Í þáttunum fáum við að fylgjast með daglegu lífi vinana og það er yfirleitt nóg af skrautlegum uppákomum. Tvíburarnir Gunnar Skírnir og Sæmundur Brynjólfssynir sem hafa áður komið fram í Æði þáttunum eru með þeim og munu augljóslega koma fyrir í fjórðu þáttaröðinni.
Binni var í beinni á Instagram í gær og er hægt að horfa á myndbandið hér neðst í fréttinni. Jóhann Kristófer Stefánsson leikstjóri Æði þáttanna kemur þar inn í útsendinguna þar sem hann er auðvitað með hópnum úti og einnig Áskell Harðarson og Alexis Garcia.





