Opið bréf til ríkistjórnar Katrínu Jakobsdóttur Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 1. apríl 2022 11:00 Undanfarnar vikur hafa samtök leigjenda á Íslandi reynt að fá áheyrn hjá ráðherrum ríkisstjórnar Íslands, þeirra sem fara fyrir málefnum sem varða afkomu, búsetu og réttindi leigjenda. Engin svör hafa borist frá ráðherra Innviða- og húsnæðismála, og hefur ráðherra félags- og velferðarmála vísað erindi leigjenda til hans, einmitt þess ráðherra sem lætur ekkert heyra frá sér. Á sama tíma hefur forsætisráðherra sett á fót átakshóp í húsnæðismálum, og hafa leigjendur þurft að ganga með grasið í skónum á eftir fulltrúum þess til að tryggja að sjónarmið leigjenda fái að heyrast á vinnufundi um málefni leigjenda. Eru önnur sjónarmið á vettvangi Leigumarkaðarins mikilvægari en sjónarmið leigjenda? Á íslenskum leigumarkaði eru um 30.000 heimili, eða tæplega 20% af öllum heimilum á Íslandi, skv, könnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Tvö - þrefalt fleiri ungmenni undir þrítugu búa í foreldrahúsum á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum, eða 40%, á meðan einungis 13% af sama aldurshópi býr þannig í Danmörku. Vísitala leiguverðs hefur hækkað um 114% frá 2011, á meðan að hækkun á húsaleigu á meginlandi Evrópu var einungis 15.3% á sama tímabili, það er gerir sjöfalda hækkun á Íslandi umfram leiguverðið á meginlandinu. Skv. nýjustu lífskjararannsókn Hagstofunnar borga rúmlega 40% leigjenda meira en helming ráðstöfunartekna sinna í húsnæðiskostnað. Skv viðmiðum OECD ætti húsnæðiskostnaður aldrei að fara yfir 40%, því annað eykur hættuna á bæði félagslegum áföllum og persónulegum harmleik. Á Íslandi er húsnæðiskostnaður leigjenda að jafnaði 45% af ráðstöfunartekjum og 13% leigjenda borga yfir 70% af framfærslufé sínu í leigu. Íslenskur húsnæðismarkaður hefur tekið miklum eðlisbreytingum á síðustu 15 árum. Frá 2005 hefur 63% af öllum fasteignum sem bæst hafa við íslenska húsnæðismarkað endað í höndum lögaðila eða eignafólks sem á fleiri en eina eign skv. Gögnum frá Hagstofunni. Líkurnar á því að einstaklingar eignist húsnæði hafa minnkað um 71% á sama tíma. Það er eftir miklu að slægjast á leigumarkaðnum miðað við ásókn eignafólks og lögaðila í kaupa íbúðir er farin að valda því að venjulegt fjölskyldufólk í leit að húsnæði verður æ oftar yfirboðið. Samtök leigjenda vilja því ávarpa hæstvirtu ráðherra, forsætis, innviða og félagsmálaráðherra og spyrja eftirtalinna spurninga. Gefur þessi staða á leigumarkaði ráðherrum ekki tilefni til að ræða við hagsmunasamtök leigjenda, þeirra sem verst verða fyrir núverandi ástandi.? Telst það ekki til félagslegra úrlausna þegar leigumarkaðurinn er orðinn að leikvelli fjármagns í leit að skjótfengnum ofsagróða og að þar sé skapaður auður með framlagi fátækasta þjóðfélagshópsins? Varðar það ekki málefni barna þegar fjölskyldur þurfa ítrekað flytjast búferlaflutningum á milli hverfa, milli sveitarfélaga og jafnvel landshluta. Að þau séu rifin upp með rótum, flakki á milli skóla og nái hvorki að skapa sér stöðugt tengslanet né eða festa rætur, lifi í ótta og angist? Er það ekki til marks um félagslegt óréttlæti þegar leigjendur borga undantekningarlaust hæsta húsnæðiskostnaðinn. Skv nýjustu lífskjararannsókn Hagstofunnar búa helmingi fleiri leigjendur en kaupendur við íþyngjandi húsnæðiskostnað og sexfalt fleiri leigjendur búa við óöryggi á húsnæðismarkaði Er það ekki merki um að mikið hefur aflaga farið við stjórn húsnæðismála á Íslandi þegar leiguverð er farið að skapa fátækt og hefur vaxið margfalt á við bæði Evrópu og Bandaríkin? Skv. útreikningum Samtaka Leigjenda á Íslandi borga íslenskir leigjendur að jafnaði 80-100.000 kr í ofgreidda leigu á mánuði, ef miðað er við hlutfall af kaupverði íbúðar. Það er sérstaklega umhugsunarvert að hér á landi eru engar hömlur á leigumarkaðnum þótt skýrt sé tekið fram í lögum um útleigu íbúðarhúsnæðis að leigufjárhæðin skuli vera sanngjörn fyrir báða aðila. Enginn hemill á leigufjárhæð og núverandi neyð á leigumarkaði veldur því að fermetraverð á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu er komið í mörgum tilfellum yfir 4000 kr. Til samanburðar þá er meðalfermetraverð í Stokkhólmi er t.a.m. einungis 1640 kr, (skv, hurvibor.se gagnabankanum) og þykir hátt þar í landi. Í Evrópu eru til staðar bremsur á leiguverði, annaðhvort með lögum sem takmarka hækkun á leiguverði, leigureiknum með viðmiðunarverðum eða öflugt óhagnaðardrifið leigukerfi sem hefur verðmyndandi áhrif, hér höfum við ekkert af þessu og verðlagning í höndum fyrirtækja og eignafólks sem elta hvort annað í sífelldum hækkunum á húsaleigu ! Vakin skal réttmæt athygli á því að hvergi í Evrópu er félagslega rekin húsnæðismarkaður eins lítið hlutfall af húsnæðismarkaði eins og á Íslandi. Talið er að hann sé um 3% af heildar-íbúðafjölda (eftir að Varasjóður húsnæðismála var lagður niður 2017 hefur ekki verið fylgst með fjölda félagslegs húsnæðis á Íslandi) á meðan að algengt hlutfall á meginlandinu er 10-30% af heildar-íbúðafjölda. Það er því nánast ekkert öryggisnet hér fyrir íslenskar fjölskyldur sem eru að sligast undan sí-auknum hækkunum á húsaleigu og gífurlegu óöryggi. Ríkið hefur ekki einungis sett á fót ótal nefndir, starfshópa, samráðsvettvanga heldur líka komið að samningum við stéttafélögin um aðgerðir í húsnæðis- og leigjendamálum. Liggur beinast við að rifja upp tillögur frá síðasta átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum sem skilaði af sér tillögum snemma árs 2019 og loforð ríkisins í tengslum við lífskjarasamningana sem voru undirritaðir sama ár. Ein af tillögum átakshópsins var að endurskoða Húsaleigulögin með tilliti til leigjendaverndar, sérstaklega með tilliti til leiguverðs og að styðja við samtök leigjenda. Á sama hátt var forsenda vaxtalækkana skv. Lífskjarasamningum að þær áttu að leiða til lækkunar á húsaleigu. Hvorugt hefur raungerst, þvert á móti hefur leiguverð hækkað gífurlega og fyrirsjáanlegt er að núverandi neyðarástand á leigumarkaði muni aukast til muna með enn frekari hækkun á húsaleigu. Nú hefur enn einn átakshópurinn verið settur á laggirnar, skipaður eignarfólki, jafnvel fólki sem kom beint að útsölu eigna til leigufélaganna sem síðan hafa haldið leigumarkaðnum í heljargreipum. Leigjendum er ekki boðin aðkoma að þessum hópi, 20% heimila, fátækasta hópnum og því fólki sem ástandið bitnar verst á er haldið utan við alla ákvarðanatöku og ekki einu sinni leyft að koma sínum sjónarmiðum á framfæri svo vel sé. Hagsmunabarátta leigjenda er í eðli sínu félagsleg barátta, þar eigum við samleið með þér Katrín, og ykkur öllum sem við ávörpum í þessu bréfi. Leigjendur eru tekjulægsti hópur samfélagsins, sem býr við mesta húsnæðiskostnaðinn og við mesta óöryggið. Hvernig er hægt að vera svo snautlegur við þau 30.000 heimili í landinu að maður hvorki ávarpar þau né svarar þeim í þeirra verstu neyð? Samtök leigjenda gera þá skýlausu kröfu um að fulltrúar samtakanna fái áheyrn hjá fulltrúa eða fulltrúum ríkisstjórnarinnar, að sett verði lög hið fyrsta til að skikka leigumarkaðinn og að leigjendur fái tilhlíðilega aðkomu að vinnu við tillögugerð átakshóps í húsnæðismálum. Eins og maðurinn sagði, nú er mál að linni, og þó fyrr hefði verið. Fyrir hönd stjórnar Samtaka leigjenda á Íslandi, Guðmundur Hrafn Arngrímsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Guðmundur Hrafn Arngrímsson Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa samtök leigjenda á Íslandi reynt að fá áheyrn hjá ráðherrum ríkisstjórnar Íslands, þeirra sem fara fyrir málefnum sem varða afkomu, búsetu og réttindi leigjenda. Engin svör hafa borist frá ráðherra Innviða- og húsnæðismála, og hefur ráðherra félags- og velferðarmála vísað erindi leigjenda til hans, einmitt þess ráðherra sem lætur ekkert heyra frá sér. Á sama tíma hefur forsætisráðherra sett á fót átakshóp í húsnæðismálum, og hafa leigjendur þurft að ganga með grasið í skónum á eftir fulltrúum þess til að tryggja að sjónarmið leigjenda fái að heyrast á vinnufundi um málefni leigjenda. Eru önnur sjónarmið á vettvangi Leigumarkaðarins mikilvægari en sjónarmið leigjenda? Á íslenskum leigumarkaði eru um 30.000 heimili, eða tæplega 20% af öllum heimilum á Íslandi, skv, könnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Tvö - þrefalt fleiri ungmenni undir þrítugu búa í foreldrahúsum á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum, eða 40%, á meðan einungis 13% af sama aldurshópi býr þannig í Danmörku. Vísitala leiguverðs hefur hækkað um 114% frá 2011, á meðan að hækkun á húsaleigu á meginlandi Evrópu var einungis 15.3% á sama tímabili, það er gerir sjöfalda hækkun á Íslandi umfram leiguverðið á meginlandinu. Skv. nýjustu lífskjararannsókn Hagstofunnar borga rúmlega 40% leigjenda meira en helming ráðstöfunartekna sinna í húsnæðiskostnað. Skv viðmiðum OECD ætti húsnæðiskostnaður aldrei að fara yfir 40%, því annað eykur hættuna á bæði félagslegum áföllum og persónulegum harmleik. Á Íslandi er húsnæðiskostnaður leigjenda að jafnaði 45% af ráðstöfunartekjum og 13% leigjenda borga yfir 70% af framfærslufé sínu í leigu. Íslenskur húsnæðismarkaður hefur tekið miklum eðlisbreytingum á síðustu 15 árum. Frá 2005 hefur 63% af öllum fasteignum sem bæst hafa við íslenska húsnæðismarkað endað í höndum lögaðila eða eignafólks sem á fleiri en eina eign skv. Gögnum frá Hagstofunni. Líkurnar á því að einstaklingar eignist húsnæði hafa minnkað um 71% á sama tíma. Það er eftir miklu að slægjast á leigumarkaðnum miðað við ásókn eignafólks og lögaðila í kaupa íbúðir er farin að valda því að venjulegt fjölskyldufólk í leit að húsnæði verður æ oftar yfirboðið. Samtök leigjenda vilja því ávarpa hæstvirtu ráðherra, forsætis, innviða og félagsmálaráðherra og spyrja eftirtalinna spurninga. Gefur þessi staða á leigumarkaði ráðherrum ekki tilefni til að ræða við hagsmunasamtök leigjenda, þeirra sem verst verða fyrir núverandi ástandi.? Telst það ekki til félagslegra úrlausna þegar leigumarkaðurinn er orðinn að leikvelli fjármagns í leit að skjótfengnum ofsagróða og að þar sé skapaður auður með framlagi fátækasta þjóðfélagshópsins? Varðar það ekki málefni barna þegar fjölskyldur þurfa ítrekað flytjast búferlaflutningum á milli hverfa, milli sveitarfélaga og jafnvel landshluta. Að þau séu rifin upp með rótum, flakki á milli skóla og nái hvorki að skapa sér stöðugt tengslanet né eða festa rætur, lifi í ótta og angist? Er það ekki til marks um félagslegt óréttlæti þegar leigjendur borga undantekningarlaust hæsta húsnæðiskostnaðinn. Skv nýjustu lífskjararannsókn Hagstofunnar búa helmingi fleiri leigjendur en kaupendur við íþyngjandi húsnæðiskostnað og sexfalt fleiri leigjendur búa við óöryggi á húsnæðismarkaði Er það ekki merki um að mikið hefur aflaga farið við stjórn húsnæðismála á Íslandi þegar leiguverð er farið að skapa fátækt og hefur vaxið margfalt á við bæði Evrópu og Bandaríkin? Skv. útreikningum Samtaka Leigjenda á Íslandi borga íslenskir leigjendur að jafnaði 80-100.000 kr í ofgreidda leigu á mánuði, ef miðað er við hlutfall af kaupverði íbúðar. Það er sérstaklega umhugsunarvert að hér á landi eru engar hömlur á leigumarkaðnum þótt skýrt sé tekið fram í lögum um útleigu íbúðarhúsnæðis að leigufjárhæðin skuli vera sanngjörn fyrir báða aðila. Enginn hemill á leigufjárhæð og núverandi neyð á leigumarkaði veldur því að fermetraverð á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu er komið í mörgum tilfellum yfir 4000 kr. Til samanburðar þá er meðalfermetraverð í Stokkhólmi er t.a.m. einungis 1640 kr, (skv, hurvibor.se gagnabankanum) og þykir hátt þar í landi. Í Evrópu eru til staðar bremsur á leiguverði, annaðhvort með lögum sem takmarka hækkun á leiguverði, leigureiknum með viðmiðunarverðum eða öflugt óhagnaðardrifið leigukerfi sem hefur verðmyndandi áhrif, hér höfum við ekkert af þessu og verðlagning í höndum fyrirtækja og eignafólks sem elta hvort annað í sífelldum hækkunum á húsaleigu ! Vakin skal réttmæt athygli á því að hvergi í Evrópu er félagslega rekin húsnæðismarkaður eins lítið hlutfall af húsnæðismarkaði eins og á Íslandi. Talið er að hann sé um 3% af heildar-íbúðafjölda (eftir að Varasjóður húsnæðismála var lagður niður 2017 hefur ekki verið fylgst með fjölda félagslegs húsnæðis á Íslandi) á meðan að algengt hlutfall á meginlandinu er 10-30% af heildar-íbúðafjölda. Það er því nánast ekkert öryggisnet hér fyrir íslenskar fjölskyldur sem eru að sligast undan sí-auknum hækkunum á húsaleigu og gífurlegu óöryggi. Ríkið hefur ekki einungis sett á fót ótal nefndir, starfshópa, samráðsvettvanga heldur líka komið að samningum við stéttafélögin um aðgerðir í húsnæðis- og leigjendamálum. Liggur beinast við að rifja upp tillögur frá síðasta átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum sem skilaði af sér tillögum snemma árs 2019 og loforð ríkisins í tengslum við lífskjarasamningana sem voru undirritaðir sama ár. Ein af tillögum átakshópsins var að endurskoða Húsaleigulögin með tilliti til leigjendaverndar, sérstaklega með tilliti til leiguverðs og að styðja við samtök leigjenda. Á sama hátt var forsenda vaxtalækkana skv. Lífskjarasamningum að þær áttu að leiða til lækkunar á húsaleigu. Hvorugt hefur raungerst, þvert á móti hefur leiguverð hækkað gífurlega og fyrirsjáanlegt er að núverandi neyðarástand á leigumarkaði muni aukast til muna með enn frekari hækkun á húsaleigu. Nú hefur enn einn átakshópurinn verið settur á laggirnar, skipaður eignarfólki, jafnvel fólki sem kom beint að útsölu eigna til leigufélaganna sem síðan hafa haldið leigumarkaðnum í heljargreipum. Leigjendum er ekki boðin aðkoma að þessum hópi, 20% heimila, fátækasta hópnum og því fólki sem ástandið bitnar verst á er haldið utan við alla ákvarðanatöku og ekki einu sinni leyft að koma sínum sjónarmiðum á framfæri svo vel sé. Hagsmunabarátta leigjenda er í eðli sínu félagsleg barátta, þar eigum við samleið með þér Katrín, og ykkur öllum sem við ávörpum í þessu bréfi. Leigjendur eru tekjulægsti hópur samfélagsins, sem býr við mesta húsnæðiskostnaðinn og við mesta óöryggið. Hvernig er hægt að vera svo snautlegur við þau 30.000 heimili í landinu að maður hvorki ávarpar þau né svarar þeim í þeirra verstu neyð? Samtök leigjenda gera þá skýlausu kröfu um að fulltrúar samtakanna fái áheyrn hjá fulltrúa eða fulltrúum ríkisstjórnarinnar, að sett verði lög hið fyrsta til að skikka leigumarkaðinn og að leigjendur fái tilhlíðilega aðkomu að vinnu við tillögugerð átakshóps í húsnæðismálum. Eins og maðurinn sagði, nú er mál að linni, og þó fyrr hefði verið. Fyrir hönd stjórnar Samtaka leigjenda á Íslandi, Guðmundur Hrafn Arngrímsson.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun