Að bæta kjör sín með fasteignakaupum Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 22. mars 2022 10:30 Leigumarkaðurinn á Íslandi er gjörólíkur hinum skandinavíska. Hlutdeild leigufélaga á markaði er mun lægri hér, regluverkið annað, leiguverð hærra og húsnæðisöryggi minna. Víða erlendis getur fólk valið hvort það vilji festa peningana sína í fasteign eða búa við sveigjanleika á leigumarkaði. Þar sem best lætur er ekki hægt að segja að annar hópurinn hafi það betra en hinn. Því er öfugt farið hérlendis. Fólk sem býr í eigin fasteign eykur eign sína yfir ævina á meðan aðrir festast á leigumarkaði. Innan við 10% leigjenda segist vilja vera á leigumarkaði. Það er ekki sláandi í ljósi þess að stjórnvöld hafa rekið séreignastefnu með beinum hvötum til fasteignakaupa sem gera það mun hagstæðara að eiga húsnæði en að leigja. Sumir leigjendur greiða hærri leigu en því sem nemur afborgunum lána fyrir sambærilegt húsnæði. Það er óskiljanlegt að fólk sem á fyrir útborgun, og sýnir mánuð eftir mánuð að það geti vel staðið undir greiðslum, standist ekki greiðslumat fyrir lægri fjárhæð en það greiðir nú þegar. Við útreikning á greiðslugetu ber lánveitendum að taka mið af neysluviðmiðum á vef félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Slík viðmið eru því marki brennd að byggja á meðaltölum en ekki á einstaklingsbundinni neyslu. Til dæmis gera þau ráð fyrir rúmlega 200.000 krónum á ári í tómstundir og afþreyingu, á heimili tveggja fullorðinna einstaklinga með engin börn. Það skiptir engu máli við greiðslumat þótt fólk eyði mun minna en þetta í afþreyingu, þessi fjárhæð er algjört grunnviðmið. Fólk veit þetta mætavel. Í skýrslu um neysluviðmiðin frá 2011 var gerður sá fyrirvari að þau séu „hvorki endanlegur mælikvarði á hvað telst nægjanleg neysla einstakra heimila né dómur um hvað einstakar fjölskyldur þurfa sér til framfæris“. Auðvitað ætti fólk því að hafa aukin tækifæri til þess að sýna fram á greiðslugetu sína þegar viðmiðið byggir ekki á traustari grunni en þessum. Greiðslumat á að endurspegla greiðslugetu einstaklinga og fjölskyldna. Fátt endurspeglar greiðslugetuna betur en skoðun á þeim útgjöldum sem fólk hefur raunverulega staðið undir til lengri tíma. Þess vegna hef ég lagt fram þingmál, ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar, sem myndi heimila lánveitendum að taka tillit til þeirrar fjárhæðar sem fólk hefur greitt skv. þinglýstum leigusamningi í 12 mánuði eða lengur – og byggja greiðslumatið á henni. Hér er ekki lagt til að fólki verði gert kleift að skuldbinda sig umfram greiðslugetu. Hér er lagt til að fólki, sem er sannarlega fært um að standa undir lánagreiðslum, verði heimilað að bæta kjör sín með fasteignakaupum í stað þess að vera bundið fast á óhagstæðum leigumarkaði. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Leigumarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Viðreisn Alþingi Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Leigumarkaðurinn á Íslandi er gjörólíkur hinum skandinavíska. Hlutdeild leigufélaga á markaði er mun lægri hér, regluverkið annað, leiguverð hærra og húsnæðisöryggi minna. Víða erlendis getur fólk valið hvort það vilji festa peningana sína í fasteign eða búa við sveigjanleika á leigumarkaði. Þar sem best lætur er ekki hægt að segja að annar hópurinn hafi það betra en hinn. Því er öfugt farið hérlendis. Fólk sem býr í eigin fasteign eykur eign sína yfir ævina á meðan aðrir festast á leigumarkaði. Innan við 10% leigjenda segist vilja vera á leigumarkaði. Það er ekki sláandi í ljósi þess að stjórnvöld hafa rekið séreignastefnu með beinum hvötum til fasteignakaupa sem gera það mun hagstæðara að eiga húsnæði en að leigja. Sumir leigjendur greiða hærri leigu en því sem nemur afborgunum lána fyrir sambærilegt húsnæði. Það er óskiljanlegt að fólk sem á fyrir útborgun, og sýnir mánuð eftir mánuð að það geti vel staðið undir greiðslum, standist ekki greiðslumat fyrir lægri fjárhæð en það greiðir nú þegar. Við útreikning á greiðslugetu ber lánveitendum að taka mið af neysluviðmiðum á vef félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Slík viðmið eru því marki brennd að byggja á meðaltölum en ekki á einstaklingsbundinni neyslu. Til dæmis gera þau ráð fyrir rúmlega 200.000 krónum á ári í tómstundir og afþreyingu, á heimili tveggja fullorðinna einstaklinga með engin börn. Það skiptir engu máli við greiðslumat þótt fólk eyði mun minna en þetta í afþreyingu, þessi fjárhæð er algjört grunnviðmið. Fólk veit þetta mætavel. Í skýrslu um neysluviðmiðin frá 2011 var gerður sá fyrirvari að þau séu „hvorki endanlegur mælikvarði á hvað telst nægjanleg neysla einstakra heimila né dómur um hvað einstakar fjölskyldur þurfa sér til framfæris“. Auðvitað ætti fólk því að hafa aukin tækifæri til þess að sýna fram á greiðslugetu sína þegar viðmiðið byggir ekki á traustari grunni en þessum. Greiðslumat á að endurspegla greiðslugetu einstaklinga og fjölskyldna. Fátt endurspeglar greiðslugetuna betur en skoðun á þeim útgjöldum sem fólk hefur raunverulega staðið undir til lengri tíma. Þess vegna hef ég lagt fram þingmál, ásamt öðrum þingmönnum Viðreisnar, sem myndi heimila lánveitendum að taka tillit til þeirrar fjárhæðar sem fólk hefur greitt skv. þinglýstum leigusamningi í 12 mánuði eða lengur – og byggja greiðslumatið á henni. Hér er ekki lagt til að fólki verði gert kleift að skuldbinda sig umfram greiðslugetu. Hér er lagt til að fólki, sem er sannarlega fært um að standa undir lánagreiðslum, verði heimilað að bæta kjör sín með fasteignakaupum í stað þess að vera bundið fast á óhagstæðum leigumarkaði. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun