Hækka félagsgjald til að efla vinnudeilusjóð Sameykis Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2022 18:01 Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson Félagsfólk Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu samþykkti á aðalfundi í gær að hækka félagsgjald í þeim tilgangi að efla vinnudeilusjóð félagsins. Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta. Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, segir félagið vera að búa sig undir komandi átök á vinnumarkaði með eflingu sjóðsins. Það sé gert í ljósi þess hvernig umræðan hefur verið í samfélaginu á vettvangi atvinnurekenda og samtaka þeirra. Þá segir Þórarinn að þrengt sé að lífsgæðum með ásókn í opinbera innviði þjóðarinnar ásamt aðgerðaleysi stjórnvalda í jöfnun launa á milli markaða og Sameyki verði tilbúið undir þær deilur með sterkari vinnudeilusjóði. „Sú orðræða atvinnurekenda og samtaka þeirra hefur bæði verið harkaleg og einkennst af því að hugsanlega sé verið að hlaða í átök. Í þessari stöðu teljum við vera skynsamlegt að búa okkur undir harðar vinnudeilur og sendum út þau skilaboð að við séum við öllu búin þegar kjarasamningsviðræður hefjast. Það hefur sýnt sig að sterkur vinnudeilusjóður hefur áhrif í vinnudeilum,“ er haft eftir Þórarni í fréttatilkynningu. Hann benti á að síðasta stóra verkfall hafi verið árið 2015 og að ætla megi að komandi kjarasamningsviðræður verði erfiðar og að kröfugerðin verði önnur en í þeim síðustu. „Á komandi hausti verða kjarasamningar á almennum markaði lausir. Sameyki gerir kjarasamninga á almennum markaði til að mynda við Isavia, Orkuveitu Reykjavíkur og Fríhöfnina ásamt fleirum. Það liggur ljóst fyrir að við þurfum öflugan vinnudeilusjóð og hækkun félagsgjaldsins tel ég vera nauðsynlega aðgerð í að styrkja sjóðinn til að efla baráttuna vegna komandi kjarasamninga,“ segir Þórarinn. Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum Sjá meira
Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, segir félagið vera að búa sig undir komandi átök á vinnumarkaði með eflingu sjóðsins. Það sé gert í ljósi þess hvernig umræðan hefur verið í samfélaginu á vettvangi atvinnurekenda og samtaka þeirra. Þá segir Þórarinn að þrengt sé að lífsgæðum með ásókn í opinbera innviði þjóðarinnar ásamt aðgerðaleysi stjórnvalda í jöfnun launa á milli markaða og Sameyki verði tilbúið undir þær deilur með sterkari vinnudeilusjóði. „Sú orðræða atvinnurekenda og samtaka þeirra hefur bæði verið harkaleg og einkennst af því að hugsanlega sé verið að hlaða í átök. Í þessari stöðu teljum við vera skynsamlegt að búa okkur undir harðar vinnudeilur og sendum út þau skilaboð að við séum við öllu búin þegar kjarasamningsviðræður hefjast. Það hefur sýnt sig að sterkur vinnudeilusjóður hefur áhrif í vinnudeilum,“ er haft eftir Þórarni í fréttatilkynningu. Hann benti á að síðasta stóra verkfall hafi verið árið 2015 og að ætla megi að komandi kjarasamningsviðræður verði erfiðar og að kröfugerðin verði önnur en í þeim síðustu. „Á komandi hausti verða kjarasamningar á almennum markaði lausir. Sameyki gerir kjarasamninga á almennum markaði til að mynda við Isavia, Orkuveitu Reykjavíkur og Fríhöfnina ásamt fleirum. Það liggur ljóst fyrir að við þurfum öflugan vinnudeilusjóð og hækkun félagsgjaldsins tel ég vera nauðsynlega aðgerð í að styrkja sjóðinn til að efla baráttuna vegna komandi kjarasamninga,“ segir Þórarinn.
Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum Sjá meira