Gagnrýnir áform um fækkun sýslumannsembætta Árni Sæberg skrifar 22. mars 2022 20:07 Líneik Anna Sævarsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Framsóknar gagnrýnir harðlega fyrirætlanir dómsmálaráðherra að fækka sýslumannsembættum í eitt. „Það er jafn mikilvægt að geta hitt starfsmann sýslumannsembættis á Höfn, Vopnafirði, Stykkishólmi og í Kópavogi, til dæmis vegna viðkvæmra fjölskyldu- og erfðamála,“ segir hann. Líneik Anna Sævarsdóttir efast um ágæti áforma Jón Gunnarssonar dómsmálaráherra að fækka sýslumannsembættum úr níu í eitt og bendir á að hvergi sé minnst á þær róttæku breytingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Flokkur Líneikar, Framsóknarflokkurinn, er einmitt í ríkisstjórn með flokki dómsmálaráðherra, Sjálfstæðisflokknum. Þetta segir Líneik í skoðanagrein sem hún birti hér á Vísi í kvöld. Líneik Anna segir embætti sýslumanna vera gamalgrónar og traustar stofnanir sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Þeim hafi verið falið að fara með framkvæmdarvald ríkisins í héraði. „Engar aðrar stofnanir starfa á jafn víðtækum grundvelli og heyra verkefni þeirra undir flest fagráðuneyti Stjórnarráðsins. Þá má nefna að árið 2018 nýtti ríflega helmingur landsmanna sér þjónustu embættanna,“ segir hún. Frekar eiga að efla embættin en að fækka þeim Líneik Anna segir að stjórnvöld eigi frekar að leggj allt sitt púður í að innleiða rafræna stjórnsýslu svo unnt sé að færa fleiri stjórnsýsluverkefni til embætta sýslumanna um land allt. Með lögum árið 2015 var sýslumannsembættum fækkað úr 24 í níu og var lögunum ætlað að búa til öflugri þjónustustofnanir sem gætu tekið að sér aukin verkefni, að sögn Líneikar. „Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um samanburð á sýslumannsembættunum frá 2019 kom fram að þó áhersla Alþingis hafi verið að flytja fleiri verkefni til embættanna hafi það ekki raungerst þrátt fyrir að ráðuneytið hafi ítrekað ætlað í þá vinnu,“ segir hún. Auk þess hafi komið fram að ekki hafi verið nægilega vel staðið fjárhagslegum undirbúningi breytinganna og af þeim ástæðum hafi rekstur nýrra sýslumannsembætta ekki verið í samræmi við fjárheimildir fyrstu rekstrarárin. Innleiðing rafrænnar stjórnsýslu hafi verið hæg en ljóst sé að hún geti leitt til sparnaðar og aukinnar skilvirkni í rekstri og þjónustu við borgarana. Því eigi stjórnvöld núna að leggja allt sitt púður í að innleiða rafræna stjórnsýslu, og um leið nútímavæða, í sem flestum verkefnum og fara í markvissa vinnu við flutning fleiri stjórnsýsluverkefna til embættanna. Dreifing verkefna tryggi aðlaðandi starfsumhverfi Líneik segir að með sérhæfingu og dreifingu stjórnsýsluverkefna um landið sé hægt að tryggja aðlaðandi starfsumhverfi í sýslumannsembættum um land allt, þar sem staðbundinni þjónustu væri sinnt samhliða verkefnum á landsvísu. „Það er jafn mikilvægt að geta hitt starfsmann sýslumannsembættis á Höfn, Vopnafirði, Stykkishólmi og í Kópavogi, til dæmis vegna viðkvæmra fjölskyldu- og erfðamála. Því vill Líneik að stjórnvöld leggi áherslu á að efla embættin frekar en að breyta lögum til að fækka þeim. Það verði í fyrsta lagi eftir fjögur til sex ár sem Alþingi getur metið hvaða áhrif stafrænt Ísland hefur á framtíðarskipan framkvæmdarvalds og stjórnsýslu ríkisins í héraði. „Ljúkum verkefninu frá 2015, eflum sýslumannsembættin áður en stokkið er af stað í annan leiðangur. Nýsköpun í opinberri stjórnsýslu og samvinna eru leiðirnar að settu marki en ekki eitt sýslumannsembætti, staðsett á höfuðborgarsvæðinu, líkt og dómsmálaráðherra stefnir nú að,“ segir Líneik Anna að lokum. Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Líneik Anna Sævarsdóttir efast um ágæti áforma Jón Gunnarssonar dómsmálaráherra að fækka sýslumannsembættum úr níu í eitt og bendir á að hvergi sé minnst á þær róttæku breytingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Flokkur Líneikar, Framsóknarflokkurinn, er einmitt í ríkisstjórn með flokki dómsmálaráðherra, Sjálfstæðisflokknum. Þetta segir Líneik í skoðanagrein sem hún birti hér á Vísi í kvöld. Líneik Anna segir embætti sýslumanna vera gamalgrónar og traustar stofnanir sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Þeim hafi verið falið að fara með framkvæmdarvald ríkisins í héraði. „Engar aðrar stofnanir starfa á jafn víðtækum grundvelli og heyra verkefni þeirra undir flest fagráðuneyti Stjórnarráðsins. Þá má nefna að árið 2018 nýtti ríflega helmingur landsmanna sér þjónustu embættanna,“ segir hún. Frekar eiga að efla embættin en að fækka þeim Líneik Anna segir að stjórnvöld eigi frekar að leggj allt sitt púður í að innleiða rafræna stjórnsýslu svo unnt sé að færa fleiri stjórnsýsluverkefni til embætta sýslumanna um land allt. Með lögum árið 2015 var sýslumannsembættum fækkað úr 24 í níu og var lögunum ætlað að búa til öflugri þjónustustofnanir sem gætu tekið að sér aukin verkefni, að sögn Líneikar. „Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um samanburð á sýslumannsembættunum frá 2019 kom fram að þó áhersla Alþingis hafi verið að flytja fleiri verkefni til embættanna hafi það ekki raungerst þrátt fyrir að ráðuneytið hafi ítrekað ætlað í þá vinnu,“ segir hún. Auk þess hafi komið fram að ekki hafi verið nægilega vel staðið fjárhagslegum undirbúningi breytinganna og af þeim ástæðum hafi rekstur nýrra sýslumannsembætta ekki verið í samræmi við fjárheimildir fyrstu rekstrarárin. Innleiðing rafrænnar stjórnsýslu hafi verið hæg en ljóst sé að hún geti leitt til sparnaðar og aukinnar skilvirkni í rekstri og þjónustu við borgarana. Því eigi stjórnvöld núna að leggja allt sitt púður í að innleiða rafræna stjórnsýslu, og um leið nútímavæða, í sem flestum verkefnum og fara í markvissa vinnu við flutning fleiri stjórnsýsluverkefna til embættanna. Dreifing verkefna tryggi aðlaðandi starfsumhverfi Líneik segir að með sérhæfingu og dreifingu stjórnsýsluverkefna um landið sé hægt að tryggja aðlaðandi starfsumhverfi í sýslumannsembættum um land allt, þar sem staðbundinni þjónustu væri sinnt samhliða verkefnum á landsvísu. „Það er jafn mikilvægt að geta hitt starfsmann sýslumannsembættis á Höfn, Vopnafirði, Stykkishólmi og í Kópavogi, til dæmis vegna viðkvæmra fjölskyldu- og erfðamála. Því vill Líneik að stjórnvöld leggi áherslu á að efla embættin frekar en að breyta lögum til að fækka þeim. Það verði í fyrsta lagi eftir fjögur til sex ár sem Alþingi getur metið hvaða áhrif stafrænt Ísland hefur á framtíðarskipan framkvæmdarvalds og stjórnsýslu ríkisins í héraði. „Ljúkum verkefninu frá 2015, eflum sýslumannsembættin áður en stokkið er af stað í annan leiðangur. Nýsköpun í opinberri stjórnsýslu og samvinna eru leiðirnar að settu marki en ekki eitt sýslumannsembætti, staðsett á höfuðborgarsvæðinu, líkt og dómsmálaráðherra stefnir nú að,“ segir Líneik Anna að lokum.
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira