„Ekki hafa áhyggjur af guðinum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2022 10:31 Kevin Durant átti góðan leik er Brooklyn Nets tapaði með minnsta mun fyrir Milwaukee Bucks í nótt. Al Bello/Getty Images Kevin Durant er samur við sig á samfélagsmiðlum. Það eru fáir íþróttamenn áhugaverðari á samfélagsmiðlum en körfuboltamaðurinn Kevin Durant, leikmaður Brooklyn Nets. Ásamt því að vera einn besti körfuboltamaður samtímans þá er Durant með munninn fyrir neðan nefið. Ólíkt mörgum íþróttamönnum – og frægu fólki almennt – sem er með teymi sem sjá um samfélagsmiðla fyrir sig þá sér Durant um þetta alveg sjálfur. Situr hann ekki á skoðunum sínum og svarar fólki fullum hálsi ef hann telur ástæðu til. Honum fannst ástæða til í nótt eftir að fjölmiðlamaðurinn Nick Wright tísti að hann vorkenndi Durant. Wright tjáði sig á Twitter eftir leik Nets og Milwaukee Bucks í nótt. Giannis átti stórleik er meistarar Milwaukee unnu eins stigs sigur. Gríska goðið skoraði hvorki meira né minna en 44 stig og varð um leið stigahæsti leikmaður í sögu Bucks. Durant skoraði 26 stig og gaf 11 stoðsendingar. Wright tísti skömmu eftir leik að Durant hefði verið næstbesti leikmaður NBA-deildarinnar á eftir LeBron James undanfarinn áratug. Nú þegar Durant gæti loks tekið fram úr LeBron þá væri gríska goðið Giannis Antetokounmpo tekinn við keflinu sem besti leikmaður deildarinnar. Tapið sem og skoðun Wright hafði lítil áhrif á Durant sem svaraði fljótlega: „Það er óþarfi að vorkenna guðinum Nicky litli. Lífið hefur verið ótrúlegt.“ Don t feel bad for the god. Life has been incredible little Nicky https://t.co/fZ0jrPHXHm— Kevin Durant (@KDTrey5) April 1, 2022 Wright lét þetta ekki á sig fá og velti fyrir sér ef „Ef KD er „Guð“ hvað er Giannis þá?“ Durant var að sjálfsögðu með svar á reiðum höndum: „Guð. Alveg eins og þú en þú vilt frekar vera peð.“ A god. Just like you are but u rather be a peasant https://t.co/ZSmUmhGl1D— Kevin Durant (@KDTrey5) April 1, 2022 Hinn 33 ára gamli Kevin Durant hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2007. Ásamt því að leika fyrir Brooklyn hefur hann einnig spilað fyrir Oklahoma City Thunder - áður Seattle SuperSonics - og Golden State Warriors þar sem hann varð tvívegis meistari. Durant hefur tvívegis verið valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Einnig hefur hann tvívegis verið valinn verðmætasti leikmaður Stjörnuleiks NBA-deildarinnar. Alls hefur hann tekið þátt í Stjörnuleiknum tólf sinnum. Þá á Durant þrjú Ólympíugull (2012, 2016 og 2020) ásamt því að verða heimsmeistari árið 2010. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira
Það eru fáir íþróttamenn áhugaverðari á samfélagsmiðlum en körfuboltamaðurinn Kevin Durant, leikmaður Brooklyn Nets. Ásamt því að vera einn besti körfuboltamaður samtímans þá er Durant með munninn fyrir neðan nefið. Ólíkt mörgum íþróttamönnum – og frægu fólki almennt – sem er með teymi sem sjá um samfélagsmiðla fyrir sig þá sér Durant um þetta alveg sjálfur. Situr hann ekki á skoðunum sínum og svarar fólki fullum hálsi ef hann telur ástæðu til. Honum fannst ástæða til í nótt eftir að fjölmiðlamaðurinn Nick Wright tísti að hann vorkenndi Durant. Wright tjáði sig á Twitter eftir leik Nets og Milwaukee Bucks í nótt. Giannis átti stórleik er meistarar Milwaukee unnu eins stigs sigur. Gríska goðið skoraði hvorki meira né minna en 44 stig og varð um leið stigahæsti leikmaður í sögu Bucks. Durant skoraði 26 stig og gaf 11 stoðsendingar. Wright tísti skömmu eftir leik að Durant hefði verið næstbesti leikmaður NBA-deildarinnar á eftir LeBron James undanfarinn áratug. Nú þegar Durant gæti loks tekið fram úr LeBron þá væri gríska goðið Giannis Antetokounmpo tekinn við keflinu sem besti leikmaður deildarinnar. Tapið sem og skoðun Wright hafði lítil áhrif á Durant sem svaraði fljótlega: „Það er óþarfi að vorkenna guðinum Nicky litli. Lífið hefur verið ótrúlegt.“ Don t feel bad for the god. Life has been incredible little Nicky https://t.co/fZ0jrPHXHm— Kevin Durant (@KDTrey5) April 1, 2022 Wright lét þetta ekki á sig fá og velti fyrir sér ef „Ef KD er „Guð“ hvað er Giannis þá?“ Durant var að sjálfsögðu með svar á reiðum höndum: „Guð. Alveg eins og þú en þú vilt frekar vera peð.“ A god. Just like you are but u rather be a peasant https://t.co/ZSmUmhGl1D— Kevin Durant (@KDTrey5) April 1, 2022 Hinn 33 ára gamli Kevin Durant hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2007. Ásamt því að leika fyrir Brooklyn hefur hann einnig spilað fyrir Oklahoma City Thunder - áður Seattle SuperSonics - og Golden State Warriors þar sem hann varð tvívegis meistari. Durant hefur tvívegis verið valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Einnig hefur hann tvívegis verið valinn verðmætasti leikmaður Stjörnuleiks NBA-deildarinnar. Alls hefur hann tekið þátt í Stjörnuleiknum tólf sinnum. Þá á Durant þrjú Ólympíugull (2012, 2016 og 2020) ásamt því að verða heimsmeistari árið 2010. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira