„Ekki hafa áhyggjur af guðinum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2022 10:31 Kevin Durant átti góðan leik er Brooklyn Nets tapaði með minnsta mun fyrir Milwaukee Bucks í nótt. Al Bello/Getty Images Kevin Durant er samur við sig á samfélagsmiðlum. Það eru fáir íþróttamenn áhugaverðari á samfélagsmiðlum en körfuboltamaðurinn Kevin Durant, leikmaður Brooklyn Nets. Ásamt því að vera einn besti körfuboltamaður samtímans þá er Durant með munninn fyrir neðan nefið. Ólíkt mörgum íþróttamönnum – og frægu fólki almennt – sem er með teymi sem sjá um samfélagsmiðla fyrir sig þá sér Durant um þetta alveg sjálfur. Situr hann ekki á skoðunum sínum og svarar fólki fullum hálsi ef hann telur ástæðu til. Honum fannst ástæða til í nótt eftir að fjölmiðlamaðurinn Nick Wright tísti að hann vorkenndi Durant. Wright tjáði sig á Twitter eftir leik Nets og Milwaukee Bucks í nótt. Giannis átti stórleik er meistarar Milwaukee unnu eins stigs sigur. Gríska goðið skoraði hvorki meira né minna en 44 stig og varð um leið stigahæsti leikmaður í sögu Bucks. Durant skoraði 26 stig og gaf 11 stoðsendingar. Wright tísti skömmu eftir leik að Durant hefði verið næstbesti leikmaður NBA-deildarinnar á eftir LeBron James undanfarinn áratug. Nú þegar Durant gæti loks tekið fram úr LeBron þá væri gríska goðið Giannis Antetokounmpo tekinn við keflinu sem besti leikmaður deildarinnar. Tapið sem og skoðun Wright hafði lítil áhrif á Durant sem svaraði fljótlega: „Það er óþarfi að vorkenna guðinum Nicky litli. Lífið hefur verið ótrúlegt.“ Don t feel bad for the god. Life has been incredible little Nicky https://t.co/fZ0jrPHXHm— Kevin Durant (@KDTrey5) April 1, 2022 Wright lét þetta ekki á sig fá og velti fyrir sér ef „Ef KD er „Guð“ hvað er Giannis þá?“ Durant var að sjálfsögðu með svar á reiðum höndum: „Guð. Alveg eins og þú en þú vilt frekar vera peð.“ A god. Just like you are but u rather be a peasant https://t.co/ZSmUmhGl1D— Kevin Durant (@KDTrey5) April 1, 2022 Hinn 33 ára gamli Kevin Durant hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2007. Ásamt því að leika fyrir Brooklyn hefur hann einnig spilað fyrir Oklahoma City Thunder - áður Seattle SuperSonics - og Golden State Warriors þar sem hann varð tvívegis meistari. Durant hefur tvívegis verið valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Einnig hefur hann tvívegis verið valinn verðmætasti leikmaður Stjörnuleiks NBA-deildarinnar. Alls hefur hann tekið þátt í Stjörnuleiknum tólf sinnum. Þá á Durant þrjú Ólympíugull (2012, 2016 og 2020) ásamt því að verða heimsmeistari árið 2010. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Það eru fáir íþróttamenn áhugaverðari á samfélagsmiðlum en körfuboltamaðurinn Kevin Durant, leikmaður Brooklyn Nets. Ásamt því að vera einn besti körfuboltamaður samtímans þá er Durant með munninn fyrir neðan nefið. Ólíkt mörgum íþróttamönnum – og frægu fólki almennt – sem er með teymi sem sjá um samfélagsmiðla fyrir sig þá sér Durant um þetta alveg sjálfur. Situr hann ekki á skoðunum sínum og svarar fólki fullum hálsi ef hann telur ástæðu til. Honum fannst ástæða til í nótt eftir að fjölmiðlamaðurinn Nick Wright tísti að hann vorkenndi Durant. Wright tjáði sig á Twitter eftir leik Nets og Milwaukee Bucks í nótt. Giannis átti stórleik er meistarar Milwaukee unnu eins stigs sigur. Gríska goðið skoraði hvorki meira né minna en 44 stig og varð um leið stigahæsti leikmaður í sögu Bucks. Durant skoraði 26 stig og gaf 11 stoðsendingar. Wright tísti skömmu eftir leik að Durant hefði verið næstbesti leikmaður NBA-deildarinnar á eftir LeBron James undanfarinn áratug. Nú þegar Durant gæti loks tekið fram úr LeBron þá væri gríska goðið Giannis Antetokounmpo tekinn við keflinu sem besti leikmaður deildarinnar. Tapið sem og skoðun Wright hafði lítil áhrif á Durant sem svaraði fljótlega: „Það er óþarfi að vorkenna guðinum Nicky litli. Lífið hefur verið ótrúlegt.“ Don t feel bad for the god. Life has been incredible little Nicky https://t.co/fZ0jrPHXHm— Kevin Durant (@KDTrey5) April 1, 2022 Wright lét þetta ekki á sig fá og velti fyrir sér ef „Ef KD er „Guð“ hvað er Giannis þá?“ Durant var að sjálfsögðu með svar á reiðum höndum: „Guð. Alveg eins og þú en þú vilt frekar vera peð.“ A god. Just like you are but u rather be a peasant https://t.co/ZSmUmhGl1D— Kevin Durant (@KDTrey5) April 1, 2022 Hinn 33 ára gamli Kevin Durant hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2007. Ásamt því að leika fyrir Brooklyn hefur hann einnig spilað fyrir Oklahoma City Thunder - áður Seattle SuperSonics - og Golden State Warriors þar sem hann varð tvívegis meistari. Durant hefur tvívegis verið valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Einnig hefur hann tvívegis verið valinn verðmætasti leikmaður Stjörnuleiks NBA-deildarinnar. Alls hefur hann tekið þátt í Stjörnuleiknum tólf sinnum. Þá á Durant þrjú Ólympíugull (2012, 2016 og 2020) ásamt því að verða heimsmeistari árið 2010. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti