Mané skaut Senegal á HM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. mars 2022 19:58 Sadio Mané skoraði úr fimmtu spyrnu Senegal og tryggði liðinu farseðilinn á HM. Visionhaus/Getty Images Sadio Mané reyndist hetja Senegal er hann tryggði liðinu farseðilinn á HM eftir 3-1 sigur gegn Egyptum í vítaspyrnukeppni. Liðsfélagi hans hjá Liverpool, Mohamed Salah, og félagar hans í egypska landsliðinu sitja hins vegar eftir með sárt ennið. Boulaye Dia kom Senegal yfir strax á þriðju mínútu leiksins og því var allt orðið jafnt í einvíginu snemma leiks. Þetta reyndist eina markið sem var skorað í venjulegum leiktíma og niðurstaðan að 90 mínútum loknum því 1-0, Senegal í vil. Samalagt var staðan 1-1 og því þurfti að framlengja. Ekki tókst liðunum að finna netmöskvana í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Kalidou Koulibaly tók fyrstu spyrnuna fyrir Senegal, en setti boltann í þverslánna. Mohamed Salah var fyrstur á punktinn fyrir Egypta, en hann þrumaði boltanum yfir markið og staðan því enn jöfn eftir fyrstu tvær spyrnurnar. Saliou Ciss var næstur á punktinn fyrir Senegal, en hann lét Mohamed El Shenawi verja frá sér. Zizo fékk því tækifæri til að koma Egyptum yfir, en hann setti boltann framhjá og var því ekkert mark komið í vítaspyrnukeppnina eftir fjórar spyrnur. Það hlaut þó að koma að því að liðin myndu skora. Ismaila Sarr kom Senegal yfir áður en Amr Al Sulaya jafnaði metin. Ahmadou Bamba Dieng kom Senegal í 2-1, en Mostafa Mohamed lét Edouard Mendy verja frá sér. Sadio Mané fékk því tækifæri til að tryggja Senegal sigur í fimmtu spyrnu liðsins. Hann gerði engin mistök og skoraði af miklu öryggi framhjá Mohamed El Shenawi og farseðillinn á HM var því í höfn. Fótbolti HM 2022 í Katar Senegal Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fleiri fréttir Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjá meira
Boulaye Dia kom Senegal yfir strax á þriðju mínútu leiksins og því var allt orðið jafnt í einvíginu snemma leiks. Þetta reyndist eina markið sem var skorað í venjulegum leiktíma og niðurstaðan að 90 mínútum loknum því 1-0, Senegal í vil. Samalagt var staðan 1-1 og því þurfti að framlengja. Ekki tókst liðunum að finna netmöskvana í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Kalidou Koulibaly tók fyrstu spyrnuna fyrir Senegal, en setti boltann í þverslánna. Mohamed Salah var fyrstur á punktinn fyrir Egypta, en hann þrumaði boltanum yfir markið og staðan því enn jöfn eftir fyrstu tvær spyrnurnar. Saliou Ciss var næstur á punktinn fyrir Senegal, en hann lét Mohamed El Shenawi verja frá sér. Zizo fékk því tækifæri til að koma Egyptum yfir, en hann setti boltann framhjá og var því ekkert mark komið í vítaspyrnukeppnina eftir fjórar spyrnur. Það hlaut þó að koma að því að liðin myndu skora. Ismaila Sarr kom Senegal yfir áður en Amr Al Sulaya jafnaði metin. Ahmadou Bamba Dieng kom Senegal í 2-1, en Mostafa Mohamed lét Edouard Mendy verja frá sér. Sadio Mané fékk því tækifæri til að tryggja Senegal sigur í fimmtu spyrnu liðsins. Hann gerði engin mistök og skoraði af miklu öryggi framhjá Mohamed El Shenawi og farseðillinn á HM var því í höfn.
Fótbolti HM 2022 í Katar Senegal Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fleiri fréttir Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjá meira