Munu kjósa milli fjögurra nafna á sameinuðu sveitarfélagi Atli Ísleifsson skrifar 24. mars 2022 14:29 Frá Reykjahlíð við Mývatn. Vísir/Vilhelm Íbúar Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit munu kjósa milli fjögurra tillagna að nafni á sameiginlegu sveitarfélagi í rafrænni skoðanakönnun í næsta mánuði. Valið stendur milli nafnanna Goðaþings, Laxársveitar, Suðurþings og Þingeyjarsveitar. Helgi Héðinsson, sveitarsstjóri í Skútistaðahreppi, segir frá þessi í pistli til íbúa og að skoðanakönnunin fari fram dagana 4. til 19. apríl. Það verði svo á borði nýkjörinna fulltrúa í sameinuðu sveitarfélagi að taka endanlega ákvörðun um nafngiftina að kosningum loknum. Helgi segir að undirbúningsstjórn sameinaðs sveitarfélags hafi farið yfir umsagnir örnefnanefndar um þær átta tillögur sem undirbúningsstjórn sendi nefndinni í febrúar. „Örnefnanefnd mælti með þremur heitum og hefur undirbúningsstjórnin ákveðið að þau heiti verði lögð fyrir íbúa í rafrænni skoðanakönnun í apríl, auk heitisins Þingeyjarsveit. Örnefnanefnd mælti ekki með fleirtölumynd heitisins.“ Þær tillögur sem sendar voru til örnefnanefndar til umsagnar voru Goðaþing, Þingeyjarsveitir, Laxárþing, Andaþing, Mýþing, Hraunborg, Suðurþing og Fossaþing. Könnunin mun fara fram í samstarfi við betraisland.is, með sambærilegum hætti og hugmyndasöfnunin sem fór fram í febrúar. „Þátttakendur munu skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og mun þátttökuréttur verða bundinn við þá íbúa sveitarfélaganna sem hafa náð 16 ára aldri þann 10. mars sl. Skuggakosning mun fara fram meðal nemenda í grunnskólum sveitarfélaganna á næstu vikum og verður spennandi hvaða nafn verður hlutskarpast hjá unga fólkinu.“ Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Örnefnanefnd mælir með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi Örnefnanefnd telur að þrjár af þeim tillögum sem bárust nefndinni til umsagnar um nafn á sameinuðu sveitarfélagi Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, falla best að nafngiftahefð í landinu. Það eru nöfnin Suðurþing, Laxárþing og Goðaþing. 16. mars 2022 10:54 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn fundinn og milljónirnar með Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Sjá meira
Helgi Héðinsson, sveitarsstjóri í Skútistaðahreppi, segir frá þessi í pistli til íbúa og að skoðanakönnunin fari fram dagana 4. til 19. apríl. Það verði svo á borði nýkjörinna fulltrúa í sameinuðu sveitarfélagi að taka endanlega ákvörðun um nafngiftina að kosningum loknum. Helgi segir að undirbúningsstjórn sameinaðs sveitarfélags hafi farið yfir umsagnir örnefnanefndar um þær átta tillögur sem undirbúningsstjórn sendi nefndinni í febrúar. „Örnefnanefnd mælti með þremur heitum og hefur undirbúningsstjórnin ákveðið að þau heiti verði lögð fyrir íbúa í rafrænni skoðanakönnun í apríl, auk heitisins Þingeyjarsveit. Örnefnanefnd mælti ekki með fleirtölumynd heitisins.“ Þær tillögur sem sendar voru til örnefnanefndar til umsagnar voru Goðaþing, Þingeyjarsveitir, Laxárþing, Andaþing, Mýþing, Hraunborg, Suðurþing og Fossaþing. Könnunin mun fara fram í samstarfi við betraisland.is, með sambærilegum hætti og hugmyndasöfnunin sem fór fram í febrúar. „Þátttakendur munu skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og mun þátttökuréttur verða bundinn við þá íbúa sveitarfélaganna sem hafa náð 16 ára aldri þann 10. mars sl. Skuggakosning mun fara fram meðal nemenda í grunnskólum sveitarfélaganna á næstu vikum og verður spennandi hvaða nafn verður hlutskarpast hjá unga fólkinu.“
Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Örnefnanefnd mælir með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi Örnefnanefnd telur að þrjár af þeim tillögum sem bárust nefndinni til umsagnar um nafn á sameinuðu sveitarfélagi Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, falla best að nafngiftahefð í landinu. Það eru nöfnin Suðurþing, Laxárþing og Goðaþing. 16. mars 2022 10:54 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn fundinn og milljónirnar með Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Sjá meira
Örnefnanefnd mælir með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi Örnefnanefnd telur að þrjár af þeim tillögum sem bárust nefndinni til umsagnar um nafn á sameinuðu sveitarfélagi Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, falla best að nafngiftahefð í landinu. Það eru nöfnin Suðurþing, Laxárþing og Goðaþing. 16. mars 2022 10:54