„Kæri stúdent, bíttu á jaxlinn, þetta verður betra" Brynhildur Þorbjarnardóttir skrifar 22. mars 2022 10:01 Þó svo að mörg fagni styttingu framhaldsskólans standa nýstúdentar á verkfræði- og náttúruvísindasviði sem tóku styttra stúdentspróf höllum fæti. Stytting framhaldsskólans gerir nemendum á framhaldsskólaaldri erfitt fyrir að taka meiri undirbúning fyrir nám í háskóla. Á árinu tryggðu Röskvuliðar í sviðsráði verkfræði- og náttúruvísindasviðs að inntökuskilyrði á sviðinu yrðu lækkuð í kjölfar ábendinga um að fá nái að uppfylla þau. Þrátt fyrir að Röskvuliðar hafi náð þessu í gegn, eru ennþá gerðar sömu kröfur á nýstúdenta og hafa verið gerðar undanfarin ár, því er álagið of mikið. Stúdentar á fyrsta ári hafa ekki undan við tíð skilaverkefni í öllum námskeiðum og er óformlega sían að sliga stúdenta. Það þarf samspil allra námsstiga til að jafna leikinn og gera stúdentum kleift að sækja nám á sviðinu án þess að setja allt sem heitir félagslíf á hilluna. Það að undirbúningurinn sé ekki nægur í framhaldsskólum landsins fyrir nám á sviðinu er ekki einkamál sviðsins, og það þarf að leiðrétta það. Verkfræði- og raunvísindanám er mjög krefjandi og stúdentar við sviðið eyða ófáum stundum við bækurnar og í tilraunastofunni. Þessi tími hefur lengst síðustu misseri, þar sem nýstúdentar koma beint úr framhaldsskóla. Þau eru tilbúin að afla sér þekkingar á sviði sem þau hafa áhuga á, en lenda fyrr í „burnouti“ og flosna jafnvel upp úr námi vegna álags. Við þekkjum það flest að námið verður ekki skemmtilegt fyrr en á öðru ári og að stúdentar þurfi bara að þrauka. Þetta er ekki aðlaðandi námsumhverfi eða hvetjandi fyrir fólk sem hefur áhuga á námsleiðum sviðsins. Á sama tíma er tíðrætt að það vanti fólk með okkar menntun í samfélagið en lítið er gert til að aðstoða okkur eða hvetja áfram í náminu. Við þurfum að efla sviðið, á alla vegu, bjóða upp á starfsnám sem vekur áhuga og ástríðu - sýna stúdentum hvað námið nýtist í! Þar sem flest okkar höfum jú áhuga á stærðfræði, skulum við leggja fyrir eitt lauflétt reiknisdæmi og tökum sem dæmi fyrsta árs 6 ECTS eininga áfanga. Þar er gert ráð fyrir tæpum 13 klukkustundum á viku í vinnu við þann eina áfanga. Þegar dregið er frá fyrirlestratímar, sem eru 3 klukkustundir á viku og dæmatíma sem er 1.5 klukkustund á viku eru eftir 8.5 klukkustundir af tíma sem stúdentar eyða í áfangann á viku. Ég þekki engan stúdent sem fer ekki yfir þau mörk. Margar klukkustundir fara í yfirferð á efninu og eftir er þá verkefnavinnan, en margir þessara áfanga hafa vikuleg skilaverkefni. Þegar litið er á heildarmyndina gerir fullt nám ráð fyrir að stúdentar eyði 1500 til 1800 klukkustundum í námið hvert ár, en fyrir nýstúdenta í verkfræði og raunvísindanámi eru þær jafnvel enn fleiri. Sviðið hefur boðið upp á upprifjunarnámskeið í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði, en skólaárið gerir þeim erfitt fyrir, þar sem mörg þurfa að vinna langt eftir sumri og komast þar af leiðandi ekki á námskeiðin sem flest eru haldin áður en almennt skólahald byrjar af fullum krafti. Námskeiðin sem haldin eru eftir að skólahald byrjar eru óvinsæl, þar sem mörg geta ekki haldið á spöðunum með fimm 6 ECTS í fanginu. Röskva vill draga þetta vandamál fram í sviðsljósið og fer fram á að þetta verði endurskoðað. Við í Röskvu skorum því á stjórnvöld að endurskoða hvernig námi á grunnskóla- og framhaldsskólastigi er háttað með það að leiðarljósi að styðja við stúdenta sem hallast að námi á verkfræði- og náttúruvísindasviði. Við krefjumst þess að stuðlað sé að því að þau þrífist allan námstímann en ekki einungis þegar út í atvinnulíf er komið. Við eigum meira skilið en að bíta á jaxlinn og vona að næsta ár verði betra. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á Verkfræði- og náttúruvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þó svo að mörg fagni styttingu framhaldsskólans standa nýstúdentar á verkfræði- og náttúruvísindasviði sem tóku styttra stúdentspróf höllum fæti. Stytting framhaldsskólans gerir nemendum á framhaldsskólaaldri erfitt fyrir að taka meiri undirbúning fyrir nám í háskóla. Á árinu tryggðu Röskvuliðar í sviðsráði verkfræði- og náttúruvísindasviðs að inntökuskilyrði á sviðinu yrðu lækkuð í kjölfar ábendinga um að fá nái að uppfylla þau. Þrátt fyrir að Röskvuliðar hafi náð þessu í gegn, eru ennþá gerðar sömu kröfur á nýstúdenta og hafa verið gerðar undanfarin ár, því er álagið of mikið. Stúdentar á fyrsta ári hafa ekki undan við tíð skilaverkefni í öllum námskeiðum og er óformlega sían að sliga stúdenta. Það þarf samspil allra námsstiga til að jafna leikinn og gera stúdentum kleift að sækja nám á sviðinu án þess að setja allt sem heitir félagslíf á hilluna. Það að undirbúningurinn sé ekki nægur í framhaldsskólum landsins fyrir nám á sviðinu er ekki einkamál sviðsins, og það þarf að leiðrétta það. Verkfræði- og raunvísindanám er mjög krefjandi og stúdentar við sviðið eyða ófáum stundum við bækurnar og í tilraunastofunni. Þessi tími hefur lengst síðustu misseri, þar sem nýstúdentar koma beint úr framhaldsskóla. Þau eru tilbúin að afla sér þekkingar á sviði sem þau hafa áhuga á, en lenda fyrr í „burnouti“ og flosna jafnvel upp úr námi vegna álags. Við þekkjum það flest að námið verður ekki skemmtilegt fyrr en á öðru ári og að stúdentar þurfi bara að þrauka. Þetta er ekki aðlaðandi námsumhverfi eða hvetjandi fyrir fólk sem hefur áhuga á námsleiðum sviðsins. Á sama tíma er tíðrætt að það vanti fólk með okkar menntun í samfélagið en lítið er gert til að aðstoða okkur eða hvetja áfram í náminu. Við þurfum að efla sviðið, á alla vegu, bjóða upp á starfsnám sem vekur áhuga og ástríðu - sýna stúdentum hvað námið nýtist í! Þar sem flest okkar höfum jú áhuga á stærðfræði, skulum við leggja fyrir eitt lauflétt reiknisdæmi og tökum sem dæmi fyrsta árs 6 ECTS eininga áfanga. Þar er gert ráð fyrir tæpum 13 klukkustundum á viku í vinnu við þann eina áfanga. Þegar dregið er frá fyrirlestratímar, sem eru 3 klukkustundir á viku og dæmatíma sem er 1.5 klukkustund á viku eru eftir 8.5 klukkustundir af tíma sem stúdentar eyða í áfangann á viku. Ég þekki engan stúdent sem fer ekki yfir þau mörk. Margar klukkustundir fara í yfirferð á efninu og eftir er þá verkefnavinnan, en margir þessara áfanga hafa vikuleg skilaverkefni. Þegar litið er á heildarmyndina gerir fullt nám ráð fyrir að stúdentar eyði 1500 til 1800 klukkustundum í námið hvert ár, en fyrir nýstúdenta í verkfræði og raunvísindanámi eru þær jafnvel enn fleiri. Sviðið hefur boðið upp á upprifjunarnámskeið í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði, en skólaárið gerir þeim erfitt fyrir, þar sem mörg þurfa að vinna langt eftir sumri og komast þar af leiðandi ekki á námskeiðin sem flest eru haldin áður en almennt skólahald byrjar af fullum krafti. Námskeiðin sem haldin eru eftir að skólahald byrjar eru óvinsæl, þar sem mörg geta ekki haldið á spöðunum með fimm 6 ECTS í fanginu. Röskva vill draga þetta vandamál fram í sviðsljósið og fer fram á að þetta verði endurskoðað. Við í Röskvu skorum því á stjórnvöld að endurskoða hvernig námi á grunnskóla- og framhaldsskólastigi er háttað með það að leiðarljósi að styðja við stúdenta sem hallast að námi á verkfræði- og náttúruvísindasviði. Við krefjumst þess að stuðlað sé að því að þau þrífist allan námstímann en ekki einungis þegar út í atvinnulíf er komið. Við eigum meira skilið en að bíta á jaxlinn og vona að næsta ár verði betra. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á Verkfræði- og náttúruvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun