Vald hins þögla meirihluta Helgi Áss Grétarsson skrifar 21. mars 2022 11:01 Öldruð kona kom í heimsókn á kosningaskrifstofu mína sl. laugardag. Hana hafði ég aldrei hitt áður. Eigi að síður vildi hún kjósa mig í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Tíma tók að skrá hana í flokkinn. Á meðan upplýsti hún mig um hvernig þjónusta Reykjavíkurborgar hefði verið síðustu tvö æviár maka hennar en hann féll frá fyrir fáeinum misserum síðan. Í sem skemmstu máli, bar gesturinn heimaþjónustu sveitarfélagsins ekki vel söguna. Umönnun sjúklingsins hefði því í of miklum mæli lent á hennar herðum. Vandi konunnar var raunverulegur. Slík viðfangsefni vekja áhuga minn. Þau vil ég reyna leysa. Tíst smáfugla Á föstudagskvöldum er skemmtiþáttur hjá Ríkissjónvarpinu. Umsjónarmaður þess þáttar heldur úti tíst-reikningi (twitter-aðgangi). Viðkomandi var eitt sinn borgarfulltrúi. Eitthvað virðist hafa farið fyrir brjóstið á þeim ágæta manni að kjósendur prófkjörsins sl. helgi hafi í stríðum straumi séð ástæðu til að greiða mér atkvæði. Að minnsta kosti taldi fjölmiðlamaðurinn á ríkismiðlinum ástæðu til að endurtísta framlagi konu sem lýsir sér sem „öfgafemínistatussu sem hugsar ekki alltaf áður en hún talar“. Í því tístframlagi var sleginn hneykslunartónn yfir því atkvæðamagni sem ég fékk í prófkjörinu ásamt því að vísað var til vísis-greinar sem ég birti í júlí á síðasta ári. Sú vísis-grein laut í grunninn að mikilvægi þess að réttlát málsmeðferð sé viðhöfð þegar ásakanir eru settar fram um refsiverða eða siðferðislega vafasama hegðun nafngreindra einstaklinga. Sá boðskapur er sígildur og fellur vel að þeirri stjórnmálastefnu að taumhald verður að vera á valdbeitingu gagnvart þeim einstaklingum sem sökum eru bornir. Hornsteinar siðaðs samfélags byggja á þessu grundvallaratriði. Jákvætt er að árangur minn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sl. helgi hafi endurvakið athyglina á þessum boðskap. Sem dæmi hefur áðurnefnd grein mín frá júlí 2021 verið mest lesna greinin á visir.is síðan sunnudaginn 20. mars 2022. Tíst pólitískt rétthugsandi „smáfugla“þjónar þá einhverjum tilgangi, eftir allt saman. Friðhelgi kjörklefans Í prófkjörsbaráttunni fann ég fyrir miklum velvilja í minn garð. Ófáir lýstu samstöðu með þeim skoðunum sem ég hef sett fram um dómstól götunnar. Eineltistilburðir net- og tístverja í málum þeim tengdum hræðir á hinn bóginn ófáa að tjá sig með þeim hætti sem ég hef gert. Jafnvel þótt margir séu sammála mér. Í kjörklefanum hins vegar er enginn stóri bróðir gínandi yfir kjósandanum. Kjósandanum er t.d. frjálst að velja frambjóðanda sem er líklegur til að leita lausna á raunverulegum vandamálum venjulegs fólks. Vald hins þögla meirihluta getur við það komið í ljós. Það sýndi sig um helgina. Fyrir þann stuðning verð ég ævivarandi þakklátur. Höfundur lenti í 7. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fór 18.–19. mars 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Öldruð kona kom í heimsókn á kosningaskrifstofu mína sl. laugardag. Hana hafði ég aldrei hitt áður. Eigi að síður vildi hún kjósa mig í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Tíma tók að skrá hana í flokkinn. Á meðan upplýsti hún mig um hvernig þjónusta Reykjavíkurborgar hefði verið síðustu tvö æviár maka hennar en hann féll frá fyrir fáeinum misserum síðan. Í sem skemmstu máli, bar gesturinn heimaþjónustu sveitarfélagsins ekki vel söguna. Umönnun sjúklingsins hefði því í of miklum mæli lent á hennar herðum. Vandi konunnar var raunverulegur. Slík viðfangsefni vekja áhuga minn. Þau vil ég reyna leysa. Tíst smáfugla Á föstudagskvöldum er skemmtiþáttur hjá Ríkissjónvarpinu. Umsjónarmaður þess þáttar heldur úti tíst-reikningi (twitter-aðgangi). Viðkomandi var eitt sinn borgarfulltrúi. Eitthvað virðist hafa farið fyrir brjóstið á þeim ágæta manni að kjósendur prófkjörsins sl. helgi hafi í stríðum straumi séð ástæðu til að greiða mér atkvæði. Að minnsta kosti taldi fjölmiðlamaðurinn á ríkismiðlinum ástæðu til að endurtísta framlagi konu sem lýsir sér sem „öfgafemínistatussu sem hugsar ekki alltaf áður en hún talar“. Í því tístframlagi var sleginn hneykslunartónn yfir því atkvæðamagni sem ég fékk í prófkjörinu ásamt því að vísað var til vísis-greinar sem ég birti í júlí á síðasta ári. Sú vísis-grein laut í grunninn að mikilvægi þess að réttlát málsmeðferð sé viðhöfð þegar ásakanir eru settar fram um refsiverða eða siðferðislega vafasama hegðun nafngreindra einstaklinga. Sá boðskapur er sígildur og fellur vel að þeirri stjórnmálastefnu að taumhald verður að vera á valdbeitingu gagnvart þeim einstaklingum sem sökum eru bornir. Hornsteinar siðaðs samfélags byggja á þessu grundvallaratriði. Jákvætt er að árangur minn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sl. helgi hafi endurvakið athyglina á þessum boðskap. Sem dæmi hefur áðurnefnd grein mín frá júlí 2021 verið mest lesna greinin á visir.is síðan sunnudaginn 20. mars 2022. Tíst pólitískt rétthugsandi „smáfugla“þjónar þá einhverjum tilgangi, eftir allt saman. Friðhelgi kjörklefans Í prófkjörsbaráttunni fann ég fyrir miklum velvilja í minn garð. Ófáir lýstu samstöðu með þeim skoðunum sem ég hef sett fram um dómstól götunnar. Eineltistilburðir net- og tístverja í málum þeim tengdum hræðir á hinn bóginn ófáa að tjá sig með þeim hætti sem ég hef gert. Jafnvel þótt margir séu sammála mér. Í kjörklefanum hins vegar er enginn stóri bróðir gínandi yfir kjósandanum. Kjósandanum er t.d. frjálst að velja frambjóðanda sem er líklegur til að leita lausna á raunverulegum vandamálum venjulegs fólks. Vald hins þögla meirihluta getur við það komið í ljós. Það sýndi sig um helgina. Fyrir þann stuðning verð ég ævivarandi þakklátur. Höfundur lenti í 7. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fór 18.–19. mars 2022.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun