Íbúalýðræði og stórlaxar á Austurlandi Pétur Heimisson skrifar 29. mars 2022 14:01 Heil 55% Seyðfirðinga mótmæltu áformum um laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. Sumir kjörnir fulltrúar Múlaþings tjáðu auðmýkt sína gagnvart þeirri virku lýðræðistilraun með því að véfengja að undirritendur væru allir Seyðfirðingar og svo langt var gengið að vara við því að hlusta á mótmælendur, fyrrnefndan hreinan meirihluta, umfram hina. Íbúar hafa kallað eftir upplýsingum og sveitarstjórn Múlaþings beindi því til forsvarsmanna fiskeldisins að kynna áform sín með því kröftuga orðalagi; „...um leið og aðstæður leyfa...“. ....og loks leyfðu aðstæður Þann 3. mars sl. hélt laxeldisfólk upplýsingafund, 7 árum frá upphafi eldisáformanna og nær 10 mánuðum eftir að sveitarstjórn bað um slíkan fund. Jens Garðar forsvarsmaður eldisins opnaði fundinn, íklæddur tveimur sloppum, var í senn fundarstjóri, forsvarsmaður og aðalkynnir laxeldisins. Gefur það tilefni til að tala um fleiri fiska hála, en ála? Hann sagði laxeldisfólk vilja hefja eldið í Seyðisfirði í samfélagslegri sátt, en í hvorum sloppnum hann var þá sá ég ekki. Um kynninguna má segja að fagurt galaði fuglinn sá og framsögumenn gerðu sitt besta til að segja þann hluta sannleikans sem þeir sjá og aðhyllast. Tveimur vikum síðar birti Austrfrétt þessa tilvitnun í Jens Garðar; „Ég hef nú reyndar trú á að okkur takist að skapa víðtæka sátt um uppbyggingu fiskeldis á Seyðisfirði en ef það fer á versta veg þá gæti það haft auðvitað áhrif á uppbyggingaráform okkar á Djúpavogi“. Boðlegt? Óboðlegt af mörgum ástæðum Sjókvíaeldi er þegar í fjörðum eystra en eldismenn vilja meira, mikið meira. Um fullvinnslu afurðar er ekki rætt, andstætt því sem almennt gerist við verðmætasköpun í dag. Andstæðingar eldis í opnum sjókvíum telja það óboðlega aðferð við matvælaframleiðslu og styðja m.a. með myndum af sjúkum og sárum laxi úr slíku eldi. Norsk laxeldissaga vitnar um að eldi í opnum sjókvíum drepur hluta lífs á botni, ógnar villtum laxi í vissum mæli og hugsanlega líka rækjumiðum. Að hefja fiskeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði tel ég ekki boðlegan valkost í dag þegar við vitum að markmið um hagsæld og um verndun lífríkis eru ekki andstæð, heldur fara saman. Ég hef á líðandi kjörtímabili unnið gegn fiskeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði, bæði vegna náttúruverndarsjónarmiða og andstöðu Seyðfirðinga, andstöðu sem Skiplagsstofnun telur jafnvel þá mestu við slíkt eldi sem þekkist. Náttúruvernd hefst í heimabyggð og þar á að iðka íbúalýðræði árið 2022. Veldur hver á heldur. Höfundur er heimilislæknir, fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings og skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningarnar 14.05.2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Múlaþing Vinstri græn Fiskeldi Pétur Heimisson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Heil 55% Seyðfirðinga mótmæltu áformum um laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. Sumir kjörnir fulltrúar Múlaþings tjáðu auðmýkt sína gagnvart þeirri virku lýðræðistilraun með því að véfengja að undirritendur væru allir Seyðfirðingar og svo langt var gengið að vara við því að hlusta á mótmælendur, fyrrnefndan hreinan meirihluta, umfram hina. Íbúar hafa kallað eftir upplýsingum og sveitarstjórn Múlaþings beindi því til forsvarsmanna fiskeldisins að kynna áform sín með því kröftuga orðalagi; „...um leið og aðstæður leyfa...“. ....og loks leyfðu aðstæður Þann 3. mars sl. hélt laxeldisfólk upplýsingafund, 7 árum frá upphafi eldisáformanna og nær 10 mánuðum eftir að sveitarstjórn bað um slíkan fund. Jens Garðar forsvarsmaður eldisins opnaði fundinn, íklæddur tveimur sloppum, var í senn fundarstjóri, forsvarsmaður og aðalkynnir laxeldisins. Gefur það tilefni til að tala um fleiri fiska hála, en ála? Hann sagði laxeldisfólk vilja hefja eldið í Seyðisfirði í samfélagslegri sátt, en í hvorum sloppnum hann var þá sá ég ekki. Um kynninguna má segja að fagurt galaði fuglinn sá og framsögumenn gerðu sitt besta til að segja þann hluta sannleikans sem þeir sjá og aðhyllast. Tveimur vikum síðar birti Austrfrétt þessa tilvitnun í Jens Garðar; „Ég hef nú reyndar trú á að okkur takist að skapa víðtæka sátt um uppbyggingu fiskeldis á Seyðisfirði en ef það fer á versta veg þá gæti það haft auðvitað áhrif á uppbyggingaráform okkar á Djúpavogi“. Boðlegt? Óboðlegt af mörgum ástæðum Sjókvíaeldi er þegar í fjörðum eystra en eldismenn vilja meira, mikið meira. Um fullvinnslu afurðar er ekki rætt, andstætt því sem almennt gerist við verðmætasköpun í dag. Andstæðingar eldis í opnum sjókvíum telja það óboðlega aðferð við matvælaframleiðslu og styðja m.a. með myndum af sjúkum og sárum laxi úr slíku eldi. Norsk laxeldissaga vitnar um að eldi í opnum sjókvíum drepur hluta lífs á botni, ógnar villtum laxi í vissum mæli og hugsanlega líka rækjumiðum. Að hefja fiskeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði tel ég ekki boðlegan valkost í dag þegar við vitum að markmið um hagsæld og um verndun lífríkis eru ekki andstæð, heldur fara saman. Ég hef á líðandi kjörtímabili unnið gegn fiskeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði, bæði vegna náttúruverndarsjónarmiða og andstöðu Seyðfirðinga, andstöðu sem Skiplagsstofnun telur jafnvel þá mestu við slíkt eldi sem þekkist. Náttúruvernd hefst í heimabyggð og þar á að iðka íbúalýðræði árið 2022. Veldur hver á heldur. Höfundur er heimilislæknir, fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings og skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningarnar 14.05.2022.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun