Úkraínuforseti hvetur til að sett verði hafnbann á Rússa um allan heim Heimir Már Pétursson skrifar 31. mars 2022 19:45 Úkraínskir hermenn sitja á brynvörðum trukk sem ekið var í gegnum svæði sem Rússar höfðu áður á valdi sínu í nágrenni Kænugarðs. AP/Vadim Ghirda Allt bendir til að Rússar séu að safna liði til stórsóknar í austurhluta Úkraínu. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag segir ekkert að marka yfirlýsingar þeirra um að hernaðaraðgerðum væri lokið í norðurhluta landsins. Forseti Úkraínu skorar á ríki heims að setja hafnbann á rússnesk skip. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir ekkert að marka yfirlýsingar Rússa um að þeir hafi ákveðið að draga úr herstyrk sínum við höfuðborgina Kænugarð og aðrar borgir í norðurhluta landsins og einbeita sér að Donbashéraði í austri. Rússar hafa valdið gífurlegu tjóni í borginni Irpin skammt utan við höfuðborgina Kænugarð en hún er með yngri borgum landsins.AP/Efrem Lukatsky „Við vitum að þeir hafa ekki dregið sig til baka heldur verið hraktir til undanhalds af hersveitum okkar,“ sagði Zelenskyy í dag. Jeremy Fleming yfirmaður bresku leyniþjónustunnar segir að rússneskum stjórnvöldum hljóti að vera ljóst hvers konar mistök hafi verið gerð með innrásinni í Úkraínu.AP/Frank Augstein Jeremy Fleming yfirmaður bresku leyniþjónustunnar segir augljóst að Putin Rússlandsforseti hafi fullkomlega vanmetið stöðuna. Vanmetið baráttuþrek Úkraínumanna, lamandi áhrif refsiaðgerða Vesturlanda á rússneskan efnahag og ofmetið möguleika sína á skjótum sigri. „Við höfum séð að rússneska hermenn hefur bæði skort vopn og baráttuþrek og neita að fara eftir skipunum. Þeir hafa eyðilagt eigin búnað og jafnvel slysast til að skjóta niður eigin flugvélar,“ segir Fleming. Flóttafólk sem kom til Póllands frá norðurhluta Úkraínu í dag staðfestir að Rússar væru enn að skjóta á borgir í norðurhlutanum. Hin 34 ára Ksenia Tyanutova segir fólk varla komast frá borginni Chernihiv. Konur sem komu með börn sín til Póllands í dag segja ekkert að marka yfirlýsingar Rússa um að þeir ætli að draga úr árásum á borgir í norðurhluta Úkraínu.AP/Sergei Grits „Okkur var sagt að dregið yrði úr árásum á Chernihiv en það er ekki rétt. Ef eitthvað er hafa þeir aukið sprengjuárásir sínar. Þeir sprengja allt sem þeir geta, almenning og hlífa engu í borginni.Þeir hafa sprengt upp síðustu göngubrúna yfir á sem þarf að fara til yfir til að komast frá borginni þannig að fólk er byrjað að róa yfir ána á kajökum og bátum og sumir voru skotnir á leiðinni,“ sagði Tyanutova. Hún vildi vekja athygli umheimsins á umsátri Rússa um borgina sem kæmi í veg fyrir að hjálpargögn kæmust til borgarinnar. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir Rússa vera að undirbúa stórsókn í austurhluta Úkraínu.AP/Thibault Camus Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri segir NATO segir að meta verði Rússa út frá gjörðum þeirra. Þeir hafi ítrekað hafa logið til um fyrirætlanir sínar og því væri yfirlýsingum þeirra ekki treystandi. „Samkvæmt okkar heimildum eru rússneskar hersveitir ekki að draga sig til baka heldur staðsetja sig upp á nýtt. Þeir eru að reyna að safna liði, vistum og búnaði til árása í Donbashéraði. Zelenskyy forseti hvatti til þess í dag að Rússar verði einangraðir enn frekar rétt eins og þeir hefðu einangrað íbúa hafnarborgarinnar Mariupol með því að banna rússnesk skip í öllum höfnum. Í dag átti enn einu sinni að reyna að koma einhverjum þeirra 160 þúsund manns sem eftir eru í borginni á brott. En hingað til hafa Rússar ráðist á bílalestir flóttafólks eða þvingað íbúana inn á sín yfirráðasvæði. Volodymyr Zelenskyy hvatti til þess í ávarpi til belgíska þingsins í dag að enn yrði hert á aðgerðum gegn Rússum með því að banna skipum þeirra að koma til allra hafna.AP/Virginia Mayo „Rússar hafa lokað öllum leiðum til borgarinnar og hindra aðkomu að henni frá hafi.Ykkur er kunnugt um þetta. Það eru engar bjargir eftir í Mariupol, enginn matur, vatn og engin lyf. Þar er ekkert til að fólk geti lifað nokkurs konar lífi,“ sagði Zelenskyy í ávarpi til Belgíska þingsins í dag. Innrás Rússa í Úkraínu NATO Rússland Tengdar fréttir Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31. mars 2022 17:16 Úkraínski Eurovision-sigurvegarinn Jamala á leið til Íslands Úkraínska söngkonan Jamala sem vann Eurovision 2016 með laginu 1944 kemur fram í söfnunar- og skemmtiþættinum Heimsins mikilvægasta kvöld. 31. mars 2022 12:59 Úkraínuforseti segir rússneskar hersveitir hafa verið hraktar á brott Fjörutíu og fimm hópferðabílar lögðu af stað til umsetinnar Mariupol í Í Úkraínu morgun í von um að hægt verði að koma stríðshrjáðum íbúum borgarinnar á brott. Forseti Úkraínu segir hersveitir Rússa ekki hafa dregið sig til baka frá útjaðri Kænugarðs heldur hafi þær verið hraktar á brott af úkraínska hernum. 31. mars 2022 12:12 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir ekkert að marka yfirlýsingar Rússa um að þeir hafi ákveðið að draga úr herstyrk sínum við höfuðborgina Kænugarð og aðrar borgir í norðurhluta landsins og einbeita sér að Donbashéraði í austri. Rússar hafa valdið gífurlegu tjóni í borginni Irpin skammt utan við höfuðborgina Kænugarð en hún er með yngri borgum landsins.AP/Efrem Lukatsky „Við vitum að þeir hafa ekki dregið sig til baka heldur verið hraktir til undanhalds af hersveitum okkar,“ sagði Zelenskyy í dag. Jeremy Fleming yfirmaður bresku leyniþjónustunnar segir að rússneskum stjórnvöldum hljóti að vera ljóst hvers konar mistök hafi verið gerð með innrásinni í Úkraínu.AP/Frank Augstein Jeremy Fleming yfirmaður bresku leyniþjónustunnar segir augljóst að Putin Rússlandsforseti hafi fullkomlega vanmetið stöðuna. Vanmetið baráttuþrek Úkraínumanna, lamandi áhrif refsiaðgerða Vesturlanda á rússneskan efnahag og ofmetið möguleika sína á skjótum sigri. „Við höfum séð að rússneska hermenn hefur bæði skort vopn og baráttuþrek og neita að fara eftir skipunum. Þeir hafa eyðilagt eigin búnað og jafnvel slysast til að skjóta niður eigin flugvélar,“ segir Fleming. Flóttafólk sem kom til Póllands frá norðurhluta Úkraínu í dag staðfestir að Rússar væru enn að skjóta á borgir í norðurhlutanum. Hin 34 ára Ksenia Tyanutova segir fólk varla komast frá borginni Chernihiv. Konur sem komu með börn sín til Póllands í dag segja ekkert að marka yfirlýsingar Rússa um að þeir ætli að draga úr árásum á borgir í norðurhluta Úkraínu.AP/Sergei Grits „Okkur var sagt að dregið yrði úr árásum á Chernihiv en það er ekki rétt. Ef eitthvað er hafa þeir aukið sprengjuárásir sínar. Þeir sprengja allt sem þeir geta, almenning og hlífa engu í borginni.Þeir hafa sprengt upp síðustu göngubrúna yfir á sem þarf að fara til yfir til að komast frá borginni þannig að fólk er byrjað að róa yfir ána á kajökum og bátum og sumir voru skotnir á leiðinni,“ sagði Tyanutova. Hún vildi vekja athygli umheimsins á umsátri Rússa um borgina sem kæmi í veg fyrir að hjálpargögn kæmust til borgarinnar. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir Rússa vera að undirbúa stórsókn í austurhluta Úkraínu.AP/Thibault Camus Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri segir NATO segir að meta verði Rússa út frá gjörðum þeirra. Þeir hafi ítrekað hafa logið til um fyrirætlanir sínar og því væri yfirlýsingum þeirra ekki treystandi. „Samkvæmt okkar heimildum eru rússneskar hersveitir ekki að draga sig til baka heldur staðsetja sig upp á nýtt. Þeir eru að reyna að safna liði, vistum og búnaði til árása í Donbashéraði. Zelenskyy forseti hvatti til þess í dag að Rússar verði einangraðir enn frekar rétt eins og þeir hefðu einangrað íbúa hafnarborgarinnar Mariupol með því að banna rússnesk skip í öllum höfnum. Í dag átti enn einu sinni að reyna að koma einhverjum þeirra 160 þúsund manns sem eftir eru í borginni á brott. En hingað til hafa Rússar ráðist á bílalestir flóttafólks eða þvingað íbúana inn á sín yfirráðasvæði. Volodymyr Zelenskyy hvatti til þess í ávarpi til belgíska þingsins í dag að enn yrði hert á aðgerðum gegn Rússum með því að banna skipum þeirra að koma til allra hafna.AP/Virginia Mayo „Rússar hafa lokað öllum leiðum til borgarinnar og hindra aðkomu að henni frá hafi.Ykkur er kunnugt um þetta. Það eru engar bjargir eftir í Mariupol, enginn matur, vatn og engin lyf. Þar er ekkert til að fólk geti lifað nokkurs konar lífi,“ sagði Zelenskyy í ávarpi til Belgíska þingsins í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Rússland Tengdar fréttir Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31. mars 2022 17:16 Úkraínski Eurovision-sigurvegarinn Jamala á leið til Íslands Úkraínska söngkonan Jamala sem vann Eurovision 2016 með laginu 1944 kemur fram í söfnunar- og skemmtiþættinum Heimsins mikilvægasta kvöld. 31. mars 2022 12:59 Úkraínuforseti segir rússneskar hersveitir hafa verið hraktar á brott Fjörutíu og fimm hópferðabílar lögðu af stað til umsetinnar Mariupol í Í Úkraínu morgun í von um að hægt verði að koma stríðshrjáðum íbúum borgarinnar á brott. Forseti Úkraínu segir hersveitir Rússa ekki hafa dregið sig til baka frá útjaðri Kænugarðs heldur hafi þær verið hraktar á brott af úkraínska hernum. 31. mars 2022 12:12 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31. mars 2022 17:16
Úkraínski Eurovision-sigurvegarinn Jamala á leið til Íslands Úkraínska söngkonan Jamala sem vann Eurovision 2016 með laginu 1944 kemur fram í söfnunar- og skemmtiþættinum Heimsins mikilvægasta kvöld. 31. mars 2022 12:59
Úkraínuforseti segir rússneskar hersveitir hafa verið hraktar á brott Fjörutíu og fimm hópferðabílar lögðu af stað til umsetinnar Mariupol í Í Úkraínu morgun í von um að hægt verði að koma stríðshrjáðum íbúum borgarinnar á brott. Forseti Úkraínu segir hersveitir Rússa ekki hafa dregið sig til baka frá útjaðri Kænugarðs heldur hafi þær verið hraktar á brott af úkraínska hernum. 31. mars 2022 12:12