Ný mathöll opnar við Háskóla Íslands Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. mars 2022 20:30 Hafsteinn og Björn Bragi hafa þónokkra reynslu af opnun mathalla. Stöð 2 Háskólanemar munu njóta góðs af uppbyggingu í Vatnsmýrinni og geta bráðlega heimsótt þar veitingastaði, kaffihús og vínbar í nýrri mathöll sem opnar í maí. Mathöllum hefur fjölgað stöðugt hér á landi síðustu árin. Í Reykjavík eru þær nú fimm talsins og eins og við greindum frá í desember er von á þremur mathöllum til viðbótar sem opna í ár á litlum bletti í miðbænum. Og áfram bætist í því í Vatnsmýrinni, aðeins steinsnar frá háskólanum, fer að opna enn ein mathöllin. Hér munu allir vilja vera „Við ætlum að opna í maí. Lofum ekki neinni dagsetningu en ætlum að reyna að standa við maí,“ segir Hafsteinn Júlíusson hönnuður og einn af eigendum mathallarinnar sem heitir Vera - matur og drykkur. Við litum við hjá þeim félögum fyrir Kvöldfréttir Stöðvar 2 og tókum stöðuna: Hún verður staðsett í hinu tiltölulega nýja hugmyndahúsi Grósku. Þar hefur verið mikil uppbygging upp á síðkastið - fjöldi fyrirtækja með skrifstofur þar og líkamsræktarstöðin World Class búin að opna þar útibú. Og bráðlega nýja mathöllin sem heitir: Hvers vegna Vera? „Því að hér munu allir vilja vera og við ætlum að búa til góðar samverustundir hér í Vatnsmýrinni,“ segir Björn Bragi Arnarsson einn af eigendum mathallarinnar. Nú eru framkvæmdir í miðjum gangi og allir vinna hörðum höndum við að gera rýmið einhvern veginn svona: Teikningar af rýminu. Hér verða átta staðir.aðsend Hérna munu átta staðir opna á næstunni; veitingastaðir, kaffihús, vínbar og þá verður einnig veislusalur í rými við hliðina á. Lítið úrval af mat í Vatnsmýri „Vatnsmýrin er ótrúlega skemmtilegur staður og spennandi, hér er náttúrulega aragrúi af fyrirtækjum,“ segir Björn Bragi. Þúsundir manns sækja svæðið á hverjum degi. „Og lítið úrval af mat á svæðinu. Það er eiginlega aðalatriðið og kveikjan að þessu,“ segir Hafsteinn. Við mathöllina verður einni útisvæði í porti við suðurenda Grósku. Og hér í portinu við suðurenda Grósku verður síðan útisvæði. „Nú er mars og við erum bara hér í geggjuðu veðri þannig þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta verður hér í júní og júlí,“ segir Björn Bragi. Úrval staðanna verður fjölbreytt að sögn þeirra félaga. Eitthvað fyrir alla. „Þannig þegar við verðum búnir að opna og komnir með borð og stóla þá mun allt iða hér af lífi og stemmningu.“ Þeir vinir efast ekki um að háskólanemar taki mathöllinni fagnandi. „Alveg pottþétt. Ég myndi halda það. Ekki það að maður elski ekki að fá sér mat Hámu og svoleiðis ef maður er í háskólanum en það verður örugglega fínt að fá fleiri kosti. Þetta verður góð viðbót.“ Planið er að opna dyr Veru í maí. Engri dagsetningu er lofað en markmiðið er að opna sem fyrst.Aðsend Veitingastaðir Háskólar Reykjavík Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Mathöllum hefur fjölgað stöðugt hér á landi síðustu árin. Í Reykjavík eru þær nú fimm talsins og eins og við greindum frá í desember er von á þremur mathöllum til viðbótar sem opna í ár á litlum bletti í miðbænum. Og áfram bætist í því í Vatnsmýrinni, aðeins steinsnar frá háskólanum, fer að opna enn ein mathöllin. Hér munu allir vilja vera „Við ætlum að opna í maí. Lofum ekki neinni dagsetningu en ætlum að reyna að standa við maí,“ segir Hafsteinn Júlíusson hönnuður og einn af eigendum mathallarinnar sem heitir Vera - matur og drykkur. Við litum við hjá þeim félögum fyrir Kvöldfréttir Stöðvar 2 og tókum stöðuna: Hún verður staðsett í hinu tiltölulega nýja hugmyndahúsi Grósku. Þar hefur verið mikil uppbygging upp á síðkastið - fjöldi fyrirtækja með skrifstofur þar og líkamsræktarstöðin World Class búin að opna þar útibú. Og bráðlega nýja mathöllin sem heitir: Hvers vegna Vera? „Því að hér munu allir vilja vera og við ætlum að búa til góðar samverustundir hér í Vatnsmýrinni,“ segir Björn Bragi Arnarsson einn af eigendum mathallarinnar. Nú eru framkvæmdir í miðjum gangi og allir vinna hörðum höndum við að gera rýmið einhvern veginn svona: Teikningar af rýminu. Hér verða átta staðir.aðsend Hérna munu átta staðir opna á næstunni; veitingastaðir, kaffihús, vínbar og þá verður einnig veislusalur í rými við hliðina á. Lítið úrval af mat í Vatnsmýri „Vatnsmýrin er ótrúlega skemmtilegur staður og spennandi, hér er náttúrulega aragrúi af fyrirtækjum,“ segir Björn Bragi. Þúsundir manns sækja svæðið á hverjum degi. „Og lítið úrval af mat á svæðinu. Það er eiginlega aðalatriðið og kveikjan að þessu,“ segir Hafsteinn. Við mathöllina verður einni útisvæði í porti við suðurenda Grósku. Og hér í portinu við suðurenda Grósku verður síðan útisvæði. „Nú er mars og við erum bara hér í geggjuðu veðri þannig þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta verður hér í júní og júlí,“ segir Björn Bragi. Úrval staðanna verður fjölbreytt að sögn þeirra félaga. Eitthvað fyrir alla. „Þannig þegar við verðum búnir að opna og komnir með borð og stóla þá mun allt iða hér af lífi og stemmningu.“ Þeir vinir efast ekki um að háskólanemar taki mathöllinni fagnandi. „Alveg pottþétt. Ég myndi halda það. Ekki það að maður elski ekki að fá sér mat Hámu og svoleiðis ef maður er í háskólanum en það verður örugglega fínt að fá fleiri kosti. Þetta verður góð viðbót.“ Planið er að opna dyr Veru í maí. Engri dagsetningu er lofað en markmiðið er að opna sem fyrst.Aðsend
Veitingastaðir Háskólar Reykjavík Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira