Gjaldþrota grunnskóli Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 22. mars 2022 20:31 Um daginn var ég gjörsamlega úrvinda eftir tvær vikur í grunnskólakennslu. En ekki af baki dottin, enda er ég með yndislega nemendur, eins og reyndar býsna margir. Hef þó töluvert sinnt afskiptum af öðrum. Hef reynslu af tættari bekkjum, þ.e. sem hafa haft tíð kennara skipti s.s. vegna veikindi kennara, kulnunar eða skorts á faglærðum í stéttinni. Sé það snemma á skólagöngunni hafa þau börn yfirleitt ekki lært að hlýða grundvallareglum í skóla svo haldi, eða liðið vel með nám. Enda upplifað þau óöryggi í sínu daglega lífi, fyrst og fremst vegna skorts á ramma og óöryggi vegna fjarveru kennara eða tíðra kennaraskipta. – Þetta hefur svo oftast því miður áhrif á alla þeirra grunnskólagöngu. Áttu barn í grunnskóla? Áttu barnabarn í grunnskóla? Er þér umhugað um velferð barna? Þekkirðu barn með sérþarfir sem hefur hefur farið illa fyrir í grunnskólakerfinu? - Afar fáir gera sé grein fyrir því, þar á meðal grunnskólakennarar sjálfir og forysta samtaka þeirra segir fátt um: Að það er stórt gap í löggjöf um starf grunnskóla annars vegar og fjárframlaga til að mæta þeirri löggjöf hins vegar. – Í sérfræðiskýrslum og ýmsum rannsóknum um íslenska grunnskóla er mest megnis þagað um þetta stóra bil. Sumsstaðar er þess þó getið stuttlega, jafnvel sem aukaatriðis, en séð hef ég hjá æðstu stjórnvöldum að sérfræði kennarans, jafnvel sjálfstraust hans og tilfinningalegt ástand er dregið í efa frekar en nokkuð annað. Hversu faglegt er það? Sumir halda því jafnvel fram að kennarar séu mótfallnir ríkjandi stefnu um skóla án aðgreiningar, sem felur í sér jafnrétti í víðum skilningi og lýðræði. Þessir þættir eru stór liður í námsskránni sem við fylgjum og því staðhæfing fjarri lagi. Undantekning er þó að margir með dæmigerða einhverfu þola engan veginn venjulegt skólaumhverfi, sem og nemendur með verstu hegðunarerfiðleikana eða geðraskanir. - En hvaða starfsstétt lætur bjóða sér margfalt vinnuálag eins og er í framkvæmd skóla án aðgreiningar án þess að láta í sér heyra? Að auki fyrir sömu hræðilegu launin? Athugið að sem sérfræðingar með 5 ára háskólanám eru kennarar 17% undir lágmarkslaunum annarra sérfræðinga. - Engir nema kennarar láta bjóða sé þessa vanvirðingu. Umsjónarkennarar þurfa skv. lögum og reglugerðum oft að vinna margvíslegar kennsluáætlanir í staðin fyrir eina áður (og stundum ekki bara tvær), margvíslegt kennsluefni að þyngdarstigi, sem er auk þess ekki tiltækt frá menntamálastofnun, en kannski hægt að leita af á netinu. Annars búa þeir það til sjálfir! Því það vantar líka tilfinnanlega fjárframlög til námsgagnagerðar. - Tillit þarf kennarinn að taka til mismunandi skilnings á íslensku, útbúa sérstakt næði fyrir kvíðna og einhverfa og ekki síður þá með ADHD. Natni við lesblinda. Einstaklingsferli er algengt og samskipti við fjölskyldur þeirra sem hafa lent í erfiðum fjölskylduaðstæðum, eiga við námsvanda eða hegðunarörðugleika að stríða geta tekið drjúgan tíma hjá sumum, jafnvel þótt aðeins sé um eitt barn að ræða. Vissulega er þetta mismunandi, en ég hef heyrt í allt of mörgum kennurum í allt of mörg ár í fjölmörgum skólum, sem glíma við sama vandann. Kannski er erfitt fyrir þá að tala því enginn vill kasta rýrð á eigin skóla? Er réttlætanlegt að hindra samstöðu um afar brýn mál með slíkum rökum? Hvaða kjánar eru kennarar í sinni baráttu fyrir betri starfskjörum? Bæta á sig margvíslegum verkefnum og skildum en fá ekki svo mikið sem einu sinni krónu fyrir. Eitthvað skárri sérfæðingaþjónustu fá þeir, en hún dugar ekki til og hjálpar takmarkað til inn í daglegu starfi í bekk. Hvers vegna er hvergi opinberlega talað um alls óásættanlegan mismun á kröfum til kennarans annars vegar, þ.á.m. sérkennara, og þeirra úrræða sem hann hefur til að fullnægja þeim skildum hins vegar? Þetta er ein sú hræðilegasta klemma sem nokkur starfsmaður getur lent í, þ.e. að vilja gera sitt besta en hafa ekki til þess bjargir. – Kulnun kennara er eðlilegra en nokkuð, sem og langtíma veikindaleyfi. Á meðan blæða börnin fyrir gjörsamlega fjársvelt grunnskólakerfi. Á meðan kennarinn á að þjóna öllum jafnt út frá stöðu s.s. með mismunandi þjóðlegan bakgrunn, dislexíu, ADHD, TS, kvíðröskun, seinþroska, einhverfu og mótþróaröskun þá fæst enginn fjárhagslegur stuðningur fyrir börnin nema að fyrir liggi læknisfræðilegar greiningar á allra alvarlegustu tilvikunum. Ekki t.d. dislexíu eða ADHD. - Biðtími eftir greiningu er svo aftur a.m.k. tvö ár. Mjög dýrmæt tvö ár í lífi barns, þar sem aðgerðarleysi hefur oftast afar slæm langtímaáhrif. Hjá barnalæknum og sálfræðingum er það fullkomlega á hreinu. Það sem kennarinn gerir í skólastofunni með 20-27 nemendur dugar allt of oft engan veginn til. - Fagmennirnir, þ.e. kennaranir o.fl. í skólakerfinu eru þá löngu búin að sjá hvert stefnir. Stuðningur við barnið, sem kemur svo eftir dúk og disk og nokkur ár, er svo aðallega í formi ófaglærðs starfsmanns á hrikalega lágum launum, auk örfárra tíma sem barnið fær fyrir sig ásamt nokkrum öðrum nemendum. - Bjargir til grunnskóla hvað, og hvað þá skóla án aðgreiningar? Í Covid og miklum veikindum almennt, barna og starfsmanna, verður undirliggjandi vandi enn meira áberandi. Í einni svipan fá börnin kannski ekki þjónustu þroskaþjálfa, sérkennara, tungumálkennara eða sjálfs umsjónarkennarans, jafnvel svo vikum eða mánuðum skiptir. Ég get lofað ykkur því að þeim líður alls ekki vel með það.Þrátt fyrir góðar menntastefnur, hugmyndir, þróunarverkefni, aukna teymisvinnu og tilraunir skólastjóra til betrum bóta, þá er íslenskt grunnskólakerfi algerlega gjaldþrota. Hundruðir okkar ef ekki þúsundir vita þetta, kennarar, stjórnendur og foreldrar, en fáir segja nokkuð og alls enginn hlustar. - Hvað ætlar þú að kjósa um í sveitastjórnarkosningunum í vor? Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Um daginn var ég gjörsamlega úrvinda eftir tvær vikur í grunnskólakennslu. En ekki af baki dottin, enda er ég með yndislega nemendur, eins og reyndar býsna margir. Hef þó töluvert sinnt afskiptum af öðrum. Hef reynslu af tættari bekkjum, þ.e. sem hafa haft tíð kennara skipti s.s. vegna veikindi kennara, kulnunar eða skorts á faglærðum í stéttinni. Sé það snemma á skólagöngunni hafa þau börn yfirleitt ekki lært að hlýða grundvallareglum í skóla svo haldi, eða liðið vel með nám. Enda upplifað þau óöryggi í sínu daglega lífi, fyrst og fremst vegna skorts á ramma og óöryggi vegna fjarveru kennara eða tíðra kennaraskipta. – Þetta hefur svo oftast því miður áhrif á alla þeirra grunnskólagöngu. Áttu barn í grunnskóla? Áttu barnabarn í grunnskóla? Er þér umhugað um velferð barna? Þekkirðu barn með sérþarfir sem hefur hefur farið illa fyrir í grunnskólakerfinu? - Afar fáir gera sé grein fyrir því, þar á meðal grunnskólakennarar sjálfir og forysta samtaka þeirra segir fátt um: Að það er stórt gap í löggjöf um starf grunnskóla annars vegar og fjárframlaga til að mæta þeirri löggjöf hins vegar. – Í sérfræðiskýrslum og ýmsum rannsóknum um íslenska grunnskóla er mest megnis þagað um þetta stóra bil. Sumsstaðar er þess þó getið stuttlega, jafnvel sem aukaatriðis, en séð hef ég hjá æðstu stjórnvöldum að sérfræði kennarans, jafnvel sjálfstraust hans og tilfinningalegt ástand er dregið í efa frekar en nokkuð annað. Hversu faglegt er það? Sumir halda því jafnvel fram að kennarar séu mótfallnir ríkjandi stefnu um skóla án aðgreiningar, sem felur í sér jafnrétti í víðum skilningi og lýðræði. Þessir þættir eru stór liður í námsskránni sem við fylgjum og því staðhæfing fjarri lagi. Undantekning er þó að margir með dæmigerða einhverfu þola engan veginn venjulegt skólaumhverfi, sem og nemendur með verstu hegðunarerfiðleikana eða geðraskanir. - En hvaða starfsstétt lætur bjóða sér margfalt vinnuálag eins og er í framkvæmd skóla án aðgreiningar án þess að láta í sér heyra? Að auki fyrir sömu hræðilegu launin? Athugið að sem sérfræðingar með 5 ára háskólanám eru kennarar 17% undir lágmarkslaunum annarra sérfræðinga. - Engir nema kennarar láta bjóða sé þessa vanvirðingu. Umsjónarkennarar þurfa skv. lögum og reglugerðum oft að vinna margvíslegar kennsluáætlanir í staðin fyrir eina áður (og stundum ekki bara tvær), margvíslegt kennsluefni að þyngdarstigi, sem er auk þess ekki tiltækt frá menntamálastofnun, en kannski hægt að leita af á netinu. Annars búa þeir það til sjálfir! Því það vantar líka tilfinnanlega fjárframlög til námsgagnagerðar. - Tillit þarf kennarinn að taka til mismunandi skilnings á íslensku, útbúa sérstakt næði fyrir kvíðna og einhverfa og ekki síður þá með ADHD. Natni við lesblinda. Einstaklingsferli er algengt og samskipti við fjölskyldur þeirra sem hafa lent í erfiðum fjölskylduaðstæðum, eiga við námsvanda eða hegðunarörðugleika að stríða geta tekið drjúgan tíma hjá sumum, jafnvel þótt aðeins sé um eitt barn að ræða. Vissulega er þetta mismunandi, en ég hef heyrt í allt of mörgum kennurum í allt of mörg ár í fjölmörgum skólum, sem glíma við sama vandann. Kannski er erfitt fyrir þá að tala því enginn vill kasta rýrð á eigin skóla? Er réttlætanlegt að hindra samstöðu um afar brýn mál með slíkum rökum? Hvaða kjánar eru kennarar í sinni baráttu fyrir betri starfskjörum? Bæta á sig margvíslegum verkefnum og skildum en fá ekki svo mikið sem einu sinni krónu fyrir. Eitthvað skárri sérfæðingaþjónustu fá þeir, en hún dugar ekki til og hjálpar takmarkað til inn í daglegu starfi í bekk. Hvers vegna er hvergi opinberlega talað um alls óásættanlegan mismun á kröfum til kennarans annars vegar, þ.á.m. sérkennara, og þeirra úrræða sem hann hefur til að fullnægja þeim skildum hins vegar? Þetta er ein sú hræðilegasta klemma sem nokkur starfsmaður getur lent í, þ.e. að vilja gera sitt besta en hafa ekki til þess bjargir. – Kulnun kennara er eðlilegra en nokkuð, sem og langtíma veikindaleyfi. Á meðan blæða börnin fyrir gjörsamlega fjársvelt grunnskólakerfi. Á meðan kennarinn á að þjóna öllum jafnt út frá stöðu s.s. með mismunandi þjóðlegan bakgrunn, dislexíu, ADHD, TS, kvíðröskun, seinþroska, einhverfu og mótþróaröskun þá fæst enginn fjárhagslegur stuðningur fyrir börnin nema að fyrir liggi læknisfræðilegar greiningar á allra alvarlegustu tilvikunum. Ekki t.d. dislexíu eða ADHD. - Biðtími eftir greiningu er svo aftur a.m.k. tvö ár. Mjög dýrmæt tvö ár í lífi barns, þar sem aðgerðarleysi hefur oftast afar slæm langtímaáhrif. Hjá barnalæknum og sálfræðingum er það fullkomlega á hreinu. Það sem kennarinn gerir í skólastofunni með 20-27 nemendur dugar allt of oft engan veginn til. - Fagmennirnir, þ.e. kennaranir o.fl. í skólakerfinu eru þá löngu búin að sjá hvert stefnir. Stuðningur við barnið, sem kemur svo eftir dúk og disk og nokkur ár, er svo aðallega í formi ófaglærðs starfsmanns á hrikalega lágum launum, auk örfárra tíma sem barnið fær fyrir sig ásamt nokkrum öðrum nemendum. - Bjargir til grunnskóla hvað, og hvað þá skóla án aðgreiningar? Í Covid og miklum veikindum almennt, barna og starfsmanna, verður undirliggjandi vandi enn meira áberandi. Í einni svipan fá börnin kannski ekki þjónustu þroskaþjálfa, sérkennara, tungumálkennara eða sjálfs umsjónarkennarans, jafnvel svo vikum eða mánuðum skiptir. Ég get lofað ykkur því að þeim líður alls ekki vel með það.Þrátt fyrir góðar menntastefnur, hugmyndir, þróunarverkefni, aukna teymisvinnu og tilraunir skólastjóra til betrum bóta, þá er íslenskt grunnskólakerfi algerlega gjaldþrota. Hundruðir okkar ef ekki þúsundir vita þetta, kennarar, stjórnendur og foreldrar, en fáir segja nokkuð og alls enginn hlustar. - Hvað ætlar þú að kjósa um í sveitastjórnarkosningunum í vor? Höfundur er grunnskólakennari.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun