkenndur með dómi. Bílastæði Reykjavík Dómsmál Nágrannadeilur Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Í dómi héraðsdóms kemur fram að húsið hafi verið byggt árið 1983 og í því séu þrjár íbúðir, ein á hverri hæð. Maðurinn, sem er eigandi íbúðarinnar á þriðju hæð, stefndi eigendum hinna íbúðanna til viðurkenningar á eignarrétti sínum yfir umræddu bílastæði. Þá kemur fram að í afsali fyrir íbúðinni á þriðju hæð, sem fylgir risíbúð á fjórðu hæð, hafi komið fram að íbúðinni fylgdi ýmislegt, þar á meðal bílastæði við norðvesturgafl hússins. Kaupsaga íbúðarinnar er rakin í dóminum en í söluyfirliti hennar árið 2019 kemur fram að eigninni fylgi sér bílastæði. Maðurinn byggði málatilbúnað sinn meðal annars á því að upphaflegir eigendur alls hússins hefði ákveðið að umrætt bílastæði skyldi fylgja íbúð hans, og að fyrstu samningar um sölu íbúðanna bæru það með sér. Þá hafi enginn ágreiningur ríkt um bílastæðið frá sölu íbúðanna 1984 þar til í ársbyrjun 2019. Eins kæmi fram í söluyfirliti íbúðarinnar að bílastæðið fylgdi íbúðinni. Í dóminum kemur einnig fram að stefndu, eigendur hinna íbúðanna, hafi boðið manninum að kaupa hlut þeirra í bílastæðinu, eftir að ágreiningur um það reis upp. Því hafnaði maðurinn hins vegar og taldi sig ekki þurfa að kaupa það sem hann ætti. Til vara byggði maðurinn kröfu sína um viðurkenningu á eignarrétti á meira en 20 ára óslitnu og óumdeildu eignarhaldi eigenda íbúðarinnar á bílastæðinu, og því hefði eignarréttur eiganda íbúðarinnar stofnast fyrir hefð. Sögðu manninn þurfa að sanna eignarréttinn Eigendur íbúðanna á annarri og fyrstu töldu hins vegar að bílastæðið væri sameign allra eigenda í húsinu og mótmæltu því að maðurinn ætti beinan eignarrétt að því, eða sérafnotarétt, sem varakrafa mannsins var byggð á. Byggði það meðal annars á því að í eignaskiptayfirlýsingu hússins frá 1984 kæmi ekki fram að bílastæðið, eða aðrir hlutar lóðarinnar, væru í séreign ákveðinna íbúða. Þá byggðu stefndu á ákvæðum laga um fjöleignarhús um að bílastæði á lóð fjöleignarhúss séu sameiginleg og óskipt, nema ákveðið sé í þinglýstum heimildum að tiltekin bílastæði fylgi ákveðnum séreignarhlutum. Því væri sönnunarbyrði fyrir eignarrétti mannsins yfir bílastæðinu á hans eigin herðum. Þá töldu stefndu meðal annars að ef samkomulag um bílastæðið hefði verið gert á sínum tíma hefði ekki verið staðið að því með formlegum eða réttum hætti og það því ekki gilt. Eins væru eigendur annarra íbúða í húsinu óbundnir af samningum tengdum sölu íbúðarinnar á þriðju hæð, og afsöl milli kaupenda og seljenda gætu ekki skapað afsalshafa betri rétt en seljandi átti fyrir. Taldi manninn hafa sannað eignarréttinn Í niðurstöðu héraðsdóms er rakinn framburður vitna í málinu, meðal annars fyrri eigenda íbúðarinnar á þriðju hæð. Sagði eitt vitnið að það hefði haft áhrif við kaupin á íbúðinni að bílastæði fylgdi með íbúðinni og enginn ágreiningur hafi verið uppi um að bílastæðið fylgdi íbúðinni. Annað vitni, sem seldi íbúðina árið 2019, bar svo við að bílastæðið hefði fylgt með íbúðinni. Þegar hann hafi látið eiganda íbúðarinnar á annarri hæð vita af fyrirhugaðri sölu hafi viðkomandi haft orð á því að bílastæðið væri sameign, en vitnið neitað því. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem eignarhald bílastæðisins hefði borið á góma. Eigandi íbúðarinnar á annarri hæð sagði hins vegar að meint sameign íbúa í húsinu á stæðinu hefði verið rædd áður, án árangurs. Að lokum taldi Héraðsdómur Reykjavíkur að sýnt hefði verið fram á að bílastæðið hefði fylgt íbúð þriðju hæðar hússins frá byggingu þess. Eignarhald stæðisins hefði ekki færst annað og stæðið aldrei verið undanskilið íbúðinni við eigendaskipti. Taldi dómurinn því nægilega sýnt fram á að stæðið fylgdi íbúðinni, og beinn eignarréttur mannsins á þriðju hæð yfir stæðinu því viðurkenndur með dómi.
Bílastæði Reykjavík Dómsmál Nágrannadeilur Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels