Finnur Freyr: Við erum mjög stoltir af þessum árangri Árni Jóhannsson skrifar 31. mars 2022 21:30 Finnur Freyr þjálfari Vals var mjög ánægður með sigur sinna manna og stöðuna í deildinni. Bára Dröfn Kristinsdóttir Finnur Freyr var ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld og var stoltur af árangri liðsins þennan vetur. Valur lagði KR 54-72 á Meistaravöllum í lokaumferð Subway deildar karla. Finnur Freyr var ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld og var stoltur af árangri liðsins þennan vetur. Valur lagði KR 54-72 á Meistaravöllum í lokaumferð Subway deildar karla. Finnur Freyr þjálfari var spurður að því hvað það hafi verið sem skóp sigur Valsmanna og þá sérstaklega í seinni hálfleik. „Spilaði vörn held ég. Þetta varð aðeins auðveldara þegar Brynjar meiðist, ég vil nota tækiðfærið og senda honum batakveðjur, manni er illa við höfuðhöggin og vonandi er þetta ekki alvarlegt. Þetta var aðeins auðveldara þegar hann er farinn út af vellinum. Það var helst varnarleikurinn sem ég var ánægður með. Það voru helst hraðar sóknir sem voru að gera út af við okkur og Þorri og Veigar gerðu mjög vel, eins og þeir hafa gert í allan vetur, en það var varnarleikurinn fyrst og fremst.“ KR gerði vel í að stöðva sóknaraðgerðir Valsmanna í fyrri hálfleik og var Finnur spurður út í hvaða breytingar hann hafi gert í seinni hálfleik. „Mér fannst við vera allt of mikið út um allt og við fundum engan takt í sóknarleiknum okkar. Svo höfum við verið að skjóta boltanum vel undanfarið en fyrir utan Callum þá skutum við illa í dag. Það tvennt spilaði inn í en KR gerði jú vel í varnarleiknum í fyrri hálfleik.“ Valur náði þriðja sæti deildarinnar og var Finnur, að sjálfsögðu, mjög ánægður með það. „Það eru núna tvö ár í röð sem við náum að enda deildina í topp fjórum og það er stefna hjá félaginu að festa sig í sessi sem eitt af þessum efstu sex félögum í körfuboltanum. Kvennalið Vals hefur verið frábært undanfarin ár og nú erum við að reyna að gera slíkt hið sama karlamegin. Þannig að við erum bara mjög stoltir af þeim árangri og þá sérstaklega út af því að við höfum farið upp og niður í þessu Covid ástandi í janúar sem við lentum í. Við komum mjög illa út úr þeim leikjum og það að hafa endað í þriðja sæti í þessari deild er eitthvað sem við getum verið stoltir af.“ Finnur var þá spurður að því hvaða áherslurnar væru á æfingunum fyrir úrslitakeppnina. „Það er bara andstæðingurinn. Nú, eins og alltaf, þá þurfum við að finna leiðir til að vinna andstæðinginn. Það er þessi tími ársins þar sem næsti leikur er risastór. Við hvílum okkur í kvöld og ég og Pavel byrjum að horfa á myndbönd á morgun. Á laugardaginn verðum við vonandi komnir með plan til að undirbúa okkur sem best fyrir leikina sem eru framundan.“ Að lokum var Finnur spurður hvort hann væri ánægður með andann og holninguna á liðinu sínu. „Andinn er búinn að vera mjög flottur og ég er mjög ánægður með það hvernig hópurinn er að koma saman. Holningin í dag, ég hef séð hana betri, ég held að hluti af þessu er að menn vita að úrslitakeppnin er handan við hornið. Menn eru ekki tilbúnir að fara þessi auka 2-3 prósent sem að kannski breytir málunum og það sem koma skal í úrslitakeppninni.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Valur 54-72 | KR náði í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap Valur vann mjög góðan sigur á grönnum sínum í KR fyrr í kvöld 54-72 í lokaumferð Subway deildar karla. Valur skellti í lás í vörn sinni og sigldi heim góðum sigri sem færði þá upp í þriðja sæti deildarinnar. KR getur talist heppið en flautukarfa sem tryggði Stjörnunni sigur á Breiðablik tryggði KR sæti í úrslitakeppninni. 31. mars 2022 20:42 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Finnur Freyr var ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld og var stoltur af árangri liðsins þennan vetur. Valur lagði KR 54-72 á Meistaravöllum í lokaumferð Subway deildar karla. Finnur Freyr þjálfari var spurður að því hvað það hafi verið sem skóp sigur Valsmanna og þá sérstaklega í seinni hálfleik. „Spilaði vörn held ég. Þetta varð aðeins auðveldara þegar Brynjar meiðist, ég vil nota tækiðfærið og senda honum batakveðjur, manni er illa við höfuðhöggin og vonandi er þetta ekki alvarlegt. Þetta var aðeins auðveldara þegar hann er farinn út af vellinum. Það var helst varnarleikurinn sem ég var ánægður með. Það voru helst hraðar sóknir sem voru að gera út af við okkur og Þorri og Veigar gerðu mjög vel, eins og þeir hafa gert í allan vetur, en það var varnarleikurinn fyrst og fremst.“ KR gerði vel í að stöðva sóknaraðgerðir Valsmanna í fyrri hálfleik og var Finnur spurður út í hvaða breytingar hann hafi gert í seinni hálfleik. „Mér fannst við vera allt of mikið út um allt og við fundum engan takt í sóknarleiknum okkar. Svo höfum við verið að skjóta boltanum vel undanfarið en fyrir utan Callum þá skutum við illa í dag. Það tvennt spilaði inn í en KR gerði jú vel í varnarleiknum í fyrri hálfleik.“ Valur náði þriðja sæti deildarinnar og var Finnur, að sjálfsögðu, mjög ánægður með það. „Það eru núna tvö ár í röð sem við náum að enda deildina í topp fjórum og það er stefna hjá félaginu að festa sig í sessi sem eitt af þessum efstu sex félögum í körfuboltanum. Kvennalið Vals hefur verið frábært undanfarin ár og nú erum við að reyna að gera slíkt hið sama karlamegin. Þannig að við erum bara mjög stoltir af þeim árangri og þá sérstaklega út af því að við höfum farið upp og niður í þessu Covid ástandi í janúar sem við lentum í. Við komum mjög illa út úr þeim leikjum og það að hafa endað í þriðja sæti í þessari deild er eitthvað sem við getum verið stoltir af.“ Finnur var þá spurður að því hvaða áherslurnar væru á æfingunum fyrir úrslitakeppnina. „Það er bara andstæðingurinn. Nú, eins og alltaf, þá þurfum við að finna leiðir til að vinna andstæðinginn. Það er þessi tími ársins þar sem næsti leikur er risastór. Við hvílum okkur í kvöld og ég og Pavel byrjum að horfa á myndbönd á morgun. Á laugardaginn verðum við vonandi komnir með plan til að undirbúa okkur sem best fyrir leikina sem eru framundan.“ Að lokum var Finnur spurður hvort hann væri ánægður með andann og holninguna á liðinu sínu. „Andinn er búinn að vera mjög flottur og ég er mjög ánægður með það hvernig hópurinn er að koma saman. Holningin í dag, ég hef séð hana betri, ég held að hluti af þessu er að menn vita að úrslitakeppnin er handan við hornið. Menn eru ekki tilbúnir að fara þessi auka 2-3 prósent sem að kannski breytir málunum og það sem koma skal í úrslitakeppninni.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Valur 54-72 | KR náði í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap Valur vann mjög góðan sigur á grönnum sínum í KR fyrr í kvöld 54-72 í lokaumferð Subway deildar karla. Valur skellti í lás í vörn sinni og sigldi heim góðum sigri sem færði þá upp í þriðja sæti deildarinnar. KR getur talist heppið en flautukarfa sem tryggði Stjörnunni sigur á Breiðablik tryggði KR sæti í úrslitakeppninni. 31. mars 2022 20:42 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Leik lokið: KR – Valur 54-72 | KR náði í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap Valur vann mjög góðan sigur á grönnum sínum í KR fyrr í kvöld 54-72 í lokaumferð Subway deildar karla. Valur skellti í lás í vörn sinni og sigldi heim góðum sigri sem færði þá upp í þriðja sæti deildarinnar. KR getur talist heppið en flautukarfa sem tryggði Stjörnunni sigur á Breiðablik tryggði KR sæti í úrslitakeppninni. 31. mars 2022 20:42