Húseigandi á Sigló fær ekki sorphirðureikninginn felldan niður Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2022 08:02 Frá Siglufirði. Sveitarfélagið Fjallabyggð byggði málflutning sinn meðal annras á að gjaldtaka sorphirðugjalds væri lögmæt, óháð notkun fasteignarinnar. Vísir/Egill Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kæru manns sem leitaði til nefndarinnar vegna ákvörðunar sveitarfélagsins Fjallabyggðar um að hafna beiðni hans um sleppa við að greiða reikning vegna sorphirðu. Maðurinn sagðist ekki þurfa á þjónustunni að halda þar sem hús hans á Siglufirði stæði autt. Maðurinn leitaði til bæjarráðs Fjallabyggðar í september síðastliðinn þar sem hann tíundaði í bréfi að hús hans hefði staðið autt í tæplega tvö ár og sömuleiðis væri ekki útlit fyrir að það yrði notað til dvalar næstu tvö árin. Þar sem húsið hefði staðið autt og yrði það áfram væri þjónusta bæjarins, sem fælist í sorphirðu, ekki nýtt. Maðurinn kannaði þá eftir upplýsingum um hvort mögulegt væri að fjarlægja sorptunnurnar og svo undanskilja gjaldið fyrir sorphirðu í næstu álagningu, eða þar til að að húsið yrði dvalarhæft og eigendur hússins myndu óska eftir eftir þjónustunni á nýjan leik. Synjuðu beiðninni Bæjarráð tók erindið til umfjöllunar í október, synjaði beiðninni og tilkynnti manninum ákvörðunina í tölvupósti. Ákvað hann svo að leita til úrskurðarnefndarinnar, en hann hafði þá verið gert að greiða rúmlega 47 þúsund krónur fyrir sorphirðu í álagningarseðli fasteignagjalda fyrir árið 2022. Kærandinn vildi meina að ósanngjarnt væri að innheimta þjónustugjald án þess að þjónusta væri veitt, en hann hafi þá þegar greitt skilvíslega í heilt ár án þess að þiggja umrædda þjónustu. Sveitarfélagið byggði hins vegar málflutning sinn á að gjaldtaka sorphirðugjalds væri lögmæt, óháð notkun fasteignarinnar. Jafna kostnað Í niðurstöðukafla úrskurðarins kemur fram að telja verði að kostnaðarliðir að baki sorphirðugjalds Fjallabyggðar, það er vegna gámasvæðis, sorphreinsunar og sorpurðunar, falli undir þá þætti sem sveitarfélögum sé skylt að innheimta gjald fyrir. „Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir nákvæm gögn um útreikning gjaldsins frá árinu 2013 [sem álagning sorphirðugjaldsins byggi á] verður að líta til þess að ekki verður annað séð en að hann hafi bæði byggst á skynsamlegri áætlun og átt sér stað áður en ákvörðun um fjárhæðina var tekin,“ segir í niðurstöðukaflanum. Þá segir að ljóst sé að sveitarfélagið hafi valið að fara þá leið að jafna kostnaði vegna meðhöndlunar sorps með því að innheimta fast gjald á hverja fasteignareiningu miðað við fjölda sorpíláta og þjónustustig. Sveitarfélaginu hafi því verið rétt að synja beiðni mannsins um niðurfellingu sorphirðugjalds og fáist fyrirhugaður skortur á nýtingu hennar engu breytt þar um. Úrskurðarnefndin telur því að hafna verði kröfu kæranda um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar. Fjallabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Maðurinn leitaði til bæjarráðs Fjallabyggðar í september síðastliðinn þar sem hann tíundaði í bréfi að hús hans hefði staðið autt í tæplega tvö ár og sömuleiðis væri ekki útlit fyrir að það yrði notað til dvalar næstu tvö árin. Þar sem húsið hefði staðið autt og yrði það áfram væri þjónusta bæjarins, sem fælist í sorphirðu, ekki nýtt. Maðurinn kannaði þá eftir upplýsingum um hvort mögulegt væri að fjarlægja sorptunnurnar og svo undanskilja gjaldið fyrir sorphirðu í næstu álagningu, eða þar til að að húsið yrði dvalarhæft og eigendur hússins myndu óska eftir eftir þjónustunni á nýjan leik. Synjuðu beiðninni Bæjarráð tók erindið til umfjöllunar í október, synjaði beiðninni og tilkynnti manninum ákvörðunina í tölvupósti. Ákvað hann svo að leita til úrskurðarnefndarinnar, en hann hafði þá verið gert að greiða rúmlega 47 þúsund krónur fyrir sorphirðu í álagningarseðli fasteignagjalda fyrir árið 2022. Kærandinn vildi meina að ósanngjarnt væri að innheimta þjónustugjald án þess að þjónusta væri veitt, en hann hafi þá þegar greitt skilvíslega í heilt ár án þess að þiggja umrædda þjónustu. Sveitarfélagið byggði hins vegar málflutning sinn á að gjaldtaka sorphirðugjalds væri lögmæt, óháð notkun fasteignarinnar. Jafna kostnað Í niðurstöðukafla úrskurðarins kemur fram að telja verði að kostnaðarliðir að baki sorphirðugjalds Fjallabyggðar, það er vegna gámasvæðis, sorphreinsunar og sorpurðunar, falli undir þá þætti sem sveitarfélögum sé skylt að innheimta gjald fyrir. „Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir nákvæm gögn um útreikning gjaldsins frá árinu 2013 [sem álagning sorphirðugjaldsins byggi á] verður að líta til þess að ekki verður annað séð en að hann hafi bæði byggst á skynsamlegri áætlun og átt sér stað áður en ákvörðun um fjárhæðina var tekin,“ segir í niðurstöðukaflanum. Þá segir að ljóst sé að sveitarfélagið hafi valið að fara þá leið að jafna kostnaði vegna meðhöndlunar sorps með því að innheimta fast gjald á hverja fasteignareiningu miðað við fjölda sorpíláta og þjónustustig. Sveitarfélaginu hafi því verið rétt að synja beiðni mannsins um niðurfellingu sorphirðugjalds og fáist fyrirhugaður skortur á nýtingu hennar engu breytt þar um. Úrskurðarnefndin telur því að hafna verði kröfu kæranda um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar.
Fjallabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira