Árétting um sannleiksgildi, fyrir kaffistofugesti og forstjóra Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir skrifar 28. mars 2022 18:00 Hér er svargrein við skrifum Þórsteins Ragnarssonar, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP), Hafa skal það sem sannara reynist, sem birt var í dag, 28. mars, sem svar við grein minni frá 23. mars, Kæru kaffistofugestir. Í grein sinni segir forstjóri KGRP að ég fari með endurteknar rangfærslur. Því hafna ég alfarið. Mér þykir ekki fallegt að trúverðugleiki minn sé dreginn í efa þar sem mér, og flestum öðrum er mikilvægt að vera heiðarleg og greina satt og rétt frá. Förum yfir staðreyndir málsins. Þegar við föllum frá höfum við í grunninn tvo valkosti: Jarðsetningu. Við getum valið að láta jarðsetja kistuna okkar, en það er aðeins hægt að gera í kirkjugarði sbr. 1. gr. laga 36/1993. Allir kirkjugarðar landsins eru vígðir af presti þjóðkirkjunnar sbr. 5. gr. og 2. mgr. 6.gr laga 36/1993. Yfirmaður kirkjugarða landsins er biskup þjóðkirkjunnar sbr. 1 .mgr. 8.gr. laga 36/1993. Bálför. Við getum valið að láta brenna lík okkar í viðurkenndri líkbrennslustofnun sbr. 1. gr. laga 36/1993. Eina bálstofa landsins er bálstofan í Fossvogi, sem staðsett er inn á lóð Fossvogskirkju, og er rekin af KGRP – sem lýtur yfirstjórn prófasta og biskups, sbr. reglur 775/2015. KGRP fær fjármagn til síns reksturs frá Kirkjugarðaráði, sem útdeilir árlegum greiðslum úr ríkissjóði (kirkjugarðsgjald) til kirkjugarða landsins. Formaður Kirkjugarðaráðs er biskup, eða fulltrúi biskups, og biskup hefur úrslitaatkvæði við ákvarðanatöku í Kirkjugarðaráði, sbr. 1. mgr. 11. gr. laga 36/1993. Kirkjugarðaráð hefur aðsetur á Biskupsstofu. A. Að bálför lokinni má jarðsetja öskuna ofan á kistugröf ástvinar í kirkjugarði. B. Að bálför lokinni má jarðsetja öskuna í duftreit í kirkjugarði. C. Að bálför lokinni má dreifa öskunni yfir hafi eða óbyggðum (eftir að sótt hefur verið um leyfi til sýslumanns) Þetta er það skipulag sem hefur verið við lýði á Íslandi síðan félagar í Bálfarafélagi Íslands gerðu bálstofuna í Fossvogi að veruleika árið 1948. Og það virðist töluvert kappsmál hjá forstjóra KGRP að sem minnstar breytingar verði gerðar á þessu fyrirkomulagi – séu greinaskrif hans skoðuð síðustu áratugina. Það liggur fyrir að bálstofan í Fossvogskirkjugarði er komin til ára sinna og það þarf að reisa nýja bálstofu á Íslandi. Tré lífsins vill taka við þjónustuhlutverki við bálfarir á Íslandi og bjóða þar með bálfaraþjónustu hjá óháðum aðila, óháð athafnarými og nýjan valmöguleika við greftranir í formi gróðursetningu ösku ásamt tré í Minningagarði. Bálstofan í Fossvogskirkjugarði er vissulega öllum opin og engum er meinaður þar aðgangur. Það var sett sem skilyrði þegar Bálfarafélag Íslands lagði rekstur bálstofunnar í hendur KGRP árið 1948. Ég dreg það ekki í efa í minni grein heldur bendi á nýjan valmöguleika sem hentar betur nútíma samfélagi og tekur tillit til fjölbreytni okkar samfélags, nú þegar dómsmálaráðherra stendur frammi fyrir því að taka ákvörðun í þessum málum. Starfsemi Trés lífsins mun ekki hamla því að Íslendingar geti valið sér athafnarými fyrir mikilvægar athafnir lífsins, hvort sem það er úti í náttúrunni, í kirkjum eða félagsheimilum trúar- eða lífsskoðunarfélaga sinna. En Tré lífsins mun fjölga valkostunum og huga að fjölbreytileika samfélagsins, umhverfismálum og virðingu fyrir vali einstaklingsins. Mikilvægasta forsenda Trés lífsins er að við höfum raunverulegt val um okkar endanlega hvílustað, og að valið sé okkar. Það er fjarri sanni að í fyrri grein minni sé ég að reyna að koma hugsun inn hjá lesendum að hlutirnir séu öðruvísi en þeir eru. Hlutirnir eru akkúrat eins og ég hef skrifað og staðfestist það í þessari grein með vísan í lög og nánari útskýringu á Tré lífsins. Verði Tré lífsins að veruleika sjáum við fyrir okkur gott samstarf við öll trúar- og lífsskoðunarfélög landsins, starfsmenn þessara félaga, starfsmenn útfararþjónusta en fyrst og fremst þeirra sem vilja nýta sér þjónustu okkar. Tré lífsins vill veita góða þjónustu á mikilvægum tímamótum í lífi fólks, bæði við gleðistundir og við okkar hinstu kveðjustund. Þess vegna er mikilvægt að nægt val sé í boði fyrir fólk og það geti fléttað saman ólíkum möguleikum eftir eigin höfði – enda erum við hvert með sínu sniði og viljum ólíka hluti. Stærstu spurningunni er enn er ósvarað og hún er þessi: hvers vegna leggja KGRP svo mikla áherslu á að sjá um bálfarir þegar það er ekki þeirra lögbundna hlutverk? Í raun ætti ný bálstofa Trés lífsins að vera mikið fagnaðarefni fyrir KGRP þar sem hún leysir vandamál fyrir KGRP sem gætu þá einbeitt sér að sínu lögbundna hlutverki. Í mínu hjarta er það ótvírætt að óháður aðili ætti að veita bálfaraþjónustu á Íslandi vegna þess hve fjölmenningarlegt samfélagið okkar er orðið og að fleiri valmöguleika er þörf. Ég vona að dómsmálaráðherra verði á sama máli og velji framtíðarsýn sem rúmar okkur öll. Höfundur er mannvistfræðingur, stofnandi Trés lífsins og formaður Bálfarafélags Íslands, sem finnst mikilvægt að rétt sé rétt og að rétt sé sagt frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Kirkjugarðar Tengdar fréttir Kæru kaffistofugestir Í okkar fallega og fjölbreytta samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum trúar- og lífsskoðunarfélögum er eitt sem skýtur skökku við. Á Íslandi er eingöngu mögulegt að fara í gegnum eitt trúfélag þegar við kveðjum þessa jarðvist og þannig hefur það verið undanfarin árhundruð. 23. mars 2022 15:30 Hafa skal það sem sannara reynist Þann 23. mars sl. skrifaði Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir (SB) grein á visir.is/skoðun undir fyrirsögninni „Kæru kaffistofugestir”. Greinin fjallaði að meginhluta til um bálfarir og efni tengt þeim. 28. mars 2022 09:30 Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Hér er svargrein við skrifum Þórsteins Ragnarssonar, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP), Hafa skal það sem sannara reynist, sem birt var í dag, 28. mars, sem svar við grein minni frá 23. mars, Kæru kaffistofugestir. Í grein sinni segir forstjóri KGRP að ég fari með endurteknar rangfærslur. Því hafna ég alfarið. Mér þykir ekki fallegt að trúverðugleiki minn sé dreginn í efa þar sem mér, og flestum öðrum er mikilvægt að vera heiðarleg og greina satt og rétt frá. Förum yfir staðreyndir málsins. Þegar við föllum frá höfum við í grunninn tvo valkosti: Jarðsetningu. Við getum valið að láta jarðsetja kistuna okkar, en það er aðeins hægt að gera í kirkjugarði sbr. 1. gr. laga 36/1993. Allir kirkjugarðar landsins eru vígðir af presti þjóðkirkjunnar sbr. 5. gr. og 2. mgr. 6.gr laga 36/1993. Yfirmaður kirkjugarða landsins er biskup þjóðkirkjunnar sbr. 1 .mgr. 8.gr. laga 36/1993. Bálför. Við getum valið að láta brenna lík okkar í viðurkenndri líkbrennslustofnun sbr. 1. gr. laga 36/1993. Eina bálstofa landsins er bálstofan í Fossvogi, sem staðsett er inn á lóð Fossvogskirkju, og er rekin af KGRP – sem lýtur yfirstjórn prófasta og biskups, sbr. reglur 775/2015. KGRP fær fjármagn til síns reksturs frá Kirkjugarðaráði, sem útdeilir árlegum greiðslum úr ríkissjóði (kirkjugarðsgjald) til kirkjugarða landsins. Formaður Kirkjugarðaráðs er biskup, eða fulltrúi biskups, og biskup hefur úrslitaatkvæði við ákvarðanatöku í Kirkjugarðaráði, sbr. 1. mgr. 11. gr. laga 36/1993. Kirkjugarðaráð hefur aðsetur á Biskupsstofu. A. Að bálför lokinni má jarðsetja öskuna ofan á kistugröf ástvinar í kirkjugarði. B. Að bálför lokinni má jarðsetja öskuna í duftreit í kirkjugarði. C. Að bálför lokinni má dreifa öskunni yfir hafi eða óbyggðum (eftir að sótt hefur verið um leyfi til sýslumanns) Þetta er það skipulag sem hefur verið við lýði á Íslandi síðan félagar í Bálfarafélagi Íslands gerðu bálstofuna í Fossvogi að veruleika árið 1948. Og það virðist töluvert kappsmál hjá forstjóra KGRP að sem minnstar breytingar verði gerðar á þessu fyrirkomulagi – séu greinaskrif hans skoðuð síðustu áratugina. Það liggur fyrir að bálstofan í Fossvogskirkjugarði er komin til ára sinna og það þarf að reisa nýja bálstofu á Íslandi. Tré lífsins vill taka við þjónustuhlutverki við bálfarir á Íslandi og bjóða þar með bálfaraþjónustu hjá óháðum aðila, óháð athafnarými og nýjan valmöguleika við greftranir í formi gróðursetningu ösku ásamt tré í Minningagarði. Bálstofan í Fossvogskirkjugarði er vissulega öllum opin og engum er meinaður þar aðgangur. Það var sett sem skilyrði þegar Bálfarafélag Íslands lagði rekstur bálstofunnar í hendur KGRP árið 1948. Ég dreg það ekki í efa í minni grein heldur bendi á nýjan valmöguleika sem hentar betur nútíma samfélagi og tekur tillit til fjölbreytni okkar samfélags, nú þegar dómsmálaráðherra stendur frammi fyrir því að taka ákvörðun í þessum málum. Starfsemi Trés lífsins mun ekki hamla því að Íslendingar geti valið sér athafnarými fyrir mikilvægar athafnir lífsins, hvort sem það er úti í náttúrunni, í kirkjum eða félagsheimilum trúar- eða lífsskoðunarfélaga sinna. En Tré lífsins mun fjölga valkostunum og huga að fjölbreytileika samfélagsins, umhverfismálum og virðingu fyrir vali einstaklingsins. Mikilvægasta forsenda Trés lífsins er að við höfum raunverulegt val um okkar endanlega hvílustað, og að valið sé okkar. Það er fjarri sanni að í fyrri grein minni sé ég að reyna að koma hugsun inn hjá lesendum að hlutirnir séu öðruvísi en þeir eru. Hlutirnir eru akkúrat eins og ég hef skrifað og staðfestist það í þessari grein með vísan í lög og nánari útskýringu á Tré lífsins. Verði Tré lífsins að veruleika sjáum við fyrir okkur gott samstarf við öll trúar- og lífsskoðunarfélög landsins, starfsmenn þessara félaga, starfsmenn útfararþjónusta en fyrst og fremst þeirra sem vilja nýta sér þjónustu okkar. Tré lífsins vill veita góða þjónustu á mikilvægum tímamótum í lífi fólks, bæði við gleðistundir og við okkar hinstu kveðjustund. Þess vegna er mikilvægt að nægt val sé í boði fyrir fólk og það geti fléttað saman ólíkum möguleikum eftir eigin höfði – enda erum við hvert með sínu sniði og viljum ólíka hluti. Stærstu spurningunni er enn er ósvarað og hún er þessi: hvers vegna leggja KGRP svo mikla áherslu á að sjá um bálfarir þegar það er ekki þeirra lögbundna hlutverk? Í raun ætti ný bálstofa Trés lífsins að vera mikið fagnaðarefni fyrir KGRP þar sem hún leysir vandamál fyrir KGRP sem gætu þá einbeitt sér að sínu lögbundna hlutverki. Í mínu hjarta er það ótvírætt að óháður aðili ætti að veita bálfaraþjónustu á Íslandi vegna þess hve fjölmenningarlegt samfélagið okkar er orðið og að fleiri valmöguleika er þörf. Ég vona að dómsmálaráðherra verði á sama máli og velji framtíðarsýn sem rúmar okkur öll. Höfundur er mannvistfræðingur, stofnandi Trés lífsins og formaður Bálfarafélags Íslands, sem finnst mikilvægt að rétt sé rétt og að rétt sé sagt frá.
Kæru kaffistofugestir Í okkar fallega og fjölbreytta samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum trúar- og lífsskoðunarfélögum er eitt sem skýtur skökku við. Á Íslandi er eingöngu mögulegt að fara í gegnum eitt trúfélag þegar við kveðjum þessa jarðvist og þannig hefur það verið undanfarin árhundruð. 23. mars 2022 15:30
Hafa skal það sem sannara reynist Þann 23. mars sl. skrifaði Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir (SB) grein á visir.is/skoðun undir fyrirsögninni „Kæru kaffistofugestir”. Greinin fjallaði að meginhluta til um bálfarir og efni tengt þeim. 28. mars 2022 09:30
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun