Fótbolti

Kallar eftir full­komnun hjá sínum mönnum í Katar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gareth Southgate vill fullkomnun.
Gareth Southgate vill fullkomnun. Robbie Jay Barratt/Getty Images

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur kallað eftir því að lið hans spili fullkomlega á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Katar undir lok þessa árs. Engin pressa.

Dregið verður í riðla mótsins síðar í dag og hefur Southgate verið í sviðsljósinu þar sem hann gagnrýndi aðstæður í Katar. Nefni hann stöðu samkynhneigðra, LGBTQ+ fólks og bága stöðu verkafólks. Ekki eru allir á eitt sáttir með ummæli þjálfarans.

Þá hefur Southgate kallað eftir því að lið hans spili fullkomlega á mótinu. Með því gæti England farið alla leið og unnið HM í fyrsta skipti síðan 1966.

Síðan Southgate tók við enska landsliðinu hefur það komist í undanúrslit HM og úrslitaleik EM. Liðinu hefur þó ekki enn tekist að vinna stórmót og því kominn tími til, að mati Southgate allavega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×